Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Skjáskot af vef DV. VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira