Formaður dómaranefndar: Aldrei verið rætt um Ara á Facebook Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 13:30 Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45
Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00