Snilldar farartæki Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 13:35 Þessi SkyRunner buggy bíll er frábrugðinn öðrum buggy bílum á þann hátt að hann getur líka flogið. Hann er með skrúfuspaða að aftan og svifvæng sem hýfir þenna létta bíl á loft þegar hann nær um 60 km hraða. Fyrir vikið eru þessu farartæki flestir vegir færir því ef hann kemst það ekki á hjólunum er bara svifið yfir. Meiningin með smíði þessa farartækis var að höfða til ævintýramennsku efnaðra kaupenda, en það var svo alveg óvæntur og nýr kaupendahópur sem hefur mikinn áhuga á kaupum á SkyRunner. Það eru bændur í Bandaríkjunum sem eiga landmikil býli og vilja vakta það á sem einfaldastan hátt. Þessi lausn er miklu ódýrari en að fara um svo stór svæði á þyrlum. Á hjólunum er þessi bíll mjög hraðskreiður og er hámarkshraðinn 185 km/klst. Hann er einnig sprækur úr sporunum og kemst í 100 km hraða á 4 sekúndum. Hraði bílsins á flugi er allt að 90 km/klst og getur hann komist þannig 200 kílómetra vegalengd. Öll þessi dýrð er þó ekki ókeypis því söluverð SkyRunner er 119.000 dollarar, eða um 13 milljónir króna. Hafa skal þó í huga að vandað er vel til smíðinnar og til dæmis er yfirbyggingin úr koltrefjum til að halda vigtinni niðri. Á myndskeiðinu hér að ofan má sjá virkni þessa bráðsnjalla faratækis og útskýringar framleiðanda hans.Yfirbyggingin er úr koltrefjum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent
Þessi SkyRunner buggy bíll er frábrugðinn öðrum buggy bílum á þann hátt að hann getur líka flogið. Hann er með skrúfuspaða að aftan og svifvæng sem hýfir þenna létta bíl á loft þegar hann nær um 60 km hraða. Fyrir vikið eru þessu farartæki flestir vegir færir því ef hann kemst það ekki á hjólunum er bara svifið yfir. Meiningin með smíði þessa farartækis var að höfða til ævintýramennsku efnaðra kaupenda, en það var svo alveg óvæntur og nýr kaupendahópur sem hefur mikinn áhuga á kaupum á SkyRunner. Það eru bændur í Bandaríkjunum sem eiga landmikil býli og vilja vakta það á sem einfaldastan hátt. Þessi lausn er miklu ódýrari en að fara um svo stór svæði á þyrlum. Á hjólunum er þessi bíll mjög hraðskreiður og er hámarkshraðinn 185 km/klst. Hann er einnig sprækur úr sporunum og kemst í 100 km hraða á 4 sekúndum. Hraði bílsins á flugi er allt að 90 km/klst og getur hann komist þannig 200 kílómetra vegalengd. Öll þessi dýrð er þó ekki ókeypis því söluverð SkyRunner er 119.000 dollarar, eða um 13 milljónir króna. Hafa skal þó í huga að vandað er vel til smíðinnar og til dæmis er yfirbyggingin úr koltrefjum til að halda vigtinni niðri. Á myndskeiðinu hér að ofan má sjá virkni þessa bráðsnjalla faratækis og útskýringar framleiðanda hans.Yfirbyggingin er úr koltrefjum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent