Langar að verða frábær leikkona Magnús Guðmundsson skrifar 11. mars 2017 09:00 Kristbjörg Kjeld í herbergi eitt í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur átt sitt athvarf á sextíu ára leikferli og sett upp ófá andlit leikbókmenntanna. Visir/Eyþór Kristbjörg Kjeld leikkona tekur á móti mér inni á herbergi eitt í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur undirbúið sig fyrir leiksviðið og átt sitt athvarf í önn langra daga í ein sextíu ár. Það er þó hvorki að sjá né heyra á Kristbjörgu að hún eigi svo langan feril að baki enda sérdeilis ungleg, röddin björt og andinn ungur. Það er kyrrð og ró í gamla leikhúsinu við Hverfisgötuna svona á þriðjudagsmorgni en þó gætir eilítillar spennu í loftinu enda frumsýningarvika hjá Kristbjörgu og samverkafólki hennar.Ekki þannig maður Fyrir dyrum stendur frumsýning á Húsinu, áður ósýndu verki eftir Guðmund Steinsson, eiginmann Kristbjargar, sem féll frá fyrir rúmum tuttugu árum. En aðspurð um verkið segir Kristbjörg að sér þyki alltaf dálítið óþægilegt að tala um leikritin hans Guðmundur enda standi þau henni nærri. „Guðmundur fjallaði mikið um yfirborðsmennskuna í sínum verkum. Að við meinum ekki alltaf það sem við segjum. Hann er að benda okkur á mikilvægi nándar og einlægni gagnvart hvert öðru í okkar daglega lífi. Mikilvægi þess að staldra við og sinna því sem skiptir máli. En það sem ég hef lært af því að leika í verkum Guðmundar er fyrst og fremst þessi mikla nákvæmni. Maður þarf að vera svo nákvæmur með hans texta að það má engu skeika. Þetta er svo nákvæmlega byggt og það er svo mikil tónlist í þessu. Þannig að ef einhver fer ekki rétt með eða bregður út af, þá verður tónninn falskur.“ Húsið segir frá vel stæðum hjónum sem flytja inn í nýtt einbýlishús ásamt þremur sonum sínum. Þau njóta þess að sýna vinum nýja og glæsilega heimilið en brátt kemur í ljós að í húsinu ráða öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin eykst milli fjölskyldumeðlima, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist varnarlaust. Verkið er hlaðið áleitnum spurningum um samastað mannsins í nútímasamfélagi og þrátt fyrir að vera skrifað fyrir um fjörutíu árum á það erindi í dag. Kristbjörg segist muna ágætlega eftir þeim tíma þegar Guðmundur var að skrifa þetta verk. „Þetta var á þeim tíma þegar unga fólkið var að gera uppreisn gegn ríkjandi gildismati. Sýningin okkar hér er því í þessari períódu sextíu og átta kynslóðarinnar en hversu mikið hefur í raun breyst er svo umhugsunarefni.“ Það er líka umhugsunarefni af hverju Húsið hefur aldrei áður verið sett á leiksvið en Kristbjörg segir skýringuna í raun frekar einfalda. „Guðmundur átti frekar erfitt uppdráttar sem leikskáld. Hann skrifaði öðruvísi og það var meiri eftirspurn eftir natúralisma og það var ekki fyrir Guðmund. Hann var alltaf trúr sínum hugmyndum og sinni nálgun og elti aldrei það sem var í tísku hverju sinni. Það var einfaldlega ekki í hans eðli að elta eftirspurnina, hann hefði ekki getað það, því hann var ekki þannig maður.“Kristbjörg Kjeld og Guðmundur Steinsson á einu af fjölmörgum ferðalögum þeirra hjóna í gegnum tíðina.Sakna nándarinnar Það er mildur blær kærleika og söknuðar í rödd Kristbjargar þegar hún talar um Guðmund og tæpast hefur nokkur manneskja þekkt hann betur. Guðmundur og Kristbjörg giftu sig þegar hún var 27 ára, þá þegar búin að þekkjast í nokkur ár. „Við giftum okkur 1962 en Guðmundur féll frá 1996. Svona langur tími mótar lífið og mótar mann sem manneskju. Ég sakna Guðmundar á hverjum degi. Hef stundum sagt að mér finnist ég ekki hafa neinn að tala við eftir að hann fór. Maður saknar þessarar nándar við aðra manneskju og fyrir mig sem listakonu var þetta líka mikilvægt. Hann kenndi mér svo ótrúlega margt og við ræddum alltaf mikið um listina inni á heimilinu. Það varð ekki hjá því komist.“ Kristbjörg segir að þau Guðmundur hafi alla tíð ferðast mikið og að gaman og gleði hafi ríkt í hjónabandi þeirra. „Við vorum ánægð og hamingjusöm hjón. Guðmundur var góður maður. Honum er best lýst þannig. Hann var hlýr og yndislegur í alla staði. En á vissan hátt þá var hann líka frekar prívat persóna, þó svo hann hafi haft afskaplega gaman af því að koma innan um fólk og þá var hann skemmtilegur og fyndinn. Mér fannst reyndar þegar ég var í útlöndum með honum að þá hafi hann verið frjálsari. Hann var oft pínu meira þvingaður hérna heima í fámenninu, en í útlöndum blómstraði hann, talaði við hvern sem var og var heimsmaður.“ Fyrir þann sem er heimsmaður í eðli sínu og gengur aðeins á brattann í sinni listsköpun getur efalítið verið dálítið þrúgandi að búa við fámenni. Kristbjörg tekur undir að þetta geti verið tilfellið enda geti lítil samfélög eins og til að mynda leikhússamfélagið á Íslandi átt það til að vera dómhart. „Já, það er það sem er óþægilegt. Þetta er svo smátt í sniðum og í svona fámennu samfélagi er miklu erfiðara fyrir listamann að koma með eitthvað sem er ekki alveg viðtekið. Sá hópur sem tekur við er svo fámennur, en í stærri samfélögum færðu nægilega stóran hóp til þess að það dugar þér til þess að fá rödd. Þannig finnur það sem er nýtt sér leið upp á yfirborðið til fólksins.“Kristbjörg segist aldrei hafa upplifað sig sem þekkta konu í íslensku samfélagi. Visir/EyþórBreyttir tímar í leikhúsinu Kristbjörg minnist þess að Guðmundur hafi einmitt stundum skrifað um leikritunina í leikskrárnar. „Þegar Forsetaefnin voru frumsýnd hér í tíð Guðlaugs, þá talaði hann um að það væri svo nálægt vísindum að skrifa leikrit. Að þetta væri rannsókn á hegðun og mannlegu eðli. Það fór fyrir brjóstið á mörgum því í þá tíð var mikil upphafning á hinum mikla skáldskap og stundum voru leikrit hreinlega dæmd út frá einni setningu. En Guðmundur hugsaði alltaf út frá heildinni, það var eðli rannsóknarinnar, að leitast við að segja eitthvað, en það féll ekki öllum í geð.“ Árið 1979 var Stundarfriður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og vinsældir verksins voru gríðarlegar. En Kristbjörg segir að þrátt fyrir vinsældirnar hafi ekki allir verið á einu máli. „Viðtökurnar voru vissulega góðar en sumir kvörtuðu undan því hversu hversdagslegur texti þetta væri, sem það vissulega er en það er meðvitað. Það liggur mikið undir og þar liggur styrkur þessa verks og það skýrir af hverju það náði til almennings. Fólk skynjaði líf sitt í þessu verki. Þetta verk snýst um sambandsleysið og að okkur vantar dýptina í okkar samfélag og að við þurfum að staldra við til þess að finna fyrir lífinu. Þetta er vissulega líka til staðar í Húsinu en áherslan er þar kannski meira á gildismatið og það talar ekki síður skýrt inn í okkar samtíma.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir Húsinu í þessari uppfærslu við Þjóðleikhúsið og Kristbjörg ber honum ákflega vel söguna. „Benedikt er hugrakkur leikstjóri og klár strákur. Hann hefur dýpt, greind, sýn og hjarta. Þetta er búið að ganga vel og fólk hefur verið afskaplega ánægt, jákvætt og yndislegt og mér finnst það svo gaman því ég átti ekki alltaf því láni að fagna þegar verið var æfa leikrit Guðmundar að allir væru svona jákvæðir.“ Kristbjörg játar að það hafi stundum verið erfitt að vinna í verkum Guðmundar á árum áður. „En ég var voða viðkvæm gagnvart þessu öllu saman. Tók þetta allt inn á mig af því að það var andstaða í sumum og það fannst mér erfitt án þess að ég vilji fara nánar út í þá sálma,“ segir Kristbjörg og brosir ljúflega.Visir/EyþórBara vinna En ferill Kristbjargar hefur ekki einvörðungu verið innan Þjóðleikhússins. Allt frá því að hún lék burðarhlutverk í 79 af stöðinni, hefur hún tekið þátt í vexti og þroska íslenskrar kvikmyndagerðar og haft gaman af. „79 af stöðinni var tekin árið sem ég gifti mig og þetta voru mikil viðbrigði frá því að standa á sviði að leika fyrir framan myndavélarnar. Mér fannst ég rétt vera að byrja að fatta hvað þetta var en þá var búið að taka myndina og ég mátti fara heim og gat ekki nýtt það sem ég var að fatta,“ segir Kristbjörg og hlær. „En ég hef fengið að leika í nokkrum myndum og sjónvarpi síðan og haft gaman af. Mér finnst svo gaman að leika í kvikmyndum. Þetta er alltaf sama fagið en samt aðeins öðruvísi. Þú mátt ekki stækka upp eins og í leikhúsinu, verður að vera aðeins nær raunveruleikanum.“ En hvað er það sem heillar við að leika í kvikmyndum? „Núna eftir að ég er orðin meira fullorðin þá felur það í sér minni áreynslu. Af því að maður lærir búta og búta og svo kemur þetta saman en ef maður er í sæmilega stóru hlutverki á sviði þá verður maður að halda dampi hvað sem tautar og raular og því fylgir mikið álag. Það má ekkert klikka. Ekki það að mér finnst aldurinn ekki há mér hið minnsta enda svo gæfusöm að vera við góða heilsu. Mér finnst þetta alltaf jafn gaman.“ Kristbjörg nýtur greinilega hverrar stundar, hvort sem er í leikhúsi eða í kvikmyndum, en hvernig skyldi hún hafa kunnað því að vera þjóðþekkt leikkona í áratugi? „Ég hef eiginlega aldrei pælt í því. Það er svona seinni árin sem mér finnst stundum að fólk taki eftir mér og það er allt í lagi. Ég læt bara sem ég sjái það ekki. En núna þegar ég er búin að vera í sjónvarpi þá er meira um að fólk komi til mín og það er þá helst til þess að þakka mér fyrir enda er fólk afskaplega elskulegt. Mér þykir vænt um það.“ En Kristbjörg hefur á þessum langa leikkonuferli aldrei upplifað sig sem þekkta konu í samfélaginu. „Nei aldrei nokkurn tíma. Never. Þetta er bara vinna.“„Við vorum ánægð og hamingjusöm hjón. Guðmundur var góður maður. Honum er best lýst þannig.” Segir Kristbjörg um hjónaband sitt og leikskáldsins Guðmundar Steinssonar.Þörfin fyrir að læra Það hefur efalítið gengið á ýmsu á löngum ferli og þá kemur líka óhjákvæmilega upp þessi hugsun um hversu löngum tíma hún hefur í raun varið í þessu húsi í þjónustu við leiklistina. „Það er bara líf mitt. Þetta er mitt líf því ég hef verið viðloðandi þetta hús frá því ég var liðlega tvítug. Allt þetta fólk sem ég hef kynnst og unnið með og ekki síst lært af á þessum árum. Engu að síður var það eiginlega til tilviljun að ég fór út í leiklistina. Ég var spennt fyrir þessu og átti vinkonu sem var að hvísla í áhugaleikfélagi í Hafnarfirði og orðaði það við hana að það væri nú gaman að vera með. Svo forfallaðist einhver leikkona og ég fékk að vera með en var nú bara fimmtán ára. Þarna hitti ég Flosa Ólafsson sem var þá kominn inn í leiklistarskólann og hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að sækja um. Ég var nú hálf feimin við það því mér fannst Þjóðleikhúsið svo hátt uppi að það hvarflaði ekki að mér en Flosi var nú á öðru máli. Ég var að vinna á skrifstofu á Hreyfli á Hlemmi þegar þetta var og Flosi kom stundum í heimsókn og í eitt skiptið kom hann og spurði ákveðinn: „Ertu búin að sækja um?“ Nei, ég var auðvitað ekkert búin að því og þá sagði hann: „Geturðu lánað mér símann?“ Svo hringdi hann í Ævar Kvaran þarna fyrir framan mig og sagði við hann: „Það er hérna stelpa sem vill endilega komast inn í leiklistarskólann, geturðu undirbúið hana undir inntökupróf?“ Þetta var bara svona. Þannig að ég fór og tók inntökupróf og komst inn og hef eiginlega verið hér síðan. Fór að leika á öðru ári í skólanum 1957 fyrir sextíu árum.“ Kristbjörg segist hafa notið þess láns að halda svo alltaf þessari sterku námsþörf sem hún fann fyrir í æsku. „Ekki síst vegna þess að mér fannst ég aldrei kunna neitt. Þannig að ég var alltaf að fara á námskeið og í ferðir til þess að sjá eitthvað nýtt en svo er þetta bara leit alla ævi. Það er afskaplega gaman að læra nýja hluti og ég hef enn þessa þörf sem betur fer. Annars væri þetta ekkert gaman og þessi þörf er minn drifkraftur. Mig langar rosalega mikið til þess að verða góð leikkona. Það hefur alltaf verið mín æðsta ósk.“ Nú er ekki annað hægt en að staldra við þar sem Kristbjörg hefur verið vægast sagt mjög góð leikkona í áratugi en hefur samt þessa sterku þörf fyrir að verða betri. „Já, en mig langar til þess að verða alveg frábær,“ segir Kristbjörg og skellihlær sínum bjarta hlátri og fer dálítið hjá sér. „Þegar maður verður vitni að góðri list þá er það dásamleg tilfinning. Þegar ég sé eitthvað gott í leikhúsinu þá hugsa ég – guð minn góður, þetta gæti ég aldrei. En þessi drifkraftur að skapa eitthvað fallegt er það sem heldur manni lifandi. Annars væri ekkert gaman að þessu.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Kristbjörg Kjeld leikkona tekur á móti mér inni á herbergi eitt í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur undirbúið sig fyrir leiksviðið og átt sitt athvarf í önn langra daga í ein sextíu ár. Það er þó hvorki að sjá né heyra á Kristbjörgu að hún eigi svo langan feril að baki enda sérdeilis ungleg, röddin björt og andinn ungur. Það er kyrrð og ró í gamla leikhúsinu við Hverfisgötuna svona á þriðjudagsmorgni en þó gætir eilítillar spennu í loftinu enda frumsýningarvika hjá Kristbjörgu og samverkafólki hennar.Ekki þannig maður Fyrir dyrum stendur frumsýning á Húsinu, áður ósýndu verki eftir Guðmund Steinsson, eiginmann Kristbjargar, sem féll frá fyrir rúmum tuttugu árum. En aðspurð um verkið segir Kristbjörg að sér þyki alltaf dálítið óþægilegt að tala um leikritin hans Guðmundur enda standi þau henni nærri. „Guðmundur fjallaði mikið um yfirborðsmennskuna í sínum verkum. Að við meinum ekki alltaf það sem við segjum. Hann er að benda okkur á mikilvægi nándar og einlægni gagnvart hvert öðru í okkar daglega lífi. Mikilvægi þess að staldra við og sinna því sem skiptir máli. En það sem ég hef lært af því að leika í verkum Guðmundar er fyrst og fremst þessi mikla nákvæmni. Maður þarf að vera svo nákvæmur með hans texta að það má engu skeika. Þetta er svo nákvæmlega byggt og það er svo mikil tónlist í þessu. Þannig að ef einhver fer ekki rétt með eða bregður út af, þá verður tónninn falskur.“ Húsið segir frá vel stæðum hjónum sem flytja inn í nýtt einbýlishús ásamt þremur sonum sínum. Þau njóta þess að sýna vinum nýja og glæsilega heimilið en brátt kemur í ljós að í húsinu ráða öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin eykst milli fjölskyldumeðlima, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist varnarlaust. Verkið er hlaðið áleitnum spurningum um samastað mannsins í nútímasamfélagi og þrátt fyrir að vera skrifað fyrir um fjörutíu árum á það erindi í dag. Kristbjörg segist muna ágætlega eftir þeim tíma þegar Guðmundur var að skrifa þetta verk. „Þetta var á þeim tíma þegar unga fólkið var að gera uppreisn gegn ríkjandi gildismati. Sýningin okkar hér er því í þessari períódu sextíu og átta kynslóðarinnar en hversu mikið hefur í raun breyst er svo umhugsunarefni.“ Það er líka umhugsunarefni af hverju Húsið hefur aldrei áður verið sett á leiksvið en Kristbjörg segir skýringuna í raun frekar einfalda. „Guðmundur átti frekar erfitt uppdráttar sem leikskáld. Hann skrifaði öðruvísi og það var meiri eftirspurn eftir natúralisma og það var ekki fyrir Guðmund. Hann var alltaf trúr sínum hugmyndum og sinni nálgun og elti aldrei það sem var í tísku hverju sinni. Það var einfaldlega ekki í hans eðli að elta eftirspurnina, hann hefði ekki getað það, því hann var ekki þannig maður.“Kristbjörg Kjeld og Guðmundur Steinsson á einu af fjölmörgum ferðalögum þeirra hjóna í gegnum tíðina.Sakna nándarinnar Það er mildur blær kærleika og söknuðar í rödd Kristbjargar þegar hún talar um Guðmund og tæpast hefur nokkur manneskja þekkt hann betur. Guðmundur og Kristbjörg giftu sig þegar hún var 27 ára, þá þegar búin að þekkjast í nokkur ár. „Við giftum okkur 1962 en Guðmundur féll frá 1996. Svona langur tími mótar lífið og mótar mann sem manneskju. Ég sakna Guðmundar á hverjum degi. Hef stundum sagt að mér finnist ég ekki hafa neinn að tala við eftir að hann fór. Maður saknar þessarar nándar við aðra manneskju og fyrir mig sem listakonu var þetta líka mikilvægt. Hann kenndi mér svo ótrúlega margt og við ræddum alltaf mikið um listina inni á heimilinu. Það varð ekki hjá því komist.“ Kristbjörg segir að þau Guðmundur hafi alla tíð ferðast mikið og að gaman og gleði hafi ríkt í hjónabandi þeirra. „Við vorum ánægð og hamingjusöm hjón. Guðmundur var góður maður. Honum er best lýst þannig. Hann var hlýr og yndislegur í alla staði. En á vissan hátt þá var hann líka frekar prívat persóna, þó svo hann hafi haft afskaplega gaman af því að koma innan um fólk og þá var hann skemmtilegur og fyndinn. Mér fannst reyndar þegar ég var í útlöndum með honum að þá hafi hann verið frjálsari. Hann var oft pínu meira þvingaður hérna heima í fámenninu, en í útlöndum blómstraði hann, talaði við hvern sem var og var heimsmaður.“ Fyrir þann sem er heimsmaður í eðli sínu og gengur aðeins á brattann í sinni listsköpun getur efalítið verið dálítið þrúgandi að búa við fámenni. Kristbjörg tekur undir að þetta geti verið tilfellið enda geti lítil samfélög eins og til að mynda leikhússamfélagið á Íslandi átt það til að vera dómhart. „Já, það er það sem er óþægilegt. Þetta er svo smátt í sniðum og í svona fámennu samfélagi er miklu erfiðara fyrir listamann að koma með eitthvað sem er ekki alveg viðtekið. Sá hópur sem tekur við er svo fámennur, en í stærri samfélögum færðu nægilega stóran hóp til þess að það dugar þér til þess að fá rödd. Þannig finnur það sem er nýtt sér leið upp á yfirborðið til fólksins.“Kristbjörg segist aldrei hafa upplifað sig sem þekkta konu í íslensku samfélagi. Visir/EyþórBreyttir tímar í leikhúsinu Kristbjörg minnist þess að Guðmundur hafi einmitt stundum skrifað um leikritunina í leikskrárnar. „Þegar Forsetaefnin voru frumsýnd hér í tíð Guðlaugs, þá talaði hann um að það væri svo nálægt vísindum að skrifa leikrit. Að þetta væri rannsókn á hegðun og mannlegu eðli. Það fór fyrir brjóstið á mörgum því í þá tíð var mikil upphafning á hinum mikla skáldskap og stundum voru leikrit hreinlega dæmd út frá einni setningu. En Guðmundur hugsaði alltaf út frá heildinni, það var eðli rannsóknarinnar, að leitast við að segja eitthvað, en það féll ekki öllum í geð.“ Árið 1979 var Stundarfriður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og vinsældir verksins voru gríðarlegar. En Kristbjörg segir að þrátt fyrir vinsældirnar hafi ekki allir verið á einu máli. „Viðtökurnar voru vissulega góðar en sumir kvörtuðu undan því hversu hversdagslegur texti þetta væri, sem það vissulega er en það er meðvitað. Það liggur mikið undir og þar liggur styrkur þessa verks og það skýrir af hverju það náði til almennings. Fólk skynjaði líf sitt í þessu verki. Þetta verk snýst um sambandsleysið og að okkur vantar dýptina í okkar samfélag og að við þurfum að staldra við til þess að finna fyrir lífinu. Þetta er vissulega líka til staðar í Húsinu en áherslan er þar kannski meira á gildismatið og það talar ekki síður skýrt inn í okkar samtíma.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir Húsinu í þessari uppfærslu við Þjóðleikhúsið og Kristbjörg ber honum ákflega vel söguna. „Benedikt er hugrakkur leikstjóri og klár strákur. Hann hefur dýpt, greind, sýn og hjarta. Þetta er búið að ganga vel og fólk hefur verið afskaplega ánægt, jákvætt og yndislegt og mér finnst það svo gaman því ég átti ekki alltaf því láni að fagna þegar verið var æfa leikrit Guðmundar að allir væru svona jákvæðir.“ Kristbjörg játar að það hafi stundum verið erfitt að vinna í verkum Guðmundar á árum áður. „En ég var voða viðkvæm gagnvart þessu öllu saman. Tók þetta allt inn á mig af því að það var andstaða í sumum og það fannst mér erfitt án þess að ég vilji fara nánar út í þá sálma,“ segir Kristbjörg og brosir ljúflega.Visir/EyþórBara vinna En ferill Kristbjargar hefur ekki einvörðungu verið innan Þjóðleikhússins. Allt frá því að hún lék burðarhlutverk í 79 af stöðinni, hefur hún tekið þátt í vexti og þroska íslenskrar kvikmyndagerðar og haft gaman af. „79 af stöðinni var tekin árið sem ég gifti mig og þetta voru mikil viðbrigði frá því að standa á sviði að leika fyrir framan myndavélarnar. Mér fannst ég rétt vera að byrja að fatta hvað þetta var en þá var búið að taka myndina og ég mátti fara heim og gat ekki nýtt það sem ég var að fatta,“ segir Kristbjörg og hlær. „En ég hef fengið að leika í nokkrum myndum og sjónvarpi síðan og haft gaman af. Mér finnst svo gaman að leika í kvikmyndum. Þetta er alltaf sama fagið en samt aðeins öðruvísi. Þú mátt ekki stækka upp eins og í leikhúsinu, verður að vera aðeins nær raunveruleikanum.“ En hvað er það sem heillar við að leika í kvikmyndum? „Núna eftir að ég er orðin meira fullorðin þá felur það í sér minni áreynslu. Af því að maður lærir búta og búta og svo kemur þetta saman en ef maður er í sæmilega stóru hlutverki á sviði þá verður maður að halda dampi hvað sem tautar og raular og því fylgir mikið álag. Það má ekkert klikka. Ekki það að mér finnst aldurinn ekki há mér hið minnsta enda svo gæfusöm að vera við góða heilsu. Mér finnst þetta alltaf jafn gaman.“ Kristbjörg nýtur greinilega hverrar stundar, hvort sem er í leikhúsi eða í kvikmyndum, en hvernig skyldi hún hafa kunnað því að vera þjóðþekkt leikkona í áratugi? „Ég hef eiginlega aldrei pælt í því. Það er svona seinni árin sem mér finnst stundum að fólk taki eftir mér og það er allt í lagi. Ég læt bara sem ég sjái það ekki. En núna þegar ég er búin að vera í sjónvarpi þá er meira um að fólk komi til mín og það er þá helst til þess að þakka mér fyrir enda er fólk afskaplega elskulegt. Mér þykir vænt um það.“ En Kristbjörg hefur á þessum langa leikkonuferli aldrei upplifað sig sem þekkta konu í samfélaginu. „Nei aldrei nokkurn tíma. Never. Þetta er bara vinna.“„Við vorum ánægð og hamingjusöm hjón. Guðmundur var góður maður. Honum er best lýst þannig.” Segir Kristbjörg um hjónaband sitt og leikskáldsins Guðmundar Steinssonar.Þörfin fyrir að læra Það hefur efalítið gengið á ýmsu á löngum ferli og þá kemur líka óhjákvæmilega upp þessi hugsun um hversu löngum tíma hún hefur í raun varið í þessu húsi í þjónustu við leiklistina. „Það er bara líf mitt. Þetta er mitt líf því ég hef verið viðloðandi þetta hús frá því ég var liðlega tvítug. Allt þetta fólk sem ég hef kynnst og unnið með og ekki síst lært af á þessum árum. Engu að síður var það eiginlega til tilviljun að ég fór út í leiklistina. Ég var spennt fyrir þessu og átti vinkonu sem var að hvísla í áhugaleikfélagi í Hafnarfirði og orðaði það við hana að það væri nú gaman að vera með. Svo forfallaðist einhver leikkona og ég fékk að vera með en var nú bara fimmtán ára. Þarna hitti ég Flosa Ólafsson sem var þá kominn inn í leiklistarskólann og hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að sækja um. Ég var nú hálf feimin við það því mér fannst Þjóðleikhúsið svo hátt uppi að það hvarflaði ekki að mér en Flosi var nú á öðru máli. Ég var að vinna á skrifstofu á Hreyfli á Hlemmi þegar þetta var og Flosi kom stundum í heimsókn og í eitt skiptið kom hann og spurði ákveðinn: „Ertu búin að sækja um?“ Nei, ég var auðvitað ekkert búin að því og þá sagði hann: „Geturðu lánað mér símann?“ Svo hringdi hann í Ævar Kvaran þarna fyrir framan mig og sagði við hann: „Það er hérna stelpa sem vill endilega komast inn í leiklistarskólann, geturðu undirbúið hana undir inntökupróf?“ Þetta var bara svona. Þannig að ég fór og tók inntökupróf og komst inn og hef eiginlega verið hér síðan. Fór að leika á öðru ári í skólanum 1957 fyrir sextíu árum.“ Kristbjörg segist hafa notið þess láns að halda svo alltaf þessari sterku námsþörf sem hún fann fyrir í æsku. „Ekki síst vegna þess að mér fannst ég aldrei kunna neitt. Þannig að ég var alltaf að fara á námskeið og í ferðir til þess að sjá eitthvað nýtt en svo er þetta bara leit alla ævi. Það er afskaplega gaman að læra nýja hluti og ég hef enn þessa þörf sem betur fer. Annars væri þetta ekkert gaman og þessi þörf er minn drifkraftur. Mig langar rosalega mikið til þess að verða góð leikkona. Það hefur alltaf verið mín æðsta ósk.“ Nú er ekki annað hægt en að staldra við þar sem Kristbjörg hefur verið vægast sagt mjög góð leikkona í áratugi en hefur samt þessa sterku þörf fyrir að verða betri. „Já, en mig langar til þess að verða alveg frábær,“ segir Kristbjörg og skellihlær sínum bjarta hlátri og fer dálítið hjá sér. „Þegar maður verður vitni að góðri list þá er það dásamleg tilfinning. Þegar ég sé eitthvað gott í leikhúsinu þá hugsa ég – guð minn góður, þetta gæti ég aldrei. En þessi drifkraftur að skapa eitthvað fallegt er það sem heldur manni lifandi. Annars væri ekkert gaman að þessu.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira