Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 19:00 Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira