Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2017 06:00 Frank Brosens verður sjálfur á meðal hluthafa í sjóðnum sem kaupir 9,99% hlut í Arion banka. nordicphotos/getty Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. „Við erum að horfa á þessi kaup sem fjárfestingu til meðallangs eða langs tíma,“ sagði Brosens í einkaviðtali við Fréttablaðið síðastliðinn föstudag, en vill aðspurður ekki nefna einhvern tiltekinn árafjölda í því samhengi. Eftir að Fréttablaðið greindi fyrst frá því 22. febrúar að bandarískir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðir sem eru jafnframt stærstu kröfuhafar Kaupþings, væru að ganga frá kaupum á stórum hlut í Arion banka hafa ýmsir gagnrýnt að þeim verði heimilað að gerast eigendur að viðskiptabanka. Spurður hvernig hann svari þeim sem benda á að vogunarsjóðir séu almennt ekki taldir æskilegir eigendur banka segir Brosens að þetta sé „nokkuð sem við erum vel meðvitaðir um og höfum orðið varir við slíka umfjöllun í fjölmiðlum. Það er hins vegar ekki hægt að setja alla vogunarsjóði undir sama hatt og sumir sjóðir eru uppbyggilegri en aðrir í fjárfestingum sínum. Við höfum reynt að leika slíkt hlutverk í þessu ferli, ekki síst gagnvart stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum, svo að þessi kaup næðu fram að ganga. Ég skil þessar efasemdir gagnvart eignarhaldi vogunarsjóða á bönkum en held að það sé mikilvægt að gera greinarmun á sjóðunum og fyrir hvað þeir standa.“ Brosens upplýsir að hann verði sjálfur á meðal þeirra sem standa að baki sjóðnum sem kaupir í Arion banka. „Endanlegir eigendur sjóðsins samanstanda að mestu af fagfjárfestum, einkum lífeyrissjóðum og styrktarsjóðum háskóla, en einnig fjársterkum einstaklingum. Þá hef ég, sem stofnandi Taconic Capital, komið að mörgum fjárfestingum sjóðsins og það mun sömuleiðis eiga við um kaupin í Arion banka.“Tekur stöðu með krónunni Brosens segir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Taconic Capital fjárfesti í bönkum. Þannig hafi sjóðurinn verið umsvifamikill við að leggja ýmsum aðþrengdum bandarískum fjármálastofnunum til aukið eigið fé í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2008. Sjóðurinn hafi síðan hægt og bítandi selt þá eignarhluti en eigi hins vegar enn hlut í einum litlum bandarískum banka – næstum átta árum eftir að hafa fyrst fjárfest í honum. Aðspurður af hverju sjö milljarða Bandaríkjadala vogunarsjóður á Wall Street sé að fjárfesta í viðskiptabanka á Íslandi bendir hann á sterka stöðu hagkerfisins. „Við erum búnir að standa að fjárfestingum á Íslandi frá árinu 2012 þegar sjóðurinn hóf að kaupa kröfur á gömlu bankanna, einkum Kaupþings. Þá höfum við einnig nýlega verið að kaupa skráð verðbréf. Á þessum tíma höfum við orðið vitni að ótrúlegum viðsnúningi í íslensku efnahagslífi. Þegar þú lítur á tölur um hagvöxt, mikinn viðskiptaafgang, ört vaxandi gjaldeyrisforða og litlar skuldir ríkisins þá er efnahagsstaða Íslands á pari við það sem best gerist hjá nokkru öðru ríki í heiminum. Efnahagsumhverfið er því mjög gott og núna þegar Ísland er að brjótast út úr höftum virðist það ætla að vaxa jafnvel hraðar en við bjuggumst við.“ Hann sé því þeirrar skoðunar, með hliðsjón af styrkleika hagkerfisins, að gengi krónunnar haldist sterkt og sjóðurinn vilji því fjárfesta í henni. „Við viljum hins vegar ekki vera algjörlega varnarlausir gagnvart miklum gengissveiflum og því höfum við gert skiptasamninga til að verja fjárfestingu okkar í bankanum að hluta fyrir gengisþróun krónunnar,“ segir Brosens.Gætu átt virkan eignarhlut Spurður hvort sjóðurinn ætli sér að vera virkur eigandi í Arion banka segir Brosens að hann vilji vera „uppbyggilegur hluthafi“. „Við reynum að hjálpa til þar sem við getum og veita ráðgjöf á þeim sviðum þar sem sjóðurinn getur helst komið að gagni. Við ætlum okkur sannarlega ekki að vera afskiptasamur eigandi en að því marki sem sjóðurinn getur, einkum í ljósi þekkingar og reynslu okkar á fjármálamörkuðum, þá munum við veita bankanum alla þá aðstoð sem hann þarf á að halda.“ Brosens vill ekkert tjá sig um hvort hann sjái fyrir sér að einhver hluti starfseminnar sem heyrir undir Arion banka verði mögulega seldur eða að ráðist verði í frekari hagfræðingaraðgerðir með fækkun starfsfólks. „Þetta verður ekki undir okkur komið heldur stjórnendateymi bankans enda þótt við séum vissulega reiðubúnir að koma með okkar skoðun ef þess þarf.“ Taconic Capital hefur kauprétt síðar á árinu á stærri hlut í bankanum sem þýðir að hann gæti þá eignast meira en 10 prósenta hlut og þar með þurft að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Brosens segir að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Hann vill aðspurður lítið segja til um hvort hann telji æskilegt að fá einnig stóra innlenda fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóðina í hluthafahóp Arion banka en Kaupþing hefur átt í viðræðum við sjóðina um möguleg kaup á stórum hlut í bankanum. „Ég veit ekki hvernig þær viðræður standa en við myndum sannarlega fagna því að fá fleiri fjárfesta að bankanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. „Við erum að horfa á þessi kaup sem fjárfestingu til meðallangs eða langs tíma,“ sagði Brosens í einkaviðtali við Fréttablaðið síðastliðinn föstudag, en vill aðspurður ekki nefna einhvern tiltekinn árafjölda í því samhengi. Eftir að Fréttablaðið greindi fyrst frá því 22. febrúar að bandarískir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðir sem eru jafnframt stærstu kröfuhafar Kaupþings, væru að ganga frá kaupum á stórum hlut í Arion banka hafa ýmsir gagnrýnt að þeim verði heimilað að gerast eigendur að viðskiptabanka. Spurður hvernig hann svari þeim sem benda á að vogunarsjóðir séu almennt ekki taldir æskilegir eigendur banka segir Brosens að þetta sé „nokkuð sem við erum vel meðvitaðir um og höfum orðið varir við slíka umfjöllun í fjölmiðlum. Það er hins vegar ekki hægt að setja alla vogunarsjóði undir sama hatt og sumir sjóðir eru uppbyggilegri en aðrir í fjárfestingum sínum. Við höfum reynt að leika slíkt hlutverk í þessu ferli, ekki síst gagnvart stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum, svo að þessi kaup næðu fram að ganga. Ég skil þessar efasemdir gagnvart eignarhaldi vogunarsjóða á bönkum en held að það sé mikilvægt að gera greinarmun á sjóðunum og fyrir hvað þeir standa.“ Brosens upplýsir að hann verði sjálfur á meðal þeirra sem standa að baki sjóðnum sem kaupir í Arion banka. „Endanlegir eigendur sjóðsins samanstanda að mestu af fagfjárfestum, einkum lífeyrissjóðum og styrktarsjóðum háskóla, en einnig fjársterkum einstaklingum. Þá hef ég, sem stofnandi Taconic Capital, komið að mörgum fjárfestingum sjóðsins og það mun sömuleiðis eiga við um kaupin í Arion banka.“Tekur stöðu með krónunni Brosens segir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Taconic Capital fjárfesti í bönkum. Þannig hafi sjóðurinn verið umsvifamikill við að leggja ýmsum aðþrengdum bandarískum fjármálastofnunum til aukið eigið fé í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2008. Sjóðurinn hafi síðan hægt og bítandi selt þá eignarhluti en eigi hins vegar enn hlut í einum litlum bandarískum banka – næstum átta árum eftir að hafa fyrst fjárfest í honum. Aðspurður af hverju sjö milljarða Bandaríkjadala vogunarsjóður á Wall Street sé að fjárfesta í viðskiptabanka á Íslandi bendir hann á sterka stöðu hagkerfisins. „Við erum búnir að standa að fjárfestingum á Íslandi frá árinu 2012 þegar sjóðurinn hóf að kaupa kröfur á gömlu bankanna, einkum Kaupþings. Þá höfum við einnig nýlega verið að kaupa skráð verðbréf. Á þessum tíma höfum við orðið vitni að ótrúlegum viðsnúningi í íslensku efnahagslífi. Þegar þú lítur á tölur um hagvöxt, mikinn viðskiptaafgang, ört vaxandi gjaldeyrisforða og litlar skuldir ríkisins þá er efnahagsstaða Íslands á pari við það sem best gerist hjá nokkru öðru ríki í heiminum. Efnahagsumhverfið er því mjög gott og núna þegar Ísland er að brjótast út úr höftum virðist það ætla að vaxa jafnvel hraðar en við bjuggumst við.“ Hann sé því þeirrar skoðunar, með hliðsjón af styrkleika hagkerfisins, að gengi krónunnar haldist sterkt og sjóðurinn vilji því fjárfesta í henni. „Við viljum hins vegar ekki vera algjörlega varnarlausir gagnvart miklum gengissveiflum og því höfum við gert skiptasamninga til að verja fjárfestingu okkar í bankanum að hluta fyrir gengisþróun krónunnar,“ segir Brosens.Gætu átt virkan eignarhlut Spurður hvort sjóðurinn ætli sér að vera virkur eigandi í Arion banka segir Brosens að hann vilji vera „uppbyggilegur hluthafi“. „Við reynum að hjálpa til þar sem við getum og veita ráðgjöf á þeim sviðum þar sem sjóðurinn getur helst komið að gagni. Við ætlum okkur sannarlega ekki að vera afskiptasamur eigandi en að því marki sem sjóðurinn getur, einkum í ljósi þekkingar og reynslu okkar á fjármálamörkuðum, þá munum við veita bankanum alla þá aðstoð sem hann þarf á að halda.“ Brosens vill ekkert tjá sig um hvort hann sjái fyrir sér að einhver hluti starfseminnar sem heyrir undir Arion banka verði mögulega seldur eða að ráðist verði í frekari hagfræðingaraðgerðir með fækkun starfsfólks. „Þetta verður ekki undir okkur komið heldur stjórnendateymi bankans enda þótt við séum vissulega reiðubúnir að koma með okkar skoðun ef þess þarf.“ Taconic Capital hefur kauprétt síðar á árinu á stærri hlut í bankanum sem þýðir að hann gæti þá eignast meira en 10 prósenta hlut og þar með þurft að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Brosens segir að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Hann vill aðspurður lítið segja til um hvort hann telji æskilegt að fá einnig stóra innlenda fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóðina í hluthafahóp Arion banka en Kaupþing hefur átt í viðræðum við sjóðina um möguleg kaup á stórum hlut í bankanum. „Ég veit ekki hvernig þær viðræður standa en við myndum sannarlega fagna því að fá fleiri fjárfesta að bankanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira