Anton: Það væri risastórt að komast í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:30 Anton Rúnarsson og félagar hans í karlaliði Vals eiga möguleika á því að komast í undanúrslit í Evrópukeppninni annað kvöld þegar Hlíðarendapiltar taka á móti serbneska liðinu HC Sloga Pozega. Valsmenn eru í góðum málum eftir þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri leiknum í Serbíu. Þeir mega því tapa með tveggja marka mun. Í boði er sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Guðjón Guðmundsson hitti Anton og ræddi við hann um leikinn á morgun. Innslagið birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þeir eiga eftir að gefa allt í þetta enda með hörkulið. Þetta var jafn leikur þarna úti þannig að við búumst við virkilega erfiðum leik,“ sagði Anton Rúnarsson í viðtalinu við Gaupa. Hvar eru Serbarnir sterkastir? „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og spila sterkan varnarleik. Þeir eru líka lunknir í sókninni þannig að við þurfum eiga jafnvel betri leik heldur en úti til að stoppa þá,“ sagði Anton. „Við höfum lent í smá erfiðleiknum eftir bikarúrslitin vegna meiðsla og menn hafa verið hafa að detta svolítið út og svoleiðis. Ég hef samt engar áhyggjur að menn séu ekki klárir á morgun,“ sagði Anton. „Við erum búnir að fara út þrisvar eða fjórum sinnum, þetta getur okkur mikla reynslu og hjálpaði okkur rosalega mikið á bikarúrslitahelginni. Þetta eru öðruvísi lið og leikmenn. Þetta er líka mjög gott fyrir klúbbinn,“ sagði Anton en Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum og það annað árið í röð. „Það væri risastórt að komast í undanúrslitin og það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna biðla ég til áhugamanna um handbolta að mæta og styðja okkur á morgun hvort sem þú sért Valsari eða ekki. Við þurfum að fylla Valshöllina og sigra þetta lið,“ sagði Anton. Það er hægt að hlusta á allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Anton Rúnarsson og félagar hans í karlaliði Vals eiga möguleika á því að komast í undanúrslit í Evrópukeppninni annað kvöld þegar Hlíðarendapiltar taka á móti serbneska liðinu HC Sloga Pozega. Valsmenn eru í góðum málum eftir þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri leiknum í Serbíu. Þeir mega því tapa með tveggja marka mun. Í boði er sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Guðjón Guðmundsson hitti Anton og ræddi við hann um leikinn á morgun. Innslagið birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þeir eiga eftir að gefa allt í þetta enda með hörkulið. Þetta var jafn leikur þarna úti þannig að við búumst við virkilega erfiðum leik,“ sagði Anton Rúnarsson í viðtalinu við Gaupa. Hvar eru Serbarnir sterkastir? „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og spila sterkan varnarleik. Þeir eru líka lunknir í sókninni þannig að við þurfum eiga jafnvel betri leik heldur en úti til að stoppa þá,“ sagði Anton. „Við höfum lent í smá erfiðleiknum eftir bikarúrslitin vegna meiðsla og menn hafa verið hafa að detta svolítið út og svoleiðis. Ég hef samt engar áhyggjur að menn séu ekki klárir á morgun,“ sagði Anton. „Við erum búnir að fara út þrisvar eða fjórum sinnum, þetta getur okkur mikla reynslu og hjálpaði okkur rosalega mikið á bikarúrslitahelginni. Þetta eru öðruvísi lið og leikmenn. Þetta er líka mjög gott fyrir klúbbinn,“ sagði Anton en Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum og það annað árið í röð. „Það væri risastórt að komast í undanúrslitin og það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna biðla ég til áhugamanna um handbolta að mæta og styðja okkur á morgun hvort sem þú sért Valsari eða ekki. Við þurfum að fylla Valshöllina og sigra þetta lið,“ sagði Anton. Það er hægt að hlusta á allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira