Heyrðu Dagur... Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 „Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun
„Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“