Sigurður A. Magnússon er látinn Anton Egilsson skrifar 3. apríl 2017 18:52 Sigurður A. Magnússon Vísir Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira