Hvað er Met Gala? Ritstjórn skrifar 27. apríl 2017 17:45 Senuþjófurinn Rihanna mætir á hverju ári Glamour/Getty Á hverju ári taka stærstu stjörnurnar og færustu hönnuðir heims frá fyrsta mánudaginn í maí. Á þessum degi, ár hvert, fer fram Met Gala á Metropolitan Museum of Art safninu í New York. Kvöldið hefur einnig verið kallað Costume Institute Gala. Kvöldið markar opnun á Costume Institute sýningu á safninu sem snýst um tísku. Ár hvert fer þema Met Gala eftir hvaða sýningu er verið að opna. Í fyrra var þemað Manus x Machina sem snérist um tísku á tækniöld. Árið á undan því snérist þemað í kringum kínverska tísku en þá var sett upp sýningin China: Through the looking glass. Ætlast er til þess að gestir Met Gala klæði sig upp í sitt fínasta púss með þema kvöldsins í huga. En hvert er þemað í ár?Rei Kawakubo, stofnandi Commes Des GarconsMynd/GettyÞetta árið verður japanski hönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði Commes des Garcons. Sýningin í ár mun bera heitið 'Rei Kawakubo/Comme des Garçons: Art of the In-Between'. Á sýningunni verða yfir 150 flíkur eftir Rei til sýnis sem hafa verið hannaðar allt frá 1980. Það merkilega við valið á Rei er að hún er aðeins annar hönnuðurinn í sögu Met Gala sem er heiðruð á meðan hún er á lífi. Sá fyrsti sem hlaut þann heiður var enginn annar en Yves Saint Laurent árið 1983. Oft er sagt að Met Gala sé eins og Óskar tískuheimsins. Það er óhætt að fullyrða að rauði dregillinn þar sé sá allra flottasti ár hvert enda er engu til sparað. Þegar stjörnurnar mæta á svæðið labba þær upp hinar sögufrægu tröppur á Metropolitan safninu þar sem ljósmyndarar taka á móti þeim. Í gegnum tíðina hafa nokkrir af eftirminnilegustu kjólum sögunnar litið dagsins ljós á Met Gala, líkt og guli kjóllinn sem Rihanna klæddist árið 2015 eftir Guo Pei sem og latex kjóllinn sem Beyonce klæddist í fyrra frá Givenchy. Það verður því spennandi að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast fyrir þema þessa árs næsta mánudag. Glamour mun að sjálfsögðu vera með upphitun fyrir kvöldið um helgina sem og fylgjast með rauða dreglinum í beinni þann 1.maí. Beyonce mætti í þessum eftirminnilega Givenchy kjól fyrir ári síðan.Mynd/Getty Mest lesið Helgarförðunin er svört og hvít Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Bella Hadid datt á tískupallinum hjá Michael Kors Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Gróf götutíska í Georgíu Glamour Kendall og Gigi óþekkjanlegar í nýjasta tölublaði W Magazine Glamour Mætti í Gucci beint af tískupallinum Glamour J.Lo og Drake sáust kyssast í veislu Glamour Þetta er aðalflík haustsins Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour
Á hverju ári taka stærstu stjörnurnar og færustu hönnuðir heims frá fyrsta mánudaginn í maí. Á þessum degi, ár hvert, fer fram Met Gala á Metropolitan Museum of Art safninu í New York. Kvöldið hefur einnig verið kallað Costume Institute Gala. Kvöldið markar opnun á Costume Institute sýningu á safninu sem snýst um tísku. Ár hvert fer þema Met Gala eftir hvaða sýningu er verið að opna. Í fyrra var þemað Manus x Machina sem snérist um tísku á tækniöld. Árið á undan því snérist þemað í kringum kínverska tísku en þá var sett upp sýningin China: Through the looking glass. Ætlast er til þess að gestir Met Gala klæði sig upp í sitt fínasta púss með þema kvöldsins í huga. En hvert er þemað í ár?Rei Kawakubo, stofnandi Commes Des GarconsMynd/GettyÞetta árið verður japanski hönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði Commes des Garcons. Sýningin í ár mun bera heitið 'Rei Kawakubo/Comme des Garçons: Art of the In-Between'. Á sýningunni verða yfir 150 flíkur eftir Rei til sýnis sem hafa verið hannaðar allt frá 1980. Það merkilega við valið á Rei er að hún er aðeins annar hönnuðurinn í sögu Met Gala sem er heiðruð á meðan hún er á lífi. Sá fyrsti sem hlaut þann heiður var enginn annar en Yves Saint Laurent árið 1983. Oft er sagt að Met Gala sé eins og Óskar tískuheimsins. Það er óhætt að fullyrða að rauði dregillinn þar sé sá allra flottasti ár hvert enda er engu til sparað. Þegar stjörnurnar mæta á svæðið labba þær upp hinar sögufrægu tröppur á Metropolitan safninu þar sem ljósmyndarar taka á móti þeim. Í gegnum tíðina hafa nokkrir af eftirminnilegustu kjólum sögunnar litið dagsins ljós á Met Gala, líkt og guli kjóllinn sem Rihanna klæddist árið 2015 eftir Guo Pei sem og latex kjóllinn sem Beyonce klæddist í fyrra frá Givenchy. Það verður því spennandi að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast fyrir þema þessa árs næsta mánudag. Glamour mun að sjálfsögðu vera með upphitun fyrir kvöldið um helgina sem og fylgjast með rauða dreglinum í beinni þann 1.maí. Beyonce mætti í þessum eftirminnilega Givenchy kjól fyrir ári síðan.Mynd/Getty
Mest lesið Helgarförðunin er svört og hvít Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Bella Hadid datt á tískupallinum hjá Michael Kors Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Gróf götutíska í Georgíu Glamour Kendall og Gigi óþekkjanlegar í nýjasta tölublaði W Magazine Glamour Mætti í Gucci beint af tískupallinum Glamour J.Lo og Drake sáust kyssast í veislu Glamour Þetta er aðalflík haustsins Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour