Thelma Dís: Ómetanlegt að vera með mömmu á bekknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 09:45 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana í gær. vísir/óskaró „Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47
Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04