HK einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 18:57 HK-ingar fagna eftir lokastigið. mynd/Þorsteinn G. Guðnason HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig. Aðrar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira