Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 09:50 Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn. Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári. Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári.
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið