Bílar sem þola yfir 300.000 km akstur Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 08:57 Eigendur Ford Expedition aka honum gjarna yfir 320.000 kílómetra. Það eru alls ekki allir bílar sem þola það að vera ekið 300.000 kílómetra og fæstir bílar ná þeirri tölu áður en þeir enda lífdaga sína. Vestur í Bandaríkjunum býr iSeeCars.com yfir lista með yfir 30 milljón notaða bíla og með því að skoða þá þeirra sem náð hafa 200.000 mílna (320.000 km) akstri og fjölda þeirra í umferð má sjá hvaða 14 bílgerðir eru líklegastar til að ná svo miklum akstri. Þar sést að efstur á listanum trónir Ford Expedition, en 5,7% þeirra Expedition bíla sem enn eru á götunum í Bandaríkjunum hafa náð 200.000 mílna akstri. Næstur þar á eftir kemur Toyota Sequoia jeppinn, en 5,6% þeirra hafa náð þessari tölu. Af efstu 14 bílgerðunum eru 8 bandarískir jeppar og pallbílar, 4 bílar frá Toyota og 2 frá Honda. Enginn evrópskur bíll nær inná þennan lista og enginn þessara efstu 14 bíla teljast í lúxusbílaflokki. Það er því ekki endilega svo sterk tengsl milli kaupverðs og endingartíma og styrks. Listi efstu 14 bílanna lítur annars svona út:Ford Expedition 5,7%Toyota Sequoia 5,6%Chevrolet Suburban 4,8%Toyota 4Runner 4,7%GMC Yukon XL 4,2%Chevrolet Tahoe 3,5%GMC Yukon 3,0%Toyota Avalon 2,6%Toyota Tacoma 2,5%Honda Accord 2,3%Honda Odyssey 2,3%Chevrolet Silverado 2,2%Ford F-150 2,1%GMC Sierra 2,0% Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent
Það eru alls ekki allir bílar sem þola það að vera ekið 300.000 kílómetra og fæstir bílar ná þeirri tölu áður en þeir enda lífdaga sína. Vestur í Bandaríkjunum býr iSeeCars.com yfir lista með yfir 30 milljón notaða bíla og með því að skoða þá þeirra sem náð hafa 200.000 mílna (320.000 km) akstri og fjölda þeirra í umferð má sjá hvaða 14 bílgerðir eru líklegastar til að ná svo miklum akstri. Þar sést að efstur á listanum trónir Ford Expedition, en 5,7% þeirra Expedition bíla sem enn eru á götunum í Bandaríkjunum hafa náð 200.000 mílna akstri. Næstur þar á eftir kemur Toyota Sequoia jeppinn, en 5,6% þeirra hafa náð þessari tölu. Af efstu 14 bílgerðunum eru 8 bandarískir jeppar og pallbílar, 4 bílar frá Toyota og 2 frá Honda. Enginn evrópskur bíll nær inná þennan lista og enginn þessara efstu 14 bíla teljast í lúxusbílaflokki. Það er því ekki endilega svo sterk tengsl milli kaupverðs og endingartíma og styrks. Listi efstu 14 bílanna lítur annars svona út:Ford Expedition 5,7%Toyota Sequoia 5,6%Chevrolet Suburban 4,8%Toyota 4Runner 4,7%GMC Yukon XL 4,2%Chevrolet Tahoe 3,5%GMC Yukon 3,0%Toyota Avalon 2,6%Toyota Tacoma 2,5%Honda Accord 2,3%Honda Odyssey 2,3%Chevrolet Silverado 2,2%Ford F-150 2,1%GMC Sierra 2,0%
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent