Fara VW bjallan og Scirocco undir hnífinn? Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2017 09:57 Er brátt komið að endalokum bjöllunnar. Tvær bílgerðir Volkswagen eru nú líklegar til að hverfa úr framleiðslu þessa stærsta bílaframleiðanda heims. Það eru gerðirnar Beetle og Scirocco sem seljast í svo litlu magni að ólíklegt er að Volkswagen þrói nýjar kynslóðir þessara bíla. Yrðu þá núverandi kynslóðir bílanna látnar renna sitt skeið en svo ekki söguna meir. Þrátt fyrir að bæði bjallan og Scirocco bílarnir þyki aðlaðandi og sérstakir bílar í útliti mun það líklega ekki geta bjargað lífi þeirra til lengdar þar sem dýr þróun nýrra kynslóða verður að borga sig upp með góðri sölu. Það hjálpar ekki til varðandi framhaldlíf þessara bílgerða að Volkswagen hefur þurft að glíma við mikinn kostnað vegna dísilvélasvindlsins og öll sú starfsemi sem ekki borgar sig fer undir hnífinn. Sem dæmi um dræma sölu bjöllunnar seldust innan við 15.000 eintök í Bandaríkjunum allt árið í fyrra og fyrstu 4 mánuði þessa árs eru eintökin aðeins ríflega 5.000.Volkswagen Scirocco Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent
Tvær bílgerðir Volkswagen eru nú líklegar til að hverfa úr framleiðslu þessa stærsta bílaframleiðanda heims. Það eru gerðirnar Beetle og Scirocco sem seljast í svo litlu magni að ólíklegt er að Volkswagen þrói nýjar kynslóðir þessara bíla. Yrðu þá núverandi kynslóðir bílanna látnar renna sitt skeið en svo ekki söguna meir. Þrátt fyrir að bæði bjallan og Scirocco bílarnir þyki aðlaðandi og sérstakir bílar í útliti mun það líklega ekki geta bjargað lífi þeirra til lengdar þar sem dýr þróun nýrra kynslóða verður að borga sig upp með góðri sölu. Það hjálpar ekki til varðandi framhaldlíf þessara bílgerða að Volkswagen hefur þurft að glíma við mikinn kostnað vegna dísilvélasvindlsins og öll sú starfsemi sem ekki borgar sig fer undir hnífinn. Sem dæmi um dræma sölu bjöllunnar seldust innan við 15.000 eintök í Bandaríkjunum allt árið í fyrra og fyrstu 4 mánuði þessa árs eru eintökin aðeins ríflega 5.000.Volkswagen Scirocco
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent