Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Svavar Hávarðsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra „Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður. Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira