Raikkonen: Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2017 23:30 Sebastian Vettel var afar ánægður með stigin 25. Vísir/Getty Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta var afar erfið keppni, ég ætlaði að reyna að stela þessu í ræsingunni en það gekk ekki. Allt í einu fóru dekkin að virka betur og ég gat notað þau til að stela forystunni af Kimi. Við gátum sem lið stungið aðeins af og það gátum við gert. Ég kom sjálfum mér á óvart í dag að hafa getað náð forystunni,“ sagði Vettel eftir keppnina. „Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður, en er þó enn annað sæti. Ég hefði viljað ná meira út úr deginum,“ sagði Raikkonen eftir keppnina. „Ég er glaðari í dag en ég var í gær. Við hefðum geta gert betur í gær en ég náði að vinna vel úr stöðunni í dag með því að stela þriðja sætinu í gegnum þjónustuhléin,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum. „Við urðum að nýta það að Mercedes var í vandræðum. Við stóðum okkur afar vel og það er rétt að þakka öllum fyrir frábæra helgi,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Við erum nokkuð ánægð með þriðja sætið í dag. Við klúðruðum tímatökunni aðeins í gær og ef við hefðum geta gert meira þar þá hefðum við geta keppt við Ferrari. Verstappen var vissulega aðeins blóðheitur í talstöðinni en það er eðlilegt í Mónakó, það er mikið undir. Við munum setjast niður með honum og útskýra fyrir Max hvernig við háttuðum hlutunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Max Verstappen var ekki sáttur við að missa Ricciardo fram úr sér í gegnum þjónustuhléin.Daniel Ricciardon varð þriðji og býsna sáttur við það.Vísir/Getty„Við gerðum okkur ekki vonir um meira en tíunda sæti í dag. Ég naut keppninnar ekkert sérstaklega nema þegar ég var með auða braut fyrir framan mig um miðbik keppninnar. Það var erfitt að aka bílnum í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð sjöundi í dag. „Okkur tókst aldrei að halda dekkjunum í skefjum. Þau virkuðu eina stundina og svo alls ekki þá næstu. Við klúðruðum uppsetningunni strax á fimmtudag og okkur tókst ekki að bjarga helginni. Við þurfum að skilja dekkin betri,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Hann telur að skilningur á dekkjunum þurfi að aukast innan liðsins. „Ég rak hausinn í varnarvegginn og þarf því að fara aftur í athuganir í næstu viku. Ég vona að þetta vekji ekki upp meiðslin sem ég var að glíma við í upphafi timabils. Þetta var kjánaleg tilraun hjá Jenson,“ sagði Pascal Wehrlein sem velti Sauber bílnum. „Hann sá mig ekki koma, það er erfitt að sjá aftur fyrir sig í þessum bílum. Ég var glaður að sjá að það var í lagi með hann. Það eru framfarir innan liðsins hjá McLaren. Auðvitað skiptir mestu að Pascal er í lagi,“ sagði Jenson Button sem olli veltu Wehrlein. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56 Sebastian Vettel vann í Mónakó Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 28. maí 2017 13:44 Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. maí 2017 22:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta var afar erfið keppni, ég ætlaði að reyna að stela þessu í ræsingunni en það gekk ekki. Allt í einu fóru dekkin að virka betur og ég gat notað þau til að stela forystunni af Kimi. Við gátum sem lið stungið aðeins af og það gátum við gert. Ég kom sjálfum mér á óvart í dag að hafa getað náð forystunni,“ sagði Vettel eftir keppnina. „Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður, en er þó enn annað sæti. Ég hefði viljað ná meira út úr deginum,“ sagði Raikkonen eftir keppnina. „Ég er glaðari í dag en ég var í gær. Við hefðum geta gert betur í gær en ég náði að vinna vel úr stöðunni í dag með því að stela þriðja sætinu í gegnum þjónustuhléin,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum. „Við urðum að nýta það að Mercedes var í vandræðum. Við stóðum okkur afar vel og það er rétt að þakka öllum fyrir frábæra helgi,“ sagði Jock Clear, verkfræðingur Ferrari liðsins. „Við erum nokkuð ánægð með þriðja sætið í dag. Við klúðruðum tímatökunni aðeins í gær og ef við hefðum geta gert meira þar þá hefðum við geta keppt við Ferrari. Verstappen var vissulega aðeins blóðheitur í talstöðinni en það er eðlilegt í Mónakó, það er mikið undir. Við munum setjast niður með honum og útskýra fyrir Max hvernig við háttuðum hlutunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Max Verstappen var ekki sáttur við að missa Ricciardo fram úr sér í gegnum þjónustuhléin.Daniel Ricciardon varð þriðji og býsna sáttur við það.Vísir/Getty„Við gerðum okkur ekki vonir um meira en tíunda sæti í dag. Ég naut keppninnar ekkert sérstaklega nema þegar ég var með auða braut fyrir framan mig um miðbik keppninnar. Það var erfitt að aka bílnum í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð sjöundi í dag. „Okkur tókst aldrei að halda dekkjunum í skefjum. Þau virkuðu eina stundina og svo alls ekki þá næstu. Við klúðruðum uppsetningunni strax á fimmtudag og okkur tókst ekki að bjarga helginni. Við þurfum að skilja dekkin betri,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Hann telur að skilningur á dekkjunum þurfi að aukast innan liðsins. „Ég rak hausinn í varnarvegginn og þarf því að fara aftur í athuganir í næstu viku. Ég vona að þetta vekji ekki upp meiðslin sem ég var að glíma við í upphafi timabils. Þetta var kjánaleg tilraun hjá Jenson,“ sagði Pascal Wehrlein sem velti Sauber bílnum. „Hann sá mig ekki koma, það er erfitt að sjá aftur fyrir sig í þessum bílum. Ég var glaður að sjá að það var í lagi með hann. Það eru framfarir innan liðsins hjá McLaren. Auðvitað skiptir mestu að Pascal er í lagi,“ sagði Jenson Button sem olli veltu Wehrlein.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56 Sebastian Vettel vann í Mónakó Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 28. maí 2017 13:44 Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. maí 2017 22:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56
Sebastian Vettel vann í Mónakó Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 28. maí 2017 13:44
Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. maí 2017 22:15