Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. maí 2017 22:15 Sebastian Vettel, Kimi Raikkonen og Valtteri Bottas voru þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun. Við þurfum að taka réttar ákvarðanir og tímasetja allt vel hjá okkur,“ sagði Raikkonen eftir tímatökuna. „Uppstilling bílsins var ekki fullkomin, það er sennilega aldrei hægt að fullkomna hana hér. Ég er ánægður með daginn, bæði fyrir mig og liðið,“ sagði Raikkonen. Raikkonen hefur þurft að bíða lengi eftir þessum ráspól. Hann hefur tekið þátt í 256 tímatökum og þar af eru 129 síðan hann náði ráspól í Frakklandi 2008. Það hefur því hálfur ferill Raikkonen farið í biðina eftir ráspólnum. Sem er nýtt met fyrir ökumann til að ná ráspól og þurfa svo að bíða eftir næsta ráspól. „Mér er eiginlega alveg sama hvað varð um Hamilton. Ég var sennilega að ýta aðeins of mikið í síðustu lotunni. Að endingu er þetta frábær niðurstaða fyrir Ferrari,“ sagði Vettel sem varð annar í tímatökunni, 0,043 sekúndum á eftir Raikkonen. „Þetta er ótrúleg tilfinning að aka hérna um með áhorfendur svona nálægt. Rauðu bílarnir voru aðeins of fljótir í dag. Ég er samt nokkuð ánægður með daginn,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji á Mercedes bílnum, 0,002 sekúndum á eftir Vettel.Bottas hélt uppi heiðri Mercedes í tímatökunni í dag.Vísir/Getty„Við höfum verið að elta uppstillinguna á bílnum alla helgina. Hún hefur ekki verið betri en í tímatökunni og við gátum reynt að ógna Ferrari,“ sagði Bottas. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Kimi. Við sáum í dag glytta í meistarann sem er til í Kimi. Við viljum auðvitað standa okkur vel á morgun. Nú þurfum við að setja hausinn undir okkur og standa okkur á morgun,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Ég var óheppinn með gula flaggið undir lokin. Ég held ég hefði kannski hugsanlega komist áfram í þriðju lotuna. Gott að sjá að Valtteri gat staðið sig vel og sýnt og sannað að við erum ekki ömurlegir hérna,“ sagði Lewis Hamilton sem endaði 14. í tímatökunni. Hamilton mun ræsa 12. eftir að McLaren menn hafa fengið sína refsingu. „Ég hef notið helgarinnar fyrir utan þriðju lotuna. Ég hef verið að aka varkárnislega sem ég verð að gera þegar ég er að tippla í kringum Mónakó. Ég hef ekki saknað Formúlu 1,“ sagði Jenson Button sem varð níundi í tímatökunni en ræsir aftastur vegna refsinga sem hann fær fyrir vélaskipti. „Við áttum góðan dag fyrir utan áreksturinn. Þetta gerist stundum þegar maður er að reyna sitt besta í Mónakó,“ sagði Stoffel Vandoorne sem ræsir 13. á morgun, þrátt fyrir að hafa endað 10. í tímatökunni. Hann þarf að taka út þriggja sæta refsingu eftir árekstur í Barselóna. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56 Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár. 26. maí 2017 20:30 Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Endurkoma Jenson Button verður í Mónakó um helgina þar sem ein stærsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. 26. maí 2017 12:30 Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari liðsins segir að tími sé til kominn að liðið vinni Mónakókappaksturinn í Formúlu 1. 26. maí 2017 18:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun. Við þurfum að taka réttar ákvarðanir og tímasetja allt vel hjá okkur,“ sagði Raikkonen eftir tímatökuna. „Uppstilling bílsins var ekki fullkomin, það er sennilega aldrei hægt að fullkomna hana hér. Ég er ánægður með daginn, bæði fyrir mig og liðið,“ sagði Raikkonen. Raikkonen hefur þurft að bíða lengi eftir þessum ráspól. Hann hefur tekið þátt í 256 tímatökum og þar af eru 129 síðan hann náði ráspól í Frakklandi 2008. Það hefur því hálfur ferill Raikkonen farið í biðina eftir ráspólnum. Sem er nýtt met fyrir ökumann til að ná ráspól og þurfa svo að bíða eftir næsta ráspól. „Mér er eiginlega alveg sama hvað varð um Hamilton. Ég var sennilega að ýta aðeins of mikið í síðustu lotunni. Að endingu er þetta frábær niðurstaða fyrir Ferrari,“ sagði Vettel sem varð annar í tímatökunni, 0,043 sekúndum á eftir Raikkonen. „Þetta er ótrúleg tilfinning að aka hérna um með áhorfendur svona nálægt. Rauðu bílarnir voru aðeins of fljótir í dag. Ég er samt nokkuð ánægður með daginn,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji á Mercedes bílnum, 0,002 sekúndum á eftir Vettel.Bottas hélt uppi heiðri Mercedes í tímatökunni í dag.Vísir/Getty„Við höfum verið að elta uppstillinguna á bílnum alla helgina. Hún hefur ekki verið betri en í tímatökunni og við gátum reynt að ógna Ferrari,“ sagði Bottas. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Kimi. Við sáum í dag glytta í meistarann sem er til í Kimi. Við viljum auðvitað standa okkur vel á morgun. Nú þurfum við að setja hausinn undir okkur og standa okkur á morgun,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Ég var óheppinn með gula flaggið undir lokin. Ég held ég hefði kannski hugsanlega komist áfram í þriðju lotuna. Gott að sjá að Valtteri gat staðið sig vel og sýnt og sannað að við erum ekki ömurlegir hérna,“ sagði Lewis Hamilton sem endaði 14. í tímatökunni. Hamilton mun ræsa 12. eftir að McLaren menn hafa fengið sína refsingu. „Ég hef notið helgarinnar fyrir utan þriðju lotuna. Ég hef verið að aka varkárnislega sem ég verð að gera þegar ég er að tippla í kringum Mónakó. Ég hef ekki saknað Formúlu 1,“ sagði Jenson Button sem varð níundi í tímatökunni en ræsir aftastur vegna refsinga sem hann fær fyrir vélaskipti. „Við áttum góðan dag fyrir utan áreksturinn. Þetta gerist stundum þegar maður er að reyna sitt besta í Mónakó,“ sagði Stoffel Vandoorne sem ræsir 13. á morgun, þrátt fyrir að hafa endað 10. í tímatökunni. Hann þarf að taka út þriggja sæta refsingu eftir árekstur í Barselóna.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56 Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár. 26. maí 2017 20:30 Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Endurkoma Jenson Button verður í Mónakó um helgina þar sem ein stærsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. 26. maí 2017 12:30 Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari liðsins segir að tími sé til kominn að liðið vinni Mónakókappaksturinn í Formúlu 1. 26. maí 2017 18:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun. 27. maí 2017 12:56
Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár. 26. maí 2017 20:30
Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Endurkoma Jenson Button verður í Mónakó um helgina þar sem ein stærsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. 26. maí 2017 12:30
Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari liðsins segir að tími sé til kominn að liðið vinni Mónakókappaksturinn í Formúlu 1. 26. maí 2017 18:15