Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Meðlimir í Costco dældu glaðir í bragði á farartæki sín enda langt síðan svona verð hefur sést. vísir/ernir „Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00
Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28