Það var aldrei talað um list eða isma Magnús Guðmundsson skrifar 20. maí 2017 10:30 Frá Roth Bar, Hauser & Wirth, 22. stræti, New York, eftir Björn Roth, Odd Roth og Einar Roth. Mynd/Bjarni Grímsson Alþjóðlega myndlistargalleríið Hauser & Wirth sýnir nú í New York verk eftir Dieter Roth og son hans Björn Roth, en Dieter féll frá árið 1998 eftir einstaklega farsælan feril. Björn segir að aðdragandinn að sýningunni sé að galleríið hafi séð um bæði hans verk og dánarbú föður hans í mörg ár. „Ég hef sett upp sýningar með þeim víða og þegar þeir fluttu í haust í hina sögufrægu Dia Art Foundation byggingu í Chelsea í New York þá báðu þeir mig og syni mína um að setja þar upp lítið veitingahús og bókabúð sem kallast Roth Bar. Í samhengi við það kom upp hugmynd um að setja upp stóra Roth-sýningu í húsakynnunum. Við höfum brallað sitthvað þematískt á sýningum í galleríinu síðustu ár og í þetta skiptið fannst mér upplagt að leggja áherslu á vinnustofuna og bókverk. Þegar ég fór að taka saman hvað ég vildi hafa þarna þá endaði ég með þessa stóru sýningu á þúsund fermetrum á tveimur hæðum. Ég flutti vinnustofuna okkar, sem ég hafði pakkað saman með öllu í Sviss fyrir nokkrum árum, og setti hana upp. En síðan einnig handrit sem voru unnin á vinnustofunni og um þrjú hundruð bókverk.“Björn Roth ásamt sonum sínum þeim Oddi og Einari við uppsetningu á Roth Bar, 2016.Mynd/Bjarni GrímssonMörkin og frelsið Aðspurður hvort tengingin á milli sýningarinnar og barsins þurrki út mörk lífs og listar segir Björn að það hafi einmitt verið föður hans hugleikið. „Það má segja það enda erum við búnir að gera marga bari og víða. Það hafa líka stundum verið öflugir drykkjumenn í fjölskyldunni og barir verið áhugamál,“ segir Björn léttur. „Barinn er þannig gerður að hann er eiginlega skúlptúr þar sem þú getur drukkið og reyndar líka borðað inni í verkinu. Nært þig andlega og líkamlega.“ Björn segir að hann hafi alist upp við að þvælast með föður sínum og þar hafi þessi samruni lífs og listar alltaf verið til staðar. „Það var eðlilegt að vera alltaf að gera eitthvað sem maður getur kallað myndlist en það var ekki fyrr en ég var orðinn unglingur að ég áttaði mig á því að þetta væri kallað myndlist. En það orð eða hugtak var aldrei notað. Faðir minn lýsti því þannig að hann væri að gramsa á lagernum þegar hann var að fara að mála eða eitthvað slíkt. En ég man bara ekki til þess að karl faðir minn hafi nokkurn tímann sagt orðið list. Hann talaði sjaldnast um mynd, heldur hlut eða þetta stykki og það var oft talað um dót. Ég man heldur ekki til þess að hann hafi tekið sér orðið ismi í munn eða minnst á stíl og það var eitthvað sem ég tileinkaði mér að talsverðu leyti. Ég komst þó ekki hjá því að auka orðaforða minn, þegar ég fór að sýna sjálfur og sjá um hans sýningar, til þess að eiga við ýmsa fræðinga. Þá verður maður að vera skiljanlegur og tala þeirra tungumál sem í sjálfu sér er ágætt. En það vefst öllum tunga um tönn þegar það á að fara að greina verk föður míns og það sem ég er að gera sem er vissulega undir miklum áhrifum frá honum. Sjálfur get ég ekki staðsett mig í listinni enda hefur enginn baunað því á mig hvar ég er staddur í listinni. Það er líka mikið frelsi fólgið í því enda kannski ekki alltaf þörf á útskýringum á öllu.“Verkið Flacher Abfall / Flata ruslið (1975 - 1976/1992) eftir Dieter Roth og hluti af 33 veggverkum Án titils frá árinu 1986, einnig eftir Dieter Roth af sýningunni Dieter Roth, Björn Roth: Bókverk og vinnustofur.Mynd/Genevieve HansonRusl og þrautseigja Dieter Roth var þekktur fyrir að vera mjög framsækinn myndlistarmaður sem er í raun enn að koma viðtakendum sínum á óvart. Á sýningunni í NY er m.a. verkið Flata ruslið (1975-1976/1992), en það samanstendur af öllum umbúðum, prentefni og öðru hversdagslegu rusli úr daglegu lífi Dieters og Björns í eitt ár sem er flokkað í glæra plastvasa og varðveitt í yfir 600 möppum. Verk á borð við þetta verður að teljast áratugum á undan sinni samtíð. „Já, það var oft viðkvæði hjá fólki sem þekkti hann: Af hverju ertu að þessu? Hvað ertu að gera núna? Og hann sagði gjarnan við mig, bíddu bara í tuttugu ár því þessir hlutir yfirleitt eldast vel. En það er eitt við Flata ruslið sem ég hef stundum reynt að útskýra og það er að faðir minn benti á hvað það er gríðarlega mikil vinna sem liggur að baki segjum t.d. sígarettupakka. Það þurfti að búa til pappírinn í miklu ferli og síðan var hönnunin með öllum sínum hönnuðum, prentunin með öllum sínum sérfræðingum og svo framvegis. Þannig að það var gríðarlega mikill tími og hugvit hjá mörgum sem lá að baki einum svona pakka og svo var honum bara hent. Þetta er svona ein af útskýringum hans á því af hverju hann tók upp á því að safna þessu, flokka og skrásetja. Það er þannig gríðarleg saga sem maður flettir í gegnum þegar maður skoðar verkið og þó að ruslið sé notað og útflatt þá áttar maður sig aðeins á abstrakt fegurðinni í þessu þar sem þetta liggur í sinni möppu. En það var erfitt að safna þessu því það mátti engu henda. Það þurfti mikinn aga til þess að gera þetta og það var eitt af einkennum Dieters. Þessi mikla þrautseigja.“Af sýningunni Dieter Roth, Björn Roth: Bókverk og vinnustofur.Mynd/Genevieve HansonKynslóðir og uppskera Synir Björns, Oddur og Einar, unnu með honum að því að setja upp veitingahúsið, bókabúðina og sýninguna og það gleður Björn að þarna sé komin þriðja kynslóð dótagerðarmanna. „Já, það hefur æxlast þannig. Ég ýtti þeim ekki í þetta, heldur er þetta svipað því þegar ég fór að vinna með föður mínum eftir að ég var rekinn úr Mynd- og handíðaskólanum. Þegar ég var hættur í skólanum og kominn inn á vinnustofu föður míns þá áttaði ég mig á því að ég fengi ekki betri prófessor. Síðan hefur það skeð með syni mína líka og það er soldið áhugavert af því að þegar afi þeirra var á Íslandi var hann mikið að vinna með barnabörnunum sínum. Þau voru mikið hjá honum og það var alltaf farið í vinnuna þegar það var farið til afa. Það var leikurinn. Dieter sagði við mig rétt áður en hann dó – það eru tveir hlutir sem kannski skýra þetta aðeins: „Ef að við lítum á þetta sem lestarferð og ef að ég hoppa út á næstu stöð, ætlar þú að halda áfram?“ Já, að sjálfsögðu, sagði ég, því ég kann ekkert annað en að vera um borð í þessari lest. Síðan sagði hann líka að það mætti líta á þetta eins og búgarð þar sem hann hefði plægt akurinn og sáð og þá væri það ekki slæmt fyrir mig að hlúa að uppskerunni og slá. Þannig æxlast þetta einhvern veginn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Alþjóðlega myndlistargalleríið Hauser & Wirth sýnir nú í New York verk eftir Dieter Roth og son hans Björn Roth, en Dieter féll frá árið 1998 eftir einstaklega farsælan feril. Björn segir að aðdragandinn að sýningunni sé að galleríið hafi séð um bæði hans verk og dánarbú föður hans í mörg ár. „Ég hef sett upp sýningar með þeim víða og þegar þeir fluttu í haust í hina sögufrægu Dia Art Foundation byggingu í Chelsea í New York þá báðu þeir mig og syni mína um að setja þar upp lítið veitingahús og bókabúð sem kallast Roth Bar. Í samhengi við það kom upp hugmynd um að setja upp stóra Roth-sýningu í húsakynnunum. Við höfum brallað sitthvað þematískt á sýningum í galleríinu síðustu ár og í þetta skiptið fannst mér upplagt að leggja áherslu á vinnustofuna og bókverk. Þegar ég fór að taka saman hvað ég vildi hafa þarna þá endaði ég með þessa stóru sýningu á þúsund fermetrum á tveimur hæðum. Ég flutti vinnustofuna okkar, sem ég hafði pakkað saman með öllu í Sviss fyrir nokkrum árum, og setti hana upp. En síðan einnig handrit sem voru unnin á vinnustofunni og um þrjú hundruð bókverk.“Björn Roth ásamt sonum sínum þeim Oddi og Einari við uppsetningu á Roth Bar, 2016.Mynd/Bjarni GrímssonMörkin og frelsið Aðspurður hvort tengingin á milli sýningarinnar og barsins þurrki út mörk lífs og listar segir Björn að það hafi einmitt verið föður hans hugleikið. „Það má segja það enda erum við búnir að gera marga bari og víða. Það hafa líka stundum verið öflugir drykkjumenn í fjölskyldunni og barir verið áhugamál,“ segir Björn léttur. „Barinn er þannig gerður að hann er eiginlega skúlptúr þar sem þú getur drukkið og reyndar líka borðað inni í verkinu. Nært þig andlega og líkamlega.“ Björn segir að hann hafi alist upp við að þvælast með föður sínum og þar hafi þessi samruni lífs og listar alltaf verið til staðar. „Það var eðlilegt að vera alltaf að gera eitthvað sem maður getur kallað myndlist en það var ekki fyrr en ég var orðinn unglingur að ég áttaði mig á því að þetta væri kallað myndlist. En það orð eða hugtak var aldrei notað. Faðir minn lýsti því þannig að hann væri að gramsa á lagernum þegar hann var að fara að mála eða eitthvað slíkt. En ég man bara ekki til þess að karl faðir minn hafi nokkurn tímann sagt orðið list. Hann talaði sjaldnast um mynd, heldur hlut eða þetta stykki og það var oft talað um dót. Ég man heldur ekki til þess að hann hafi tekið sér orðið ismi í munn eða minnst á stíl og það var eitthvað sem ég tileinkaði mér að talsverðu leyti. Ég komst þó ekki hjá því að auka orðaforða minn, þegar ég fór að sýna sjálfur og sjá um hans sýningar, til þess að eiga við ýmsa fræðinga. Þá verður maður að vera skiljanlegur og tala þeirra tungumál sem í sjálfu sér er ágætt. En það vefst öllum tunga um tönn þegar það á að fara að greina verk föður míns og það sem ég er að gera sem er vissulega undir miklum áhrifum frá honum. Sjálfur get ég ekki staðsett mig í listinni enda hefur enginn baunað því á mig hvar ég er staddur í listinni. Það er líka mikið frelsi fólgið í því enda kannski ekki alltaf þörf á útskýringum á öllu.“Verkið Flacher Abfall / Flata ruslið (1975 - 1976/1992) eftir Dieter Roth og hluti af 33 veggverkum Án titils frá árinu 1986, einnig eftir Dieter Roth af sýningunni Dieter Roth, Björn Roth: Bókverk og vinnustofur.Mynd/Genevieve HansonRusl og þrautseigja Dieter Roth var þekktur fyrir að vera mjög framsækinn myndlistarmaður sem er í raun enn að koma viðtakendum sínum á óvart. Á sýningunni í NY er m.a. verkið Flata ruslið (1975-1976/1992), en það samanstendur af öllum umbúðum, prentefni og öðru hversdagslegu rusli úr daglegu lífi Dieters og Björns í eitt ár sem er flokkað í glæra plastvasa og varðveitt í yfir 600 möppum. Verk á borð við þetta verður að teljast áratugum á undan sinni samtíð. „Já, það var oft viðkvæði hjá fólki sem þekkti hann: Af hverju ertu að þessu? Hvað ertu að gera núna? Og hann sagði gjarnan við mig, bíddu bara í tuttugu ár því þessir hlutir yfirleitt eldast vel. En það er eitt við Flata ruslið sem ég hef stundum reynt að útskýra og það er að faðir minn benti á hvað það er gríðarlega mikil vinna sem liggur að baki segjum t.d. sígarettupakka. Það þurfti að búa til pappírinn í miklu ferli og síðan var hönnunin með öllum sínum hönnuðum, prentunin með öllum sínum sérfræðingum og svo framvegis. Þannig að það var gríðarlega mikill tími og hugvit hjá mörgum sem lá að baki einum svona pakka og svo var honum bara hent. Þetta er svona ein af útskýringum hans á því af hverju hann tók upp á því að safna þessu, flokka og skrásetja. Það er þannig gríðarleg saga sem maður flettir í gegnum þegar maður skoðar verkið og þó að ruslið sé notað og útflatt þá áttar maður sig aðeins á abstrakt fegurðinni í þessu þar sem þetta liggur í sinni möppu. En það var erfitt að safna þessu því það mátti engu henda. Það þurfti mikinn aga til þess að gera þetta og það var eitt af einkennum Dieters. Þessi mikla þrautseigja.“Af sýningunni Dieter Roth, Björn Roth: Bókverk og vinnustofur.Mynd/Genevieve HansonKynslóðir og uppskera Synir Björns, Oddur og Einar, unnu með honum að því að setja upp veitingahúsið, bókabúðina og sýninguna og það gleður Björn að þarna sé komin þriðja kynslóð dótagerðarmanna. „Já, það hefur æxlast þannig. Ég ýtti þeim ekki í þetta, heldur er þetta svipað því þegar ég fór að vinna með föður mínum eftir að ég var rekinn úr Mynd- og handíðaskólanum. Þegar ég var hættur í skólanum og kominn inn á vinnustofu föður míns þá áttaði ég mig á því að ég fengi ekki betri prófessor. Síðan hefur það skeð með syni mína líka og það er soldið áhugavert af því að þegar afi þeirra var á Íslandi var hann mikið að vinna með barnabörnunum sínum. Þau voru mikið hjá honum og það var alltaf farið í vinnuna þegar það var farið til afa. Það var leikurinn. Dieter sagði við mig rétt áður en hann dó – það eru tveir hlutir sem kannski skýra þetta aðeins: „Ef að við lítum á þetta sem lestarferð og ef að ég hoppa út á næstu stöð, ætlar þú að halda áfram?“ Já, að sjálfsögðu, sagði ég, því ég kann ekkert annað en að vera um borð í þessari lest. Síðan sagði hann líka að það mætti líta á þetta eins og búgarð þar sem hann hefði plægt akurinn og sáð og þá væri það ekki slæmt fyrir mig að hlúa að uppskerunni og slá. Þannig æxlast þetta einhvern veginn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira