Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2017 11:02 Viðar Örn skoraði mikið í Ísrael í vetur. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 sunnudaginn 11. júní en um toppslag í I-riðli undankeppninnar er að ræða. Viðar Örn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir félagslið sín undanfarin ár, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en mikið fjaðrafok var í kringum valið á honum síðast eftir að upp komst að hann mætti ölvaður til móts við landsliðið síðast þegar það spilaði við Króatíu. Selfyssingurinn var í byrjunarliði Íslands sem vann Kósóvó í undankeppninni í mars en nú verður hann fjarri góðu gamni. Hópurinn verður tilkynntur klukkan 13.15 og verður Vísir með beina útsendingu úr Laugardalnum. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar að ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður vonast til að fá kallið næst. Kannski stóðu menn sig bara betur en ég í síðasta verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærið mitt nógu vel og kannski voru aðrir leikmenn betri,“ segir Viðar Örn í samtali við Vísi. „Ég virði ákvörðun þjálfaranna. Ef þeim finnst aðrir leikmenn hafa staðið sig betur í síðustu verkefnum þá verð ég að taka því. Ég hef verið að skora mikið með félagsliðum mínum en landsliðið snýst ekki bara um það.“ Það er ekkert grín að brjótast inn í byrjunarlið íslenska liðsins sem lítið breyst undanfarin ár. Viðar hefur fengið tækifæri í vináttuleikjum og ekki skorað í sex síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. „Sumir smella bara inn í þetta strax og þeir spila fyrsta leik en ég gerði það ekki. Ég kom inn í liðið þegar allir þessir strákar voru að spila sinn besta fótbolta og liðið vann alla leiki. Það er erfitt að komast inn í þetta lið því það er svo gott,“ segir Viðar Örn. „Ég hef fengið sénsa en þeir hafa kannski verið svolítið stuttir. Landsliðið finnst mér stundum vera svolítið spretthlaup en ég verð að taka það á mig að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærin til fullnustu. Ég verð að yfirfæra það sem ég er að gera með félagsliðinu mínu í landsliðið þar sem maður þarf að spila vel á stuttum tíma.“ Viðar viðurkennir að hann sé sár en þó ekki bitur enda segist hann hafa skilning á ákvörðun Heimis og Helga. Hann vonast til að strákarnir leggi Króata að velli í þessum mikilvæga leik og ætlar sér að koma inn í hópinn síðar. „Ég legg ekki árar í bát. Það er alveg klárt. Ég tek því bara að hafa ekki verið valinn núna. Ég var á EM og hef verið í flestum landsliðshópunum undanfarin ár en ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta. Ég tek þessu bara eins og maður og reyni að standa mig betur. Ég vona bara svo sannarlega að strákarnir vinni þennan leik,“ segir Viðarn Örn Kjartansson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 sunnudaginn 11. júní en um toppslag í I-riðli undankeppninnar er að ræða. Viðar Örn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir félagslið sín undanfarin ár, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en mikið fjaðrafok var í kringum valið á honum síðast eftir að upp komst að hann mætti ölvaður til móts við landsliðið síðast þegar það spilaði við Króatíu. Selfyssingurinn var í byrjunarliði Íslands sem vann Kósóvó í undankeppninni í mars en nú verður hann fjarri góðu gamni. Hópurinn verður tilkynntur klukkan 13.15 og verður Vísir með beina útsendingu úr Laugardalnum. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar að ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður vonast til að fá kallið næst. Kannski stóðu menn sig bara betur en ég í síðasta verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærið mitt nógu vel og kannski voru aðrir leikmenn betri,“ segir Viðar Örn í samtali við Vísi. „Ég virði ákvörðun þjálfaranna. Ef þeim finnst aðrir leikmenn hafa staðið sig betur í síðustu verkefnum þá verð ég að taka því. Ég hef verið að skora mikið með félagsliðum mínum en landsliðið snýst ekki bara um það.“ Það er ekkert grín að brjótast inn í byrjunarlið íslenska liðsins sem lítið breyst undanfarin ár. Viðar hefur fengið tækifæri í vináttuleikjum og ekki skorað í sex síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. „Sumir smella bara inn í þetta strax og þeir spila fyrsta leik en ég gerði það ekki. Ég kom inn í liðið þegar allir þessir strákar voru að spila sinn besta fótbolta og liðið vann alla leiki. Það er erfitt að komast inn í þetta lið því það er svo gott,“ segir Viðar Örn. „Ég hef fengið sénsa en þeir hafa kannski verið svolítið stuttir. Landsliðið finnst mér stundum vera svolítið spretthlaup en ég verð að taka það á mig að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærin til fullnustu. Ég verð að yfirfæra það sem ég er að gera með félagsliðinu mínu í landsliðið þar sem maður þarf að spila vel á stuttum tíma.“ Viðar viðurkennir að hann sé sár en þó ekki bitur enda segist hann hafa skilning á ákvörðun Heimis og Helga. Hann vonast til að strákarnir leggi Króata að velli í þessum mikilvæga leik og ætlar sér að koma inn í hópinn síðar. „Ég legg ekki árar í bát. Það er alveg klárt. Ég tek því bara að hafa ekki verið valinn núna. Ég var á EM og hef verið í flestum landsliðshópunum undanfarin ár en ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta. Ég tek þessu bara eins og maður og reyni að standa mig betur. Ég vona bara svo sannarlega að strákarnir vinni þennan leik,“ segir Viðarn Örn Kjartansson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15
Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30