Hörður Björgvin: Ég er í leikformi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2017 22:30 Hörður Björgvin Magnússon skoraði glæsilegt mark í fyrsta sigri Íslands á Írum í Dyflinni í mars. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00
Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15