Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 10:07 Sjónarvottur fylgist með aðgerðum við Grenfell Tower í morgun. Vísir/Getty Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30