Bílskúrinn: Blóðheitir í Bakú Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júní 2017 21:30 Daniel Ricciardo fagnar með Red Bull liði sínu. Vísir/Getty Daniel Ricciardo vann allt að því handahófskennda Formúlu 1 keppni í Bakú um helgina. Keppnina var ein sú mest spennandi síðan í Kanada 2011. Hvernig hvarf forgjöf Hamilton? Hvað var Sebastian Vettel að gera? Finnska borgarastríðið og upprisa Lance Stroll verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton og Sebastian Vettel glíma á brautinni.Vísir/GettyForgjöf Hamilton Hamilton fékk upp í hendurnar frábæra forgjöf sem hefði átt að duga honum til að vinna keppnina allt að auðveldlega úr því sem komið var. Forgjöfin fólst í refsingu sem Vettel var dæmd fyrir að aka á Hamilton. Dómarar keppninnar mátu það sem hættulegt aksturslag en létu kyrrt liggja að refsa Hamilton sem margir telja að hafi hreinlega viljandi verið að koma Vettel í vandræði. Keppnin var stöðvuð til að hægt væri að hreinsa koltrefjabrot af brautinni skömmu eftir samstuð Hamilton og Vettel. Ökumenn stigu upp úr bílum sínum og leituðu ráða hjá liðum sínum um framhaldið. Þegar kom að því að setjast aftur virðist eitthvað hafa klikkað hjá Hamilton. Höfuðkraginn (e. headrest) er í kringum höfuð ökumanns til að varna því að of mikið álag verði á hálsi ökumanns. Þetta er skeifulaga stykki sem var við það að losna af bíl Hamilton rétt áður en Vettel tók út sína refsingu. Hamilton þurfti að koma inn á þjónustusvæðið og fá nýtt stykki fest á bílinn af öryggisástæðum. Það tók næstum 10 sekúndur sem var einmitt refsingin sem Vettel fékk. Mistök Mercedes kostuðu því Hamilton allt að því unna keppni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes var allt annað en kátur eftir keppnin. Hann harðneitaði að skella sök á nokkurn liðsmann en sagði sorglegt að svona gerist.Sebastian Vettel var sjóðandi brjál þegar hann hlaut refsingu fyrir hættulegan akstur.Vísir/GettySjóðandi illur Sebastian Vettel Vettel gerðist að öllum líkindum sekur um dómgreindarleysi þegar hann fór upp að hlið Hamilton til að skammast í honum og keyra á hann. Hins vegar er vert að athuga að óháðir bardagar skapa engin völd. Þetta atvik verður hluti af ferli Vettel að eilífu. Þetta verður í minnum haft eins og árekstur Ayrton Senna og Alain Prost í upphafi japanska kappakstursins 1990, nema þar var Senna meistari í þriðja sinn. Aukinn hiti mun að öllum líkindum færast í baráttu Vettel og Hamilton í kjölfar atviksins í Bakú um helgina. Segja má að það einkennilegasta við alla þessa atburðarás hafi verið í viðtölum eftir keppnina. Þá stígur Vettel fram og skammast yfir bremsuprófunum Hamilton, sem að hans sögn voru fáránlega tímasettar og leiddu til þess að Vettel keyrði aftan á Hamilton. Aðspurður um seinna samstuðið þeirra á milli sagði Vettel einungis að það væri fáránlegt af Hamilton að hemla þar sem hann hemlaði. Vettel virtist ekki vilja kannast við það að hafa í bræði sinni ekið á Hamilton aftur eftir að hafa ekið aftan á hann. Þá vaknar sú spurning hvort hann hafi hreinlega verið svo reiður að hann hafi misst stjórn á sjálfum sér og muni hreinlega ekki eftir atvikinu. Vettel gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu. Fréttir hafa borist frá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu um að atvikið sé til frekari rannsóknar hjá sambandinu. Vettel er kominn með níu punkta á ökuskírteinið sitt, hann má ekki fá meira en 12 fyrir Silverstone keppnina í Bretlandi. Því þá fær hann keppnisbann. Ef hann fær ekki fleiri punkta detta þrír í burtu við Silverstone keppnina.Kimi Raikkonen á brautinni í Bakú.Vísir/GettyFinnska borgarastríðið Finnsku ökumennirnir Bottas og Raikkonen hafa lent í samstuði oftar en eðlilegt þykir. Þeir endurtóku leikinn um helgina inn í fyrstu beygju. Þá var Raikkonen kominn fram úr samlanda sínum. Bottas tók á það ráð að stytta sér leið yfir brautarkant og skoppaði þá inn í hliðina á Raikkonen. Bottas sprengdi dekk og þurfti að haltra inn á þjónustusvæðið og skipta um dekk. Hann var orðinn hring á eftir þegar þar var komið við sögu. Hann fékk svo að afhringa sig þegar öryggisbíllinn kom fyrst út. Þá var hann orðinn síðastur en á sama hring og aðrir. Bottas vann sig svo upp í annað sæti í keppninni. Hann tók fram úr Stroll á ráskaflanum á síðasta hring um það bil 50 metrum áður en keppninni lauk. Þair fóru nánast samsíða yfir endamarkið. Vel bjargað hjá Bottas. Raikkonen brást ókvæða við og spurði sig, eins og svo margir aðrir, af hverju alltaf þeir tveir. Hann spurði í talstöðinni: Af hverju alltaf hann? Finnarnir eru eflaust báðir sammála um að þeir verði að hætta að finna hvorn annan á brautinni.Hinn ungi Lance Stroll tekur shoe-ie á verðlaunapallinum að sið Daniel Ricciardo.Vísir/GettyUpprisa Lance Stroll Hvílíkur dagur hjá unga kanadíska ökumanninum. Hann var einn fárra sem fór stórvandræðalaust í gegnum keppnina. Hann náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 í síðustu keppni, í Kanada, á heimavelli. Hann kom svo í næstu keppni á eftir og náði í sín fyrstu verðlaun. Ekki slæmur hálfur mánuður hjá hinum 18 ára Stroll. Hann þurfti fjórar keppnir til að ná að klára sína fyrstu. Eitthvað hefur sjálfstraustið aukist hjá þessum unga ökumanni. Það er eflaust sokkalaust um allan heim því margir höfðu básúnað skoðun sína um það að hann hefði ekki erindi í Formúlu 1. Jacques Villeneuve, samlandi Stroll hafði kallað Stroll versta nýliðann sem komið hefur í Formúlu 1. Sá hefur heldur betur þurft að ganga um berfættur síðan á sunnudag.Toto Wolff var allt annað en kátur eftir keppnina, honum fannst Hamilton hafa átt að vinna.Vísir/GettyEftirmálar keppninnar Hamilton óskaði þess að Bottas yrði fenginn til að hægja á Vettel undir lok keppninnar. Stemmingin innan liðsins var ekki alveg þar. Bottas var í hörðum eltingaleik við Stroll sem Bottas vann að endingu en hefði alls ekki gert ef hann hefði hægt á sér til að sinna hagsmunum Hamilton. Hamilton mun hugsanlega velja þetta augnablik seinna til að minna liðið á ef hann verður beðinn um að gera Bottas greiða. Hamilton hafði að eigin sögn ekki áhuga á að heyra í Vettel eftir keppnina. Hann sagðist ekki mundu taka við símtali frá Vettel. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes hins vegar sagðist vilja heyra ástæður Vettel fyrir þessu áður en hann dæmdi um málið. Formúla Tengdar fréttir Allt í bál og brand í Bakú | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu atvikin í magnaðri Formúlu 1 keppni í Bakú. Sjáðu uppgjörsþáttinn. 25. júní 2017 21:15 Ricciardo: Ég trúi ekki að ég hafi unnið frá tíunda sæti Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark í dramatískri Formúlu 1 keppni í Bakú í dag. Hann vann þar með sína fimmtu keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 25. júní 2017 18:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo vann allt að því handahófskennda Formúlu 1 keppni í Bakú um helgina. Keppnina var ein sú mest spennandi síðan í Kanada 2011. Hvernig hvarf forgjöf Hamilton? Hvað var Sebastian Vettel að gera? Finnska borgarastríðið og upprisa Lance Stroll verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton og Sebastian Vettel glíma á brautinni.Vísir/GettyForgjöf Hamilton Hamilton fékk upp í hendurnar frábæra forgjöf sem hefði átt að duga honum til að vinna keppnina allt að auðveldlega úr því sem komið var. Forgjöfin fólst í refsingu sem Vettel var dæmd fyrir að aka á Hamilton. Dómarar keppninnar mátu það sem hættulegt aksturslag en létu kyrrt liggja að refsa Hamilton sem margir telja að hafi hreinlega viljandi verið að koma Vettel í vandræði. Keppnin var stöðvuð til að hægt væri að hreinsa koltrefjabrot af brautinni skömmu eftir samstuð Hamilton og Vettel. Ökumenn stigu upp úr bílum sínum og leituðu ráða hjá liðum sínum um framhaldið. Þegar kom að því að setjast aftur virðist eitthvað hafa klikkað hjá Hamilton. Höfuðkraginn (e. headrest) er í kringum höfuð ökumanns til að varna því að of mikið álag verði á hálsi ökumanns. Þetta er skeifulaga stykki sem var við það að losna af bíl Hamilton rétt áður en Vettel tók út sína refsingu. Hamilton þurfti að koma inn á þjónustusvæðið og fá nýtt stykki fest á bílinn af öryggisástæðum. Það tók næstum 10 sekúndur sem var einmitt refsingin sem Vettel fékk. Mistök Mercedes kostuðu því Hamilton allt að því unna keppni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes var allt annað en kátur eftir keppnin. Hann harðneitaði að skella sök á nokkurn liðsmann en sagði sorglegt að svona gerist.Sebastian Vettel var sjóðandi brjál þegar hann hlaut refsingu fyrir hættulegan akstur.Vísir/GettySjóðandi illur Sebastian Vettel Vettel gerðist að öllum líkindum sekur um dómgreindarleysi þegar hann fór upp að hlið Hamilton til að skammast í honum og keyra á hann. Hins vegar er vert að athuga að óháðir bardagar skapa engin völd. Þetta atvik verður hluti af ferli Vettel að eilífu. Þetta verður í minnum haft eins og árekstur Ayrton Senna og Alain Prost í upphafi japanska kappakstursins 1990, nema þar var Senna meistari í þriðja sinn. Aukinn hiti mun að öllum líkindum færast í baráttu Vettel og Hamilton í kjölfar atviksins í Bakú um helgina. Segja má að það einkennilegasta við alla þessa atburðarás hafi verið í viðtölum eftir keppnina. Þá stígur Vettel fram og skammast yfir bremsuprófunum Hamilton, sem að hans sögn voru fáránlega tímasettar og leiddu til þess að Vettel keyrði aftan á Hamilton. Aðspurður um seinna samstuðið þeirra á milli sagði Vettel einungis að það væri fáránlegt af Hamilton að hemla þar sem hann hemlaði. Vettel virtist ekki vilja kannast við það að hafa í bræði sinni ekið á Hamilton aftur eftir að hafa ekið aftan á hann. Þá vaknar sú spurning hvort hann hafi hreinlega verið svo reiður að hann hafi misst stjórn á sjálfum sér og muni hreinlega ekki eftir atvikinu. Vettel gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu. Fréttir hafa borist frá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu um að atvikið sé til frekari rannsóknar hjá sambandinu. Vettel er kominn með níu punkta á ökuskírteinið sitt, hann má ekki fá meira en 12 fyrir Silverstone keppnina í Bretlandi. Því þá fær hann keppnisbann. Ef hann fær ekki fleiri punkta detta þrír í burtu við Silverstone keppnina.Kimi Raikkonen á brautinni í Bakú.Vísir/GettyFinnska borgarastríðið Finnsku ökumennirnir Bottas og Raikkonen hafa lent í samstuði oftar en eðlilegt þykir. Þeir endurtóku leikinn um helgina inn í fyrstu beygju. Þá var Raikkonen kominn fram úr samlanda sínum. Bottas tók á það ráð að stytta sér leið yfir brautarkant og skoppaði þá inn í hliðina á Raikkonen. Bottas sprengdi dekk og þurfti að haltra inn á þjónustusvæðið og skipta um dekk. Hann var orðinn hring á eftir þegar þar var komið við sögu. Hann fékk svo að afhringa sig þegar öryggisbíllinn kom fyrst út. Þá var hann orðinn síðastur en á sama hring og aðrir. Bottas vann sig svo upp í annað sæti í keppninni. Hann tók fram úr Stroll á ráskaflanum á síðasta hring um það bil 50 metrum áður en keppninni lauk. Þair fóru nánast samsíða yfir endamarkið. Vel bjargað hjá Bottas. Raikkonen brást ókvæða við og spurði sig, eins og svo margir aðrir, af hverju alltaf þeir tveir. Hann spurði í talstöðinni: Af hverju alltaf hann? Finnarnir eru eflaust báðir sammála um að þeir verði að hætta að finna hvorn annan á brautinni.Hinn ungi Lance Stroll tekur shoe-ie á verðlaunapallinum að sið Daniel Ricciardo.Vísir/GettyUpprisa Lance Stroll Hvílíkur dagur hjá unga kanadíska ökumanninum. Hann var einn fárra sem fór stórvandræðalaust í gegnum keppnina. Hann náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 í síðustu keppni, í Kanada, á heimavelli. Hann kom svo í næstu keppni á eftir og náði í sín fyrstu verðlaun. Ekki slæmur hálfur mánuður hjá hinum 18 ára Stroll. Hann þurfti fjórar keppnir til að ná að klára sína fyrstu. Eitthvað hefur sjálfstraustið aukist hjá þessum unga ökumanni. Það er eflaust sokkalaust um allan heim því margir höfðu básúnað skoðun sína um það að hann hefði ekki erindi í Formúlu 1. Jacques Villeneuve, samlandi Stroll hafði kallað Stroll versta nýliðann sem komið hefur í Formúlu 1. Sá hefur heldur betur þurft að ganga um berfættur síðan á sunnudag.Toto Wolff var allt annað en kátur eftir keppnina, honum fannst Hamilton hafa átt að vinna.Vísir/GettyEftirmálar keppninnar Hamilton óskaði þess að Bottas yrði fenginn til að hægja á Vettel undir lok keppninnar. Stemmingin innan liðsins var ekki alveg þar. Bottas var í hörðum eltingaleik við Stroll sem Bottas vann að endingu en hefði alls ekki gert ef hann hefði hægt á sér til að sinna hagsmunum Hamilton. Hamilton mun hugsanlega velja þetta augnablik seinna til að minna liðið á ef hann verður beðinn um að gera Bottas greiða. Hamilton hafði að eigin sögn ekki áhuga á að heyra í Vettel eftir keppnina. Hann sagðist ekki mundu taka við símtali frá Vettel. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes hins vegar sagðist vilja heyra ástæður Vettel fyrir þessu áður en hann dæmdi um málið.
Formúla Tengdar fréttir Allt í bál og brand í Bakú | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu atvikin í magnaðri Formúlu 1 keppni í Bakú. Sjáðu uppgjörsþáttinn. 25. júní 2017 21:15 Ricciardo: Ég trúi ekki að ég hafi unnið frá tíunda sæti Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark í dramatískri Formúlu 1 keppni í Bakú í dag. Hann vann þar með sína fimmtu keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 25. júní 2017 18:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Allt í bál og brand í Bakú | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu atvikin í magnaðri Formúlu 1 keppni í Bakú. Sjáðu uppgjörsþáttinn. 25. júní 2017 21:15
Ricciardo: Ég trúi ekki að ég hafi unnið frá tíunda sæti Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark í dramatískri Formúlu 1 keppni í Bakú í dag. Hann vann þar með sína fimmtu keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 25. júní 2017 18:30