Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 11:53 Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Vísir/GVA Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira