Tekjulágir, minna menntaðir og Sjálfstæðismenn hrifnastir af vopnaburði lögreglunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2017 15:40 Vopnaðir lögreglumenn á Color Run. Vísir Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðirlögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Maskínu sem spurði „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“. Íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en 60% íbúa þessara landshluta á móti rösklega 37% Reykvíkinga. Þá er tekjulægsti hópurinn sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en aðrir tekjuhópar og þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari en þeir sem hafa minni menntun. Fram kemur í niðurstöðum Maskínu að töluverður munur er á viðhorfi til sýnilegra vopnaðra lögreglumanna á fjöldasamkomum eftir stjórnmálaskoðun. Meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Á hinn bóginn eru einungis rösklega 14% kjósenda Pírata hlynnt vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum. Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?". Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því ð hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum. Svarendur voru 1046 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, „sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu,“ útskýrir Maskína. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 16. til 19. júní 2017.MaskínaMaskína Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24 Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðirlögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Maskínu sem spurði „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“. Íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en 60% íbúa þessara landshluta á móti rösklega 37% Reykvíkinga. Þá er tekjulægsti hópurinn sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en aðrir tekjuhópar og þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari en þeir sem hafa minni menntun. Fram kemur í niðurstöðum Maskínu að töluverður munur er á viðhorfi til sýnilegra vopnaðra lögreglumanna á fjöldasamkomum eftir stjórnmálaskoðun. Meira en þrír af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Á hinn bóginn eru einungis rösklega 14% kjósenda Pírata hlynnt vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum. Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?". Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því ð hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum. Svarendur voru 1046 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, „sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu,“ útskýrir Maskína. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 16. til 19. júní 2017.MaskínaMaskína
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24 Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna 20. júní 2017 14:24
Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Lögreglumenn sem grípa til skotvopns mega búast við því að aðgerðin verði rannsökuð ofan í kjölinn. Komi til álita hvort viðkomandi lögreglumaður hafi gengið of langt munu dómstólar skera úr um lögmætið. 20. júní 2017 07:00