Engin hætta á mengun í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 13:34 Sjósundskappar í Nauthólsvík. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00