Björgum ungu konunum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar