Tekken 7: Þrusubardagakerfi en furðulegur heildarpakki Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 11:45 Vísir Mishima fjölskyldan hefur sjaldan verið í jafn miklu rugli og nú og enn eitt King of Iron Fist mótið er haldið. Að þessu sinni er það Heihachi sjálfur sem heldur mótið og koma helstu bardagakappar heimsins saman til þess að berja líftóruna úr hverjum öðrum. Nýjasti og sjá sjöundi leikurinn í Tekken seríunni víðsfrægu eftir Bandai-Namco kom út í síðasta mánuði. Tekken tekur sig blessunarlega ekki alvarlega og til marks um það má benda á að nokkrar af persónum leiksins eru einstaklega furðulegar. Þar á meðal er Kuma, risastór björn sem lumbrar á óvinum sínum með stærðarinnar laxi. Svo má ekki gleyma pandabirninum með sixpensarann og Alisu, einhverju furðulegasta kynlífsvélmenni sem sögur fara af.Persónulega, þá er T7 aðeins of mikið anime fyrir mig, þar sem allar persónur virðast vera emo-útgáfa af hefðbundnum steríótýpum. Þá er einspilun/saga leiksins einfaldlega algjört rugl. Ég vissi varla hvað sneri upp og hvað sneri niður á meðan ég spilaði hana. Bardagakerfi leiksins er hins vegar gott og fjölbreytt. Einnig má finna heilan haug af persónum í leiknum, bæði gamlar og nýjar.Eins og allir slagsmálaleikir er T7 bestur þegar vinir eru að slást sín á milli. Bardagar í Tekken 7 gerast í miklu návígi og þrátt fyrir að það hjálpi að kunna að henda saman „combo-um“ er það engin ávísun á sigur. Mörgum gengur mjög vel með því að ýta bara á allt sem er í boði eins hratt og auðið er. Þá ættu spilarar að vera fljótir á tökum á kerfi leiksins, en samt ekki. Ég hélt til dæmis að ég væri að ná góðum tökum á leiknum þegar ég fór að slást við níu ára frænda minn, hann Hörð Breka. Eftir einungis nokkra leiki tók hann sig til og sigraði mig. Byrjendur ættu ekkert að þurfa að hræðast T7. Þrátt fyrir það væri ekkert verra ef það væri byrjendanámskeið (Tutorial) í leiknum.Hrottaleg tónlist Eins og Netherrealms hafa gert með Mortal Kombat og Injustice hjálpar T7 þeim sem eru að tapa illa að hefna sín. Við hvert högg safnast upp svokallaður Rage Drive og þegar hann er fullur geta spilarar gert mikinn skaða gegn óvinum sínum með sérstökum árásum. Þá er einnig hægt að breyta útliti persóna leiksins. Það nær bæði til netspilunar og ekki. Með því að spila leikinn og vinna safna spilarar peningum sem þeir geta notað til þess að breyta persónum. Það er lítið hægt að setja út á hljóð leiksins, en aðra sögu er að segja um tónlistina. Hún er einfaldlega hrottaleg og of hávær í leiknum. Hún er eiginlega bara fyrir, en það verður að falla undir mína persónulegu skoðun og án þess að hafa athugað það þá geri ég ráð fyrir því að það sé hægt að lækka hana. Það má einnig segja um grafík T7 að hún sé ekkert til að hrópa húrra yfir, en hún er frekar teiknimyndaleg.Tekken leikirnir eiga sér langa sögu og dyggan stuðningsmannahóp og það er ekki að ástæðulausu. Þetta eru góðir og skemmtilegir bardagaleikir. Bardagakerfi T7 er mjög gott, en spilunarmöguleikarnir mættu vera fleiri. Það skiptir þó litlu sem engu máli. Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að Tekken leikjunum er hvort að vinahópurinn hafi gaman af þeim. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Menning Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Mishima fjölskyldan hefur sjaldan verið í jafn miklu rugli og nú og enn eitt King of Iron Fist mótið er haldið. Að þessu sinni er það Heihachi sjálfur sem heldur mótið og koma helstu bardagakappar heimsins saman til þess að berja líftóruna úr hverjum öðrum. Nýjasti og sjá sjöundi leikurinn í Tekken seríunni víðsfrægu eftir Bandai-Namco kom út í síðasta mánuði. Tekken tekur sig blessunarlega ekki alvarlega og til marks um það má benda á að nokkrar af persónum leiksins eru einstaklega furðulegar. Þar á meðal er Kuma, risastór björn sem lumbrar á óvinum sínum með stærðarinnar laxi. Svo má ekki gleyma pandabirninum með sixpensarann og Alisu, einhverju furðulegasta kynlífsvélmenni sem sögur fara af.Persónulega, þá er T7 aðeins of mikið anime fyrir mig, þar sem allar persónur virðast vera emo-útgáfa af hefðbundnum steríótýpum. Þá er einspilun/saga leiksins einfaldlega algjört rugl. Ég vissi varla hvað sneri upp og hvað sneri niður á meðan ég spilaði hana. Bardagakerfi leiksins er hins vegar gott og fjölbreytt. Einnig má finna heilan haug af persónum í leiknum, bæði gamlar og nýjar.Eins og allir slagsmálaleikir er T7 bestur þegar vinir eru að slást sín á milli. Bardagar í Tekken 7 gerast í miklu návígi og þrátt fyrir að það hjálpi að kunna að henda saman „combo-um“ er það engin ávísun á sigur. Mörgum gengur mjög vel með því að ýta bara á allt sem er í boði eins hratt og auðið er. Þá ættu spilarar að vera fljótir á tökum á kerfi leiksins, en samt ekki. Ég hélt til dæmis að ég væri að ná góðum tökum á leiknum þegar ég fór að slást við níu ára frænda minn, hann Hörð Breka. Eftir einungis nokkra leiki tók hann sig til og sigraði mig. Byrjendur ættu ekkert að þurfa að hræðast T7. Þrátt fyrir það væri ekkert verra ef það væri byrjendanámskeið (Tutorial) í leiknum.Hrottaleg tónlist Eins og Netherrealms hafa gert með Mortal Kombat og Injustice hjálpar T7 þeim sem eru að tapa illa að hefna sín. Við hvert högg safnast upp svokallaður Rage Drive og þegar hann er fullur geta spilarar gert mikinn skaða gegn óvinum sínum með sérstökum árásum. Þá er einnig hægt að breyta útliti persóna leiksins. Það nær bæði til netspilunar og ekki. Með því að spila leikinn og vinna safna spilarar peningum sem þeir geta notað til þess að breyta persónum. Það er lítið hægt að setja út á hljóð leiksins, en aðra sögu er að segja um tónlistina. Hún er einfaldlega hrottaleg og of hávær í leiknum. Hún er eiginlega bara fyrir, en það verður að falla undir mína persónulegu skoðun og án þess að hafa athugað það þá geri ég ráð fyrir því að það sé hægt að lækka hana. Það má einnig segja um grafík T7 að hún sé ekkert til að hrópa húrra yfir, en hún er frekar teiknimyndaleg.Tekken leikirnir eiga sér langa sögu og dyggan stuðningsmannahóp og það er ekki að ástæðulausu. Þetta eru góðir og skemmtilegir bardagaleikir. Bardagakerfi T7 er mjög gott, en spilunarmöguleikarnir mættu vera fleiri. Það skiptir þó litlu sem engu máli. Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að Tekken leikjunum er hvort að vinahópurinn hafi gaman af þeim.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Menning Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira