Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 21:15 Taka þarf tillit til ótal þátta þegar hitastig nærri yfirborði jarðar er mælt úr geimnum, þar á meðal til hnignunar brauta gervitungla. Vísir/EPA Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira