Það styttist óðum í frumsýningu fyrsta þáttar sjöundu þáttaraðar Game of Thrones þann 16. júlí næstkomandi. Í rauninni verður hann fyrst sýndur hér á landi á Stöð 2 aðfaranótt þess 17. Á sama tíma og hann er sýndur í Bandaríkjunum. Því þykir kjörið að rifja aðeins upp hvað hefur drifið á daga þeirra persóna sem enn eru á lífi og þykja hvað merkilegastar. Íbúar Westeros virðast eiga það eitt sameiginlegt, og lítið annað, að geta látið lífið hvenær sem er. Þættirnir eru komnir langt fram úr bókunum og því eru fáir sem vita fyrir víst hvað gerist. Því er einnig kjörið að rýna í þær tvær stiklur sem HBO hefur birt hingað til og sjá hverju við eigum mögulega von á. Því er vert og jafnvel nauðsynlegt að vara lesendur sem hafa slysast hingað inn og fyrir mistök lesið fyrstu málsgreinarnar, við því að von er á spennuspillum/spoilerum hér neðar. Ef þið hafið ratað inn í þessa grein fyrir slysni, hver veit kannski datt einhver á tölvuna eða einhver hnerraði með músina í hendinni, og viljið ekki vita hvað hefur gerst hingað til né hvað er mögulega að fara að gerast á næstu vikum, hingað og ekki lengra. Hunskist!via GIPHYÚtlit er fyrir umfangsmikil átök í Westeros milli helstu fylkinga þáttanna, ef marka má stiklurnar fyrir sjöundu þáttaröðina. Daenerys er mætt til Westeros og með henni eru þúsundir Unsullied hermanna, fjölmargir málaliðar, ótilgreindur fjöldi Ironborn sem fylgja þeim Theon og Yara Greyjoy og um hundrað þúsund Dothraki Bloodriders. Umtalsverður her það. Þá eru ótaldir drekarnir þrír. Drogon, Rhaegal og Viserion. Þær fylkingar sem þegar eru í Westeros hafa margar staðið í áralöngum og kostnaðarsömum stríðsrekstri. Í rauninni eru bara tvær fylkingar sem hafa að mestu haldið sig til hliðar við átökin. Það eru íbúar Dorne í suðurhluta Westeros og riddarar The Vale of Arryn. Þeir komu Jon Snow til bjargar gegn Ramsey Bolton í orrustu bastarðanna og virðast hafa gengið til liðs við Snow og norðrið gegn hinum dauðu, eða White Walkers. Eins og við munum ef til vill úr síðustu þáttaröð hafa systurnar Obara, Nymeria og Tyene Sand ásamt Ellaria Sand tekið völdin í Dorne og var enginn annar en Varys, geldingur og maðurinn á bak við tjöldin, kominn til Dorne. Þar fundaði hann með systrunum og hinni geðgóðu Olenna Tyrell, sem leiðir Tyrell fjölskylduna, eftir að Cersei sprengdi alla aðra meðlimi fjölskyldunnar í loft upp. Svo virtist sem að hann væri að safna bandamönnum fyrir Deanerys og virtist það ganga vel. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að systkinin/elskhugarnir Jaime og Cersei Lannister eiga við ofurefli að etja. Mögulega eiga þau þó einn bandamann í drullusokknum Euron Greyjoy. Hann var nokkuð reiður þegar Theon og Yara stálu hálfum flota Járneyjanna eftir að hann var kjörinn konungur þeirra. Jaime og Cersei eiga þó líklega við einn vanda til viðbótar að etja, en hann er varla sáttur við að hún hafi sprengt svo stóran hluta Kings Landing í loft upp. Hann myrti eitt sinn konung sinn fyrir að ætla að gera hið sama. Jamie hefur vaxið mjög í undanförnum þáttaröðum og er kominn langt frá því að vera durgurinn sem henti Bran út úr turninum í Winterfell í fyrstu þáttaröð. Það er vonandi að hann haldi áfram að blómstra. Framtíðin er hins vegar ekki björt hjá henni Cersei. Miðað við spádóminn sem hún heyrði þegar hún var ung. Þau geta þó verið ánægð með að ekkert hafi orðið úr efnahagsvandræðum Westeros, enn sem komið er allavega.Þörf á sameiningu Eitt er þó ljóst að íbúar Westeros þurfa að sameinast gegn hinum ódauðu og það sem fyrst. Áhugasamir geta kynnt sér hvað helstu persónur GOT hafa verið að baksa með því að spjalla við Chatbot í gegnum Facebook. Hann er langt frá því að vera fullkominn, en það er smá húmor í þessu og hann býr yfir miklum upplýsingum um helstu persónurnar. Til þess að kynna sér heimsálfurnar Westeros og Essos mæli ég sérstaklega með þessu korti. Þar má kynna sér kortið af hinum þekkta heimi sem Game of Thrones þættirnir gerast í. Einnig má smella á staðarnöfn til þess að fá frekari upplýsingar um þá og með smá fikti má sjá ferðalög persóna þáttanna á milli þátta. En snúum okkur að stiklunum tveimur. Sú fyrri var birt þann 24. maí.Sú seinni var birt þann 21. júní.Það er ýmislegt sem gengur hér á í stiklunum tveimur. Ef einhverjir áhugasamir lesendur hafa áhuga á að kynna sér stiklurnar, nánast ramma fyrir ramma, stiklanna og þá sérstaklega nýrri stikluna má mæla með greinum Watchers on the Wall, eða Vulture. Einnig má horfa á tvö útskýringarmyndbönd Alt Shift X. (Mæli sérstaklega með myndböndunum. Góðar 25 mínútur sem enginn ætti að sjá eftir)Lannister systkinin eru umkringd óvinum. Í austri má sjá Grey Worm, sem leiðir heri Deanerys. Í vestri er drungalegt skip, en það tilheyrir væntanlega annað hvort Theon og Yara eða Euron, ef hann verður ekki bandamaður Lannister systkinanna. Í suðri má sjá einhvern brýna spjótsenda og er það mögulega tilvísun til Dorne og í norðri má sjá Aryu Stark á hesti. Í stiklunum má einnig sjá Íslandi bregða fyrir, eða nánar tiltekið Dyrhólaey. Þar að auki var bardagi á milli Jon Snow, Tormund og félaga, þar á meðal Beric Dondarrion og Hundurinn, Sandor Clegane, gegn White Walkers var tekinn upp á Íslandi.Deanerys mætir til eyjunnar Dragonstone. Forfeður Deanerys lögðu eyjuna undir sig á öldum áður, eftir að hafa flúið frá Valyria, og þaðan skipulagði Aegon I Targaryen, eða Aegon The Conqueror, innrás sína í Westeros. Hún er mætt þangað aftur til að skipuleggja eigin innrás í Westeros. Þar að auki má sjá að Melisandre virðist vera á Dragonstone og það þýðir að hún hafi farið til fundar Deanerys eftir að Jon rak hana á brott í síðustu þáttaröð fyrir að brenna Shireen Baratheon í þar síðustu þáttaröð. Í stiklunni heyrum við rödd annars drullusokks, Petyr Baelysh, eða Littlefinger. „Faðir þinn og bræður eru farnir, en hér stendur þú ein. Síðasta og besta vonin gegn óveðrinu sem nálgast,“ segir Littlefinger og líklegast er hann að tala við Sönsu Stark. Síðast þegar við skildum við hana var hún í Winterfell með Jon en skömmu seinna má sjá hann og aðra á flótta fyrir norðan Vegginn. Svo raða þeir sér upp í hring í miklu óveðri og virðast umkringdir af uppvakningum. Með stiklunum tveimur, og þá sérstaklega orðum Littlefinger, virðast framleiðendur þáttanna vera að gefa í skyn að Jon Snow láti lífið norðan við vegginn.Það er þó ýmislegt sem fær mann til að halda að svo verði ekki. Í fyrsta lagi má sjá Bran Stark í Winterfell í stiklunum. Hann er einmitt einnig bróðir Sönsu og það að hann fari í gegnum Vegginn getur mögulega haft miklar afleiðingar, eins og við höfum sagt frá áður. Svo vitum við að Hundurinn fer með Jon Snow norður fyrir vegginn en í stiklunni má sjá hann draga sverð með sólina í bakið. Einhverjir vilja meina að þar sé hann staddur í Kings Landing og jafnvel í hringleikahúsinu þar sem fjallið drap Oberyn Martell með því að sprengja á honum höfuðið. Líklegra þykir þó að staðurinn sé The Dragonpit og er hann skammt frá Kings Landing. Það er því hægt að leiða líkur að því að ef Hundurinn kemst aftur suður fyrir Veginn geri Jon Snow það einnig. Vonandi.En varðandi það að Sandor Clegane sé að draga sverð sitt í suðrinu. Er loksins komið að Cleganebowl? Þar sem bræðurnir Sandor og Gregor berjast til dauða. Tja, í tilfelli Sandor væri það til dauða, en hjá Gregor mögulega til meiri dauða. Við höldum í vonina. Cleganebowl hefur verið langlíf kenning og hafa margir beðið í áraraðir eftir staðfestingu á að bardagi þessi muni eiga sér stað.Orrusta á eftir orrustu Það virðast þó nokkrar orrustur eiga sér stað í þessari þáttaröð. Auðvitað þessi sem þegar er búið að nefna, norðan við Vegginn. Svo má sjá flota Daenerys sigla að Kings Landing, Unsullied hermenn berjast um kastala sem að öllum líkindum er Casterly Rock, þar sem Lannister-fjölskyldan hefur haldið til um aldir. Einnig má sjá Euron Greyjoy ráðast á flota Daenerys, eða allavega þau Theon og Yöru. Þar að auki virðist mjög stór orrusta eiga sér stað á sléttu einhverri þar sem Dothraki og Drogon gera árás á hermenn Lannister-fjölskyldunnar og Tarly-fjölskyldunnar. (Þið munið eftir Randyll Tarly. Föður Samwell Tarly, sem er væntanlega í fýlu við son sinn sem stal ómetanlegu sverði frá honum)Casterly Rock hefur í raun aldrei brugðið fyrir í hvorki þáttunum né í bókunum, að undanskildum nokkrum upprifjunum og svo virðist sem að við fáum að sjá þann kastala í fyrsta sinn. Sagan segir að engum hafi tekist að ná kastalanum af Lannister ættinni og því er ljóst að Daenerys og félagar eiga erfitt verk fyrir höndum. Hins vegar er Tyrion Lannister (Sem er pottþétt í raun Tyrion Targaryen) nokkuð fróður um Casterly Rock. Hann sá lengi um stjórnun holræsakerfis kastalans og þar komum við að smávægilegu skoti í seinni stiklunni.Ef það er mögulega einhvers staðar leynilegur inngangur inn í Casterly Rock, þá er það í holræsum kastalans. Hver þekkir þau betur en sá sem stjórnaði því um langt skeið. Tyrion sjálfur. Þarna má sjá Grey Worm stefna að litlum helli við sjávarmál og svo skömmu seinna má sjá nokkra Unsullied hermenn opna hlið fyrir mjög mörgum Unsullied hermönnum. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem að Daenerys og félagar taka kastala eða borg (Meereen) með því að lauma sér inn í gegnum holræsakerfi þeirra.Ed Sheeran í Westeros Tónlistarfólk hefur löngum verið fengið til að vera í þáttunum og má þar helst nefna meðlimi Coldplay, Of Monsters and Men og Sigurrós. Að þessu sinni mun söngvarinn vinsæli Ed Sheeran stinga upp kollinum í Westeros og taka lagið fyrir Arya Stark. Hún á það skilið blessunin. Annar möguleiki er að Arya hitti einnig úlfinn Nymeria, sem hún þurfti að skilja eftir í óbyggðum þegar úlfurinn beit fávitann Joffrey Baratheon, sem er nú dauður, blessunarlega. Það sem við erum þó líklega öll að vonast eftir er að Arya rati á endanum til Westeros, þar sem hún hittir fyrir þau Jon, Sönsu og Bran. Þá yrði öll eftirlifandi Stark-ættin komin saman á nýjan leik. Vúhú! Þau yrðu þá öll verulega breytt frá því þau skildu í fyrstu þáttaröðinni. Jon Snow hefur lent í ýmsu og meðal annars verið myrtur og endurlífgaður. Sansa er ekki lengur saklausa stelpan sem fór til Kings Landing til þess að giftast prinsinum. Þess í stað hefur hún verið gift Tyrion Lannister, sem kom reyndar ágætlega fram við hana miðað við aðstæður, og Ramsay Bolton, sem gerði það alls ekki. Þá er Arya þjálfaður einhverskonar töfra-launmorðingi og mikill harðjaxl. Bran er svo orðinn mega-skyggn og meistari í því að stjórna dýrum og jafnvel mönnum. Hér er búið að fara yfir einungis brot af því sem í vændum er. Sama hvernig fer þá skulum við vona að Stark Börnin (og Jon Targaryen) standi þessa óöld af sér. Þau hafa gengið í gegnum svo mikið greyin. Game of Thrones Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf
Það styttist óðum í frumsýningu fyrsta þáttar sjöundu þáttaraðar Game of Thrones þann 16. júlí næstkomandi. Í rauninni verður hann fyrst sýndur hér á landi á Stöð 2 aðfaranótt þess 17. Á sama tíma og hann er sýndur í Bandaríkjunum. Því þykir kjörið að rifja aðeins upp hvað hefur drifið á daga þeirra persóna sem enn eru á lífi og þykja hvað merkilegastar. Íbúar Westeros virðast eiga það eitt sameiginlegt, og lítið annað, að geta látið lífið hvenær sem er. Þættirnir eru komnir langt fram úr bókunum og því eru fáir sem vita fyrir víst hvað gerist. Því er einnig kjörið að rýna í þær tvær stiklur sem HBO hefur birt hingað til og sjá hverju við eigum mögulega von á. Því er vert og jafnvel nauðsynlegt að vara lesendur sem hafa slysast hingað inn og fyrir mistök lesið fyrstu málsgreinarnar, við því að von er á spennuspillum/spoilerum hér neðar. Ef þið hafið ratað inn í þessa grein fyrir slysni, hver veit kannski datt einhver á tölvuna eða einhver hnerraði með músina í hendinni, og viljið ekki vita hvað hefur gerst hingað til né hvað er mögulega að fara að gerast á næstu vikum, hingað og ekki lengra. Hunskist!via GIPHYÚtlit er fyrir umfangsmikil átök í Westeros milli helstu fylkinga þáttanna, ef marka má stiklurnar fyrir sjöundu þáttaröðina. Daenerys er mætt til Westeros og með henni eru þúsundir Unsullied hermanna, fjölmargir málaliðar, ótilgreindur fjöldi Ironborn sem fylgja þeim Theon og Yara Greyjoy og um hundrað þúsund Dothraki Bloodriders. Umtalsverður her það. Þá eru ótaldir drekarnir þrír. Drogon, Rhaegal og Viserion. Þær fylkingar sem þegar eru í Westeros hafa margar staðið í áralöngum og kostnaðarsömum stríðsrekstri. Í rauninni eru bara tvær fylkingar sem hafa að mestu haldið sig til hliðar við átökin. Það eru íbúar Dorne í suðurhluta Westeros og riddarar The Vale of Arryn. Þeir komu Jon Snow til bjargar gegn Ramsey Bolton í orrustu bastarðanna og virðast hafa gengið til liðs við Snow og norðrið gegn hinum dauðu, eða White Walkers. Eins og við munum ef til vill úr síðustu þáttaröð hafa systurnar Obara, Nymeria og Tyene Sand ásamt Ellaria Sand tekið völdin í Dorne og var enginn annar en Varys, geldingur og maðurinn á bak við tjöldin, kominn til Dorne. Þar fundaði hann með systrunum og hinni geðgóðu Olenna Tyrell, sem leiðir Tyrell fjölskylduna, eftir að Cersei sprengdi alla aðra meðlimi fjölskyldunnar í loft upp. Svo virtist sem að hann væri að safna bandamönnum fyrir Deanerys og virtist það ganga vel. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að systkinin/elskhugarnir Jaime og Cersei Lannister eiga við ofurefli að etja. Mögulega eiga þau þó einn bandamann í drullusokknum Euron Greyjoy. Hann var nokkuð reiður þegar Theon og Yara stálu hálfum flota Járneyjanna eftir að hann var kjörinn konungur þeirra. Jaime og Cersei eiga þó líklega við einn vanda til viðbótar að etja, en hann er varla sáttur við að hún hafi sprengt svo stóran hluta Kings Landing í loft upp. Hann myrti eitt sinn konung sinn fyrir að ætla að gera hið sama. Jamie hefur vaxið mjög í undanförnum þáttaröðum og er kominn langt frá því að vera durgurinn sem henti Bran út úr turninum í Winterfell í fyrstu þáttaröð. Það er vonandi að hann haldi áfram að blómstra. Framtíðin er hins vegar ekki björt hjá henni Cersei. Miðað við spádóminn sem hún heyrði þegar hún var ung. Þau geta þó verið ánægð með að ekkert hafi orðið úr efnahagsvandræðum Westeros, enn sem komið er allavega.Þörf á sameiningu Eitt er þó ljóst að íbúar Westeros þurfa að sameinast gegn hinum ódauðu og það sem fyrst. Áhugasamir geta kynnt sér hvað helstu persónur GOT hafa verið að baksa með því að spjalla við Chatbot í gegnum Facebook. Hann er langt frá því að vera fullkominn, en það er smá húmor í þessu og hann býr yfir miklum upplýsingum um helstu persónurnar. Til þess að kynna sér heimsálfurnar Westeros og Essos mæli ég sérstaklega með þessu korti. Þar má kynna sér kortið af hinum þekkta heimi sem Game of Thrones þættirnir gerast í. Einnig má smella á staðarnöfn til þess að fá frekari upplýsingar um þá og með smá fikti má sjá ferðalög persóna þáttanna á milli þátta. En snúum okkur að stiklunum tveimur. Sú fyrri var birt þann 24. maí.Sú seinni var birt þann 21. júní.Það er ýmislegt sem gengur hér á í stiklunum tveimur. Ef einhverjir áhugasamir lesendur hafa áhuga á að kynna sér stiklurnar, nánast ramma fyrir ramma, stiklanna og þá sérstaklega nýrri stikluna má mæla með greinum Watchers on the Wall, eða Vulture. Einnig má horfa á tvö útskýringarmyndbönd Alt Shift X. (Mæli sérstaklega með myndböndunum. Góðar 25 mínútur sem enginn ætti að sjá eftir)Lannister systkinin eru umkringd óvinum. Í austri má sjá Grey Worm, sem leiðir heri Deanerys. Í vestri er drungalegt skip, en það tilheyrir væntanlega annað hvort Theon og Yara eða Euron, ef hann verður ekki bandamaður Lannister systkinanna. Í suðri má sjá einhvern brýna spjótsenda og er það mögulega tilvísun til Dorne og í norðri má sjá Aryu Stark á hesti. Í stiklunum má einnig sjá Íslandi bregða fyrir, eða nánar tiltekið Dyrhólaey. Þar að auki var bardagi á milli Jon Snow, Tormund og félaga, þar á meðal Beric Dondarrion og Hundurinn, Sandor Clegane, gegn White Walkers var tekinn upp á Íslandi.Deanerys mætir til eyjunnar Dragonstone. Forfeður Deanerys lögðu eyjuna undir sig á öldum áður, eftir að hafa flúið frá Valyria, og þaðan skipulagði Aegon I Targaryen, eða Aegon The Conqueror, innrás sína í Westeros. Hún er mætt þangað aftur til að skipuleggja eigin innrás í Westeros. Þar að auki má sjá að Melisandre virðist vera á Dragonstone og það þýðir að hún hafi farið til fundar Deanerys eftir að Jon rak hana á brott í síðustu þáttaröð fyrir að brenna Shireen Baratheon í þar síðustu þáttaröð. Í stiklunni heyrum við rödd annars drullusokks, Petyr Baelysh, eða Littlefinger. „Faðir þinn og bræður eru farnir, en hér stendur þú ein. Síðasta og besta vonin gegn óveðrinu sem nálgast,“ segir Littlefinger og líklegast er hann að tala við Sönsu Stark. Síðast þegar við skildum við hana var hún í Winterfell með Jon en skömmu seinna má sjá hann og aðra á flótta fyrir norðan Vegginn. Svo raða þeir sér upp í hring í miklu óveðri og virðast umkringdir af uppvakningum. Með stiklunum tveimur, og þá sérstaklega orðum Littlefinger, virðast framleiðendur þáttanna vera að gefa í skyn að Jon Snow láti lífið norðan við vegginn.Það er þó ýmislegt sem fær mann til að halda að svo verði ekki. Í fyrsta lagi má sjá Bran Stark í Winterfell í stiklunum. Hann er einmitt einnig bróðir Sönsu og það að hann fari í gegnum Vegginn getur mögulega haft miklar afleiðingar, eins og við höfum sagt frá áður. Svo vitum við að Hundurinn fer með Jon Snow norður fyrir vegginn en í stiklunni má sjá hann draga sverð með sólina í bakið. Einhverjir vilja meina að þar sé hann staddur í Kings Landing og jafnvel í hringleikahúsinu þar sem fjallið drap Oberyn Martell með því að sprengja á honum höfuðið. Líklegra þykir þó að staðurinn sé The Dragonpit og er hann skammt frá Kings Landing. Það er því hægt að leiða líkur að því að ef Hundurinn kemst aftur suður fyrir Veginn geri Jon Snow það einnig. Vonandi.En varðandi það að Sandor Clegane sé að draga sverð sitt í suðrinu. Er loksins komið að Cleganebowl? Þar sem bræðurnir Sandor og Gregor berjast til dauða. Tja, í tilfelli Sandor væri það til dauða, en hjá Gregor mögulega til meiri dauða. Við höldum í vonina. Cleganebowl hefur verið langlíf kenning og hafa margir beðið í áraraðir eftir staðfestingu á að bardagi þessi muni eiga sér stað.Orrusta á eftir orrustu Það virðast þó nokkrar orrustur eiga sér stað í þessari þáttaröð. Auðvitað þessi sem þegar er búið að nefna, norðan við Vegginn. Svo má sjá flota Daenerys sigla að Kings Landing, Unsullied hermenn berjast um kastala sem að öllum líkindum er Casterly Rock, þar sem Lannister-fjölskyldan hefur haldið til um aldir. Einnig má sjá Euron Greyjoy ráðast á flota Daenerys, eða allavega þau Theon og Yöru. Þar að auki virðist mjög stór orrusta eiga sér stað á sléttu einhverri þar sem Dothraki og Drogon gera árás á hermenn Lannister-fjölskyldunnar og Tarly-fjölskyldunnar. (Þið munið eftir Randyll Tarly. Föður Samwell Tarly, sem er væntanlega í fýlu við son sinn sem stal ómetanlegu sverði frá honum)Casterly Rock hefur í raun aldrei brugðið fyrir í hvorki þáttunum né í bókunum, að undanskildum nokkrum upprifjunum og svo virðist sem að við fáum að sjá þann kastala í fyrsta sinn. Sagan segir að engum hafi tekist að ná kastalanum af Lannister ættinni og því er ljóst að Daenerys og félagar eiga erfitt verk fyrir höndum. Hins vegar er Tyrion Lannister (Sem er pottþétt í raun Tyrion Targaryen) nokkuð fróður um Casterly Rock. Hann sá lengi um stjórnun holræsakerfis kastalans og þar komum við að smávægilegu skoti í seinni stiklunni.Ef það er mögulega einhvers staðar leynilegur inngangur inn í Casterly Rock, þá er það í holræsum kastalans. Hver þekkir þau betur en sá sem stjórnaði því um langt skeið. Tyrion sjálfur. Þarna má sjá Grey Worm stefna að litlum helli við sjávarmál og svo skömmu seinna má sjá nokkra Unsullied hermenn opna hlið fyrir mjög mörgum Unsullied hermönnum. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem að Daenerys og félagar taka kastala eða borg (Meereen) með því að lauma sér inn í gegnum holræsakerfi þeirra.Ed Sheeran í Westeros Tónlistarfólk hefur löngum verið fengið til að vera í þáttunum og má þar helst nefna meðlimi Coldplay, Of Monsters and Men og Sigurrós. Að þessu sinni mun söngvarinn vinsæli Ed Sheeran stinga upp kollinum í Westeros og taka lagið fyrir Arya Stark. Hún á það skilið blessunin. Annar möguleiki er að Arya hitti einnig úlfinn Nymeria, sem hún þurfti að skilja eftir í óbyggðum þegar úlfurinn beit fávitann Joffrey Baratheon, sem er nú dauður, blessunarlega. Það sem við erum þó líklega öll að vonast eftir er að Arya rati á endanum til Westeros, þar sem hún hittir fyrir þau Jon, Sönsu og Bran. Þá yrði öll eftirlifandi Stark-ættin komin saman á nýjan leik. Vúhú! Þau yrðu þá öll verulega breytt frá því þau skildu í fyrstu þáttaröðinni. Jon Snow hefur lent í ýmsu og meðal annars verið myrtur og endurlífgaður. Sansa er ekki lengur saklausa stelpan sem fór til Kings Landing til þess að giftast prinsinum. Þess í stað hefur hún verið gift Tyrion Lannister, sem kom reyndar ágætlega fram við hana miðað við aðstæður, og Ramsay Bolton, sem gerði það alls ekki. Þá er Arya þjálfaður einhverskonar töfra-launmorðingi og mikill harðjaxl. Bran er svo orðinn mega-skyggn og meistari í því að stjórna dýrum og jafnvel mönnum. Hér er búið að fara yfir einungis brot af því sem í vændum er. Sama hvernig fer þá skulum við vona að Stark Börnin (og Jon Targaryen) standi þessa óöld af sér. Þau hafa gengið í gegnum svo mikið greyin.