Gegn einsleitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku. Það sem fræðimennirnir kalla viðskiptaelítu eru framkvæmdastjórar í íslenskum fyrirtækjum. Í grein um úttektina, sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, kemur fram að í póstnúmerunum 210 Garðabær og 170 Seltjarnarnes búa 2,5 sinnum fleiri einstaklingar í viðskiptaelítunni en vænta hefði mátt út frá íbúafjölda. „Einsleitnin í vali á búsetu viðskipta- og atvinnulífselítunnar endurspeglar þannig tiltekinn tekjuójöfnuð í samfélaginu, jafnvel einnig sameiginlegt gildismat á því hvar sé æskilegt að búa, og gefur þannig til kynna að elítan sé ekki endilega þverskurður af íslensku þjóðinni,“ segir í greininni. Höfundarnir telja að niðurstöðurnar bendi til þess að íslenska þjóðfélagið sé lagskipt og að gjá sé á milli elítunnar og almennings. Ekkert í greininni sjálfri styður að búsetueinsleitnin sem er til staðar ýti undir ójöfnuð og að sama skapi sér þess ekki stað að búsetueinsleitnin ein og sér skapi tiltekna gjá á milli viðskiptaelítunnar og hinna. Búsetueinsleitni dregur hins vegar úr félagslegum hreyfanleika í samfélaginu. Sveitarfélög geta spornað gegn búsetueinsleitni með því að skipuleggja hverfi með blandaðri byggð. Með skipulagi sem gerir ráð fyrir litlum og meðalstórum íbúðum og með úthlutun lóða til leigufélaga og búseturéttarfélaga. Flest sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa reynt að gera þetta upp að einhverju marki þótt viðleitni þeirra í þessa veru sé misjöfn. Að þessu sögðu er hins vegar ljóst að ákveðinn hluti tekjuhærri hópanna vill búa í hverfum með öðrum í sömu stöðu. Þess vegna er búsetueinsleitni til staðar í öllum vestrænum samfélögum. Ríkt fólk vill búa innan um annað ríkt fólk. Þetta fólk þarf hins vegar að velta fyrir sér hvers konar gildi það vill að börn þess tileinki sér. Hver verða gildi manneskju sem býr við allsnægtir, þarf aldrei að hafa fyrir nokkrum sköpuðum hlut og elst upp í hverfi með börnum í sömu stöðu? Manneskjan er summan af samanlagðri reynslu. Það sem mótar karakter fólks eru atburðir á lífsleiðinni sem marka djúp spor. Persónulegt mótlæti og erfiðleikar herða einstaklinginn. Að kynnast fólki með fjölbreyttan bakgrunn og af stöðu ólíkri þeirri sem maður er sjálfur í stuðlar að víðsýni og dýpkar skilning á misjafnri stöðu ólíkra þjóðfélagshópa. Einstaklingur sem er vafinn inn í bómull allt sitt líf hefur ekki öðlast þá reynslu sem er nauðsynleg til þess að geta sett sig í spor annarra. Geta viðkomandi til að glíma við raunverulegt mótlæti sem fullorðin manneskja er jafnframt stórlega skert samanborið við þann sem er mótaður af fjölbreyttri reynslu. Sveitarfélög ættu að sporna gegn búsetueinsleitni og reyna að stuðla að menningarlegri fjölbreytni. Einstaklingurinn getur líka axlað ábyrgð með ákvörðun um búsetu. Hann getur ákveðið að styðja fjölbreytni en hafna einsleitni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku. Það sem fræðimennirnir kalla viðskiptaelítu eru framkvæmdastjórar í íslenskum fyrirtækjum. Í grein um úttektina, sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, kemur fram að í póstnúmerunum 210 Garðabær og 170 Seltjarnarnes búa 2,5 sinnum fleiri einstaklingar í viðskiptaelítunni en vænta hefði mátt út frá íbúafjölda. „Einsleitnin í vali á búsetu viðskipta- og atvinnulífselítunnar endurspeglar þannig tiltekinn tekjuójöfnuð í samfélaginu, jafnvel einnig sameiginlegt gildismat á því hvar sé æskilegt að búa, og gefur þannig til kynna að elítan sé ekki endilega þverskurður af íslensku þjóðinni,“ segir í greininni. Höfundarnir telja að niðurstöðurnar bendi til þess að íslenska þjóðfélagið sé lagskipt og að gjá sé á milli elítunnar og almennings. Ekkert í greininni sjálfri styður að búsetueinsleitnin sem er til staðar ýti undir ójöfnuð og að sama skapi sér þess ekki stað að búsetueinsleitnin ein og sér skapi tiltekna gjá á milli viðskiptaelítunnar og hinna. Búsetueinsleitni dregur hins vegar úr félagslegum hreyfanleika í samfélaginu. Sveitarfélög geta spornað gegn búsetueinsleitni með því að skipuleggja hverfi með blandaðri byggð. Með skipulagi sem gerir ráð fyrir litlum og meðalstórum íbúðum og með úthlutun lóða til leigufélaga og búseturéttarfélaga. Flest sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa reynt að gera þetta upp að einhverju marki þótt viðleitni þeirra í þessa veru sé misjöfn. Að þessu sögðu er hins vegar ljóst að ákveðinn hluti tekjuhærri hópanna vill búa í hverfum með öðrum í sömu stöðu. Þess vegna er búsetueinsleitni til staðar í öllum vestrænum samfélögum. Ríkt fólk vill búa innan um annað ríkt fólk. Þetta fólk þarf hins vegar að velta fyrir sér hvers konar gildi það vill að börn þess tileinki sér. Hver verða gildi manneskju sem býr við allsnægtir, þarf aldrei að hafa fyrir nokkrum sköpuðum hlut og elst upp í hverfi með börnum í sömu stöðu? Manneskjan er summan af samanlagðri reynslu. Það sem mótar karakter fólks eru atburðir á lífsleiðinni sem marka djúp spor. Persónulegt mótlæti og erfiðleikar herða einstaklinginn. Að kynnast fólki með fjölbreyttan bakgrunn og af stöðu ólíkri þeirri sem maður er sjálfur í stuðlar að víðsýni og dýpkar skilning á misjafnri stöðu ólíkra þjóðfélagshópa. Einstaklingur sem er vafinn inn í bómull allt sitt líf hefur ekki öðlast þá reynslu sem er nauðsynleg til þess að geta sett sig í spor annarra. Geta viðkomandi til að glíma við raunverulegt mótlæti sem fullorðin manneskja er jafnframt stórlega skert samanborið við þann sem er mótaður af fjölbreyttri reynslu. Sveitarfélög ættu að sporna gegn búsetueinsleitni og reyna að stuðla að menningarlegri fjölbreytni. Einstaklingurinn getur líka axlað ábyrgð með ákvörðun um búsetu. Hann getur ákveðið að styðja fjölbreytni en hafna einsleitni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun