Bílskúrinn: Hamilton drottnaði á heimavelli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. júlí 2017 08:00 Lewis Hamilton fagnar með áhorfendum eftir keppnina á Silverstone. Vísir/Getty Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig. Farið verður yfir allt það helsta úr breska kappakstrinum í Bílaskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Engum hömlum var komið á Hamilton um helgina.Vísir/GettyHeimamaðurinn hömlulaus Lewis Hamilton var á eldi eins og hann myndi segja, nema á ensku. Hann var á ráspól, leiddi alla hringina, átti hraðasta hringinn í keppninni og vann keppnina. Hann var gjörsamlega hömlulaus. Keppinautar hanns gátu engum böndum á hann komið. Þetta var fimmta skipti sem Hamilton vinnur á Silverstone brautinni. Hann er nú búinn að vinna fjórum sinnum í röð. Hamilton fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að láta ekki sjá sig á kynningarviðburði í miðborg Lundúna á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann sagðist þurfa að kúpla sig út og vilja endurstilla sig fyrir breska kappaksturinn til að hafa fullkomna einbeitingu fyrir helgina enda væri titilbaráttan hans helsta forgangsmál. Hann hefur heldur betur svarað þessari gagnrýni með því að eiga tromp gegn öllum útspilum keppinauta hans um helgina.Heimsmeistaramótið opnaðist eins og Pirelli dekkin undir Ferrari bílunum undir lok keppninnar.Vísir/GettyHeimsmeistarakeppnin galopnaðist Tvö sprungin framdekk skemmdu stigasöfnun Ferrari um helgina. Hún hefði að öllum líkindum orðið talsvert meiri ef allt hefði gengið eftir. Hins vegar sprengdu báðir Ferrari bílarnir vinstra framdekk á síðustu hringjum keppninnar. Kimi Raikkonen tókst að bjarga verðlaunasæti en missti annað sætið í hendur Valtteri Bottas á Mercedes. Vettel varð öllu verr úti. Allt stefndi í hann næði í verðlaunasæti en svo kom skellurinn. Loftþrýstingurinn í vinstra framdekkinu féll skyndilega og hann þurfti að koma inn til að bjarga sér yfir marklínuna og þá var hann orðinn sjöundi og tapaði 19 stigum í baráttunni við Hamilton á þessum tveimur hringjum. Hamilton er því kominn aftur í grjótharða titilbaráttu. Bottas hefur líka komist í kallfæri við titilinn þegar tímabilið er hálfnað. Bottas er nú 23 stigum á eftir Vettel. Það er rétt að árétta að 25 stig fást fyrir fyrsta sæti. Lendi Hamilton og Vettel saman í Ungverjalandi eftir tæpar tvær vikur er ekkert ólíklegt að Bottas sigli heim 25 stigum. Það getur allt gerst í Formúlu 1.Carlos Sainz gæti verið stórt púsl í ökumannsmarkaðnum í ár.Vísir/GettyÖkumannsmarkaðurinn Bottas, Carlos Sainz, Daniil Kvyat, Raikkonen og meira að segja Hamilton eru til umræðu um allan heim í mögulegri hringekkju sem fer á flug um mitt tímabil á hverju ári í Formúlu 1. Valtteri Bottas þykir afar líklegur til að halda sæti sínu hjá Mercedes en hann fékk eins árs samning til að byrja með en Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes hefur sagt að það sé nánast eina rökrétta framhaldið að framlengja við Bottas. Carlos Sainz hefur heldur betur látið í ljós að hann ætli sér ekki að aka fyrir Toro Rosso liðið á næsta ári. Hann hefur verið orðaður við sæti Jolyon Palmer hjá Renault og það jafnvel strax eftir sumarfrí sem hefst eftir ungverska kappaksturinn sem fram fer aðra helgi. Daniil Kvyat gerði sér lítið fyrir og ók liðsfélaga sinn hjá Toro Rosso, Sainz úr keppni á Silverstone. Sæti hans er talið í hættu en hann hefur verið með eindæmum duglegur að koma sér í klandur á tíambilinu. Stemningin hjá Toro Rosso er ekki með besta móti. Það er orðið næsta árlegur viðburður að spá í stöðu Kimi Raikkonen hjá Ferrari, verður hann með liðinu á næsta ári eða ekki? Hver veit, ekki gleyma að hann færði Vettel Mónakó kappaksturinn á silfurfati. Nú segja sögurnar að Hamilton hafi sagt nánum vinum sínum, greinilega ekki of nánum ef satt er, að hann dreymi um að enda feril sinn í Formúlu 1 með Ferrari. Hann hefur þó sagt að hann muni heiðra samning sin og aka með Mercedes út 2018 hið minnsta.Sprungin dekk neyddu báða Ferrari bílana í seinbúið þjónustuhlé.Vísir/GettyÍtalir að eyðileggja fyrir Ítölum? Stórfurðulegt drama kom upp á síðustu hringjum keppninnar um helgina. Báðir Ferrari bílarnir sprengdu vinstra framdekk á síðustu hringjum keppninnar. Ítalski dekkjaframleiðandinn hafði ekki neinar sérstakar skýringar en sagði að það væru ólíkar skýringar fyrir því að dekkin misstu loft. Pirelli ætlaði þó að hefja rannsókn á málinu. Dekkin virtust eindaldlega missa loft og striginn undir gúmmíinu hreinlega flettast af. Ítalirnir hjá Pirelli voru ítalska bílaframleiðandanum verstir um helgina.Valtteri Bottas er að vaxa í Mercedes bílnum og mun bara sækja á eftir því sem líður á tímabilið.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Valtteri Bottas fær þessa rós í hnappagatið fyrir keppnina í Bretlandi, að mati blaðamanns Vísis. Hann ræsti níundi eftir að hafa þurft að taka út fimm sæta bakfærslu á ráslínu vegna þess að skipta þurfti um gírkassa í Mercedes bíl hans. Bottas er með þessum akstri búinn að stimpla sig duglega inn í baráttuna um heimsmeistaratitilinn og hann hefur verið drjúgur í stigasöfnun fyrir Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Hamilton saxar á loftlausan Vettel | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr breska kappakstrinum sem fram fór í dag. 16. júlí 2017 14:45 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30 Hamilton: Það er ólýsanleg tilfinninga að vinna hérna Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 16. júlí 2017 19:45 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig. Farið verður yfir allt það helsta úr breska kappakstrinum í Bílaskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Engum hömlum var komið á Hamilton um helgina.Vísir/GettyHeimamaðurinn hömlulaus Lewis Hamilton var á eldi eins og hann myndi segja, nema á ensku. Hann var á ráspól, leiddi alla hringina, átti hraðasta hringinn í keppninni og vann keppnina. Hann var gjörsamlega hömlulaus. Keppinautar hanns gátu engum böndum á hann komið. Þetta var fimmta skipti sem Hamilton vinnur á Silverstone brautinni. Hann er nú búinn að vinna fjórum sinnum í röð. Hamilton fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að láta ekki sjá sig á kynningarviðburði í miðborg Lundúna á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann sagðist þurfa að kúpla sig út og vilja endurstilla sig fyrir breska kappaksturinn til að hafa fullkomna einbeitingu fyrir helgina enda væri titilbaráttan hans helsta forgangsmál. Hann hefur heldur betur svarað þessari gagnrýni með því að eiga tromp gegn öllum útspilum keppinauta hans um helgina.Heimsmeistaramótið opnaðist eins og Pirelli dekkin undir Ferrari bílunum undir lok keppninnar.Vísir/GettyHeimsmeistarakeppnin galopnaðist Tvö sprungin framdekk skemmdu stigasöfnun Ferrari um helgina. Hún hefði að öllum líkindum orðið talsvert meiri ef allt hefði gengið eftir. Hins vegar sprengdu báðir Ferrari bílarnir vinstra framdekk á síðustu hringjum keppninnar. Kimi Raikkonen tókst að bjarga verðlaunasæti en missti annað sætið í hendur Valtteri Bottas á Mercedes. Vettel varð öllu verr úti. Allt stefndi í hann næði í verðlaunasæti en svo kom skellurinn. Loftþrýstingurinn í vinstra framdekkinu féll skyndilega og hann þurfti að koma inn til að bjarga sér yfir marklínuna og þá var hann orðinn sjöundi og tapaði 19 stigum í baráttunni við Hamilton á þessum tveimur hringjum. Hamilton er því kominn aftur í grjótharða titilbaráttu. Bottas hefur líka komist í kallfæri við titilinn þegar tímabilið er hálfnað. Bottas er nú 23 stigum á eftir Vettel. Það er rétt að árétta að 25 stig fást fyrir fyrsta sæti. Lendi Hamilton og Vettel saman í Ungverjalandi eftir tæpar tvær vikur er ekkert ólíklegt að Bottas sigli heim 25 stigum. Það getur allt gerst í Formúlu 1.Carlos Sainz gæti verið stórt púsl í ökumannsmarkaðnum í ár.Vísir/GettyÖkumannsmarkaðurinn Bottas, Carlos Sainz, Daniil Kvyat, Raikkonen og meira að segja Hamilton eru til umræðu um allan heim í mögulegri hringekkju sem fer á flug um mitt tímabil á hverju ári í Formúlu 1. Valtteri Bottas þykir afar líklegur til að halda sæti sínu hjá Mercedes en hann fékk eins árs samning til að byrja með en Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes hefur sagt að það sé nánast eina rökrétta framhaldið að framlengja við Bottas. Carlos Sainz hefur heldur betur látið í ljós að hann ætli sér ekki að aka fyrir Toro Rosso liðið á næsta ári. Hann hefur verið orðaður við sæti Jolyon Palmer hjá Renault og það jafnvel strax eftir sumarfrí sem hefst eftir ungverska kappaksturinn sem fram fer aðra helgi. Daniil Kvyat gerði sér lítið fyrir og ók liðsfélaga sinn hjá Toro Rosso, Sainz úr keppni á Silverstone. Sæti hans er talið í hættu en hann hefur verið með eindæmum duglegur að koma sér í klandur á tíambilinu. Stemningin hjá Toro Rosso er ekki með besta móti. Það er orðið næsta árlegur viðburður að spá í stöðu Kimi Raikkonen hjá Ferrari, verður hann með liðinu á næsta ári eða ekki? Hver veit, ekki gleyma að hann færði Vettel Mónakó kappaksturinn á silfurfati. Nú segja sögurnar að Hamilton hafi sagt nánum vinum sínum, greinilega ekki of nánum ef satt er, að hann dreymi um að enda feril sinn í Formúlu 1 með Ferrari. Hann hefur þó sagt að hann muni heiðra samning sin og aka með Mercedes út 2018 hið minnsta.Sprungin dekk neyddu báða Ferrari bílana í seinbúið þjónustuhlé.Vísir/GettyÍtalir að eyðileggja fyrir Ítölum? Stórfurðulegt drama kom upp á síðustu hringjum keppninnar um helgina. Báðir Ferrari bílarnir sprengdu vinstra framdekk á síðustu hringjum keppninnar. Ítalski dekkjaframleiðandinn hafði ekki neinar sérstakar skýringar en sagði að það væru ólíkar skýringar fyrir því að dekkin misstu loft. Pirelli ætlaði þó að hefja rannsókn á málinu. Dekkin virtust eindaldlega missa loft og striginn undir gúmmíinu hreinlega flettast af. Ítalirnir hjá Pirelli voru ítalska bílaframleiðandanum verstir um helgina.Valtteri Bottas er að vaxa í Mercedes bílnum og mun bara sækja á eftir því sem líður á tímabilið.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Valtteri Bottas fær þessa rós í hnappagatið fyrir keppnina í Bretlandi, að mati blaðamanns Vísis. Hann ræsti níundi eftir að hafa þurft að taka út fimm sæta bakfærslu á ráslínu vegna þess að skipta þurfti um gírkassa í Mercedes bíl hans. Bottas er með þessum akstri búinn að stimpla sig duglega inn í baráttuna um heimsmeistaratitilinn og hann hefur verið drjúgur í stigasöfnun fyrir Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton saxar á loftlausan Vettel | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr breska kappakstrinum sem fram fór í dag. 16. júlí 2017 14:45 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30 Hamilton: Það er ólýsanleg tilfinninga að vinna hérna Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 16. júlí 2017 19:45 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Hamilton saxar á loftlausan Vettel | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr breska kappakstrinum sem fram fór í dag. 16. júlí 2017 14:45
Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30
Hamilton: Það er ólýsanleg tilfinninga að vinna hérna Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 16. júlí 2017 19:45
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti