Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 12:30 Nýliðarnir tveir; Agla María Albertsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. vísir/tom Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks, er einn af EM-nýliðunum í íslenska hópnum í Hollandi en hún tryggði sér farseðilinn á Evrópumótið með frábærri frammistöðu í síðustu tveimur vináttuleikjum Íslands fyrir mótið sem voru gegn Írlandi og Brasilíu. Ingibjörg fékk mikið lof fyrir frammistöðuna á móti Brasilíu, síðast á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem samherji hennar í Blikaliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, hrósaði henni í hástert. Ingibjörg, sem er fædd árið 1997, er svona enn að ná áttum eftir að vera komin á stórmót í fyrsta sinn en spili hún á móti Frakklandi á morgun verður það aðeins hennar þriðji landsleikur. „Það er rosalega gaman að vera komin hingað og mjög spennandi,“ segir Ingibjörg við Vísi á hóteli stelpnanna í gær þangað sem íslensku fjölmiðlarnir fengu að kíkja í heimsókn.Ingibjörg Sigurðardóttir átti stórleik á móti Brasilíu og fékk farseðilinn á EM.vísir/antonKennir manni svo margt Fleiri nýliðar eru í hópnum eins og Agla María Albertsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Reynsluboltarnir fara vel með þessar nýju. „Það er farið mjög vel með okkur. Stelpurnar eru allar mjög almennilegar og taka vel á móti okkur. Það er ekkert vesen með það,“ segir Ingibjörg. „Þetta dæmi er allt annað en ég bjóst við. Hér eru bara atvinnumenn í kringum mann. Maður lærir svo margt nýtt, alltaf eitthvað á hverjum degi.“ Ingibjörg segist njóta þess að æfa með atvinnumönnum eins og Söru Björk, Dagnýju og Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem veita henni mikinn innblástur. „Þetta kennir manni svo ótrúlega margt. Maður sér strax hvað maður getur bætt í sínum leik og hvernig maður æfir með því að horfa á þessa atvinnumenn æfa. Maður vissi ekkert hvernig þær hafa verið að gera þetta því ég er bara heima á Íslandi í mínum þægindaramma. Það er bara geggjað að sjá þetta og upplifa,“ segir hún en hvetur þetta miðvörðinn til frekari dáða? „Alveg klárlega. Um leið og maður mætti fyrst í hópinn fór maður strax að hugsa um hvað maður þarf að gera betur. Ég verð að gera allar æfingar á fullu og svo tek ég þetta með mér heim á æfingar með Breiðabliki og er ákveðnari þar á æfingum.“Ingibjörg á landsliðsæfingu um helgina með samherja sínum í Breiðabliki, Fanndísi Friðriksdóttur.vísir/tomNýliðarnir saman í herbergi Ingibjörg byrjaði síðustu tvo leiki íslenska liðsins í fjarveru Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur en hún er nú komin aftur. Vonast Ingibjörg eftir byrjunarliðssæti á móti Frakklandi? „Maður vill alltaf spila en Anna Björk er frábær leikmaður. Það er mikil samkeppni um þessar stöður því Arna Sif er þarna líka og hún hefur verið að koma mjög sterk inn. Ég legg mig alla fram á æfingum en síðan verð ég bara að vona það besta og vonast eftir fleiri mínútum og einhverjum tækifærum,“ segir hún. Ingibjörg var sett í herbergi með öðrum nýliða, Öglu Maríu Albertsdóttur, en þær þekkjast frá því á árum áður. Þær ólust báðar upp í Breiðabliki áður en Agla María fór í Val og svo Stjörnuna en hjá Blikum urðu þær saman Íslandsmeistarar í 2. flokki. „Hún er Bliki, það má ekki gleymast. Við Agla María náum vel saman og það er fínt að hafa hana sem herbergisfélaga. Það er langt síðan við vorum samherjar síðast þannig það er gaman að vera með henni núna,“ segir Ingibjörg og viðurkennir að lætin séu ekki mikil úr þeirra herbergi.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Lagði mikið á sig til að ná EM Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst. 17. júlí 2017 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks, er einn af EM-nýliðunum í íslenska hópnum í Hollandi en hún tryggði sér farseðilinn á Evrópumótið með frábærri frammistöðu í síðustu tveimur vináttuleikjum Íslands fyrir mótið sem voru gegn Írlandi og Brasilíu. Ingibjörg fékk mikið lof fyrir frammistöðuna á móti Brasilíu, síðast á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem samherji hennar í Blikaliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, hrósaði henni í hástert. Ingibjörg, sem er fædd árið 1997, er svona enn að ná áttum eftir að vera komin á stórmót í fyrsta sinn en spili hún á móti Frakklandi á morgun verður það aðeins hennar þriðji landsleikur. „Það er rosalega gaman að vera komin hingað og mjög spennandi,“ segir Ingibjörg við Vísi á hóteli stelpnanna í gær þangað sem íslensku fjölmiðlarnir fengu að kíkja í heimsókn.Ingibjörg Sigurðardóttir átti stórleik á móti Brasilíu og fékk farseðilinn á EM.vísir/antonKennir manni svo margt Fleiri nýliðar eru í hópnum eins og Agla María Albertsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Reynsluboltarnir fara vel með þessar nýju. „Það er farið mjög vel með okkur. Stelpurnar eru allar mjög almennilegar og taka vel á móti okkur. Það er ekkert vesen með það,“ segir Ingibjörg. „Þetta dæmi er allt annað en ég bjóst við. Hér eru bara atvinnumenn í kringum mann. Maður lærir svo margt nýtt, alltaf eitthvað á hverjum degi.“ Ingibjörg segist njóta þess að æfa með atvinnumönnum eins og Söru Björk, Dagnýju og Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem veita henni mikinn innblástur. „Þetta kennir manni svo ótrúlega margt. Maður sér strax hvað maður getur bætt í sínum leik og hvernig maður æfir með því að horfa á þessa atvinnumenn æfa. Maður vissi ekkert hvernig þær hafa verið að gera þetta því ég er bara heima á Íslandi í mínum þægindaramma. Það er bara geggjað að sjá þetta og upplifa,“ segir hún en hvetur þetta miðvörðinn til frekari dáða? „Alveg klárlega. Um leið og maður mætti fyrst í hópinn fór maður strax að hugsa um hvað maður þarf að gera betur. Ég verð að gera allar æfingar á fullu og svo tek ég þetta með mér heim á æfingar með Breiðabliki og er ákveðnari þar á æfingum.“Ingibjörg á landsliðsæfingu um helgina með samherja sínum í Breiðabliki, Fanndísi Friðriksdóttur.vísir/tomNýliðarnir saman í herbergi Ingibjörg byrjaði síðustu tvo leiki íslenska liðsins í fjarveru Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur en hún er nú komin aftur. Vonast Ingibjörg eftir byrjunarliðssæti á móti Frakklandi? „Maður vill alltaf spila en Anna Björk er frábær leikmaður. Það er mikil samkeppni um þessar stöður því Arna Sif er þarna líka og hún hefur verið að koma mjög sterk inn. Ég legg mig alla fram á æfingum en síðan verð ég bara að vona það besta og vonast eftir fleiri mínútum og einhverjum tækifærum,“ segir hún. Ingibjörg var sett í herbergi með öðrum nýliða, Öglu Maríu Albertsdóttur, en þær þekkjast frá því á árum áður. Þær ólust báðar upp í Breiðabliki áður en Agla María fór í Val og svo Stjörnuna en hjá Blikum urðu þær saman Íslandsmeistarar í 2. flokki. „Hún er Bliki, það má ekki gleymast. Við Agla María náum vel saman og það er fínt að hafa hana sem herbergisfélaga. Það er langt síðan við vorum samherjar síðast þannig það er gaman að vera með henni núna,“ segir Ingibjörg og viðurkennir að lætin séu ekki mikil úr þeirra herbergi.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Lagði mikið á sig til að ná EM Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst. 17. júlí 2017 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30
Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30
Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Lagði mikið á sig til að ná EM Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst. 17. júlí 2017 08:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti