Kvaddi Skota með sigri eftir tólf ár sem landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 13:45 Signeul hughreystir hér Vaila Barsley sem var svekkt eftir að Skotar féllu úr leik á EM í Hollandi þrátt fyrir sigur í gær. Vísir/Getty Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30