Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2017 13:45 Katrín Jónsdóttir hefur fylgst vel með stelpunum okkar í Hollandi. Vísir Katrín Jónsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður liðsins í tæpa tvo áratugi, segir eðilegt að svekkelsið sé mikið hjá leikmönnum íslenska liðsins eftir að það féll úr leik á EM í Hollandi. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún er stödd í Hollandi þar sem hún hefur verið að fylgjast með sínum gömlu landsliðsfélögum. „Maður gat sett sig í þeirra spor,“ sagði hún en Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og féll úr leik er Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli á laugardagskvöldið. „Leikmenn voru búnir að setja sér markmið fyrir löngu og vinna lengi að því að ná þeim. Það er gríðarlegt svekkelsi þegar maður nær þeim ekki.“ Katrín hrósaði íslensku vörninni sérstaklega fyrir frammistöðuna gegn Frakklandi en Katrín var um langt árabil leiðtogi varnarinnar í íslenska landsliðinu. „Varnarleikurinn gegn Frakklandi var einn sá besti sem Ísland hefur spilað,“ sagði Katrín sem á 133 landsleiki að baki. Hún hætti að spila árið 2013. Það hefur verið talsverð umræða um íslenska liðið eftir að niðurstaðan var ljós en Katrín hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Ísland er ekki að dragast aftur úr. Liðum er almennt að fara fram og það er meiri breidd en áður.“ „Það má ekki gleyma því að það var ótrúleg meiðslasaga hjá íslenska liðinu og það getur skipt meira máli fyrir minni þjóðir en aðrar.“ Hún hrósaði þó mjög ungum og reynslulitlum leikmönnum sem hafa komið inn í liðið. „Þetta var ekki hægt fyrir 5-10 árum síðan, að fá leikmenn svo snöggt inn í liðið. Breiddin er því að aukast hjá okkur og ef maður lítur á heildina hefur þróunin hjá liðinu verið mjög góð.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður liðsins í tæpa tvo áratugi, segir eðilegt að svekkelsið sé mikið hjá leikmönnum íslenska liðsins eftir að það féll úr leik á EM í Hollandi. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún er stödd í Hollandi þar sem hún hefur verið að fylgjast með sínum gömlu landsliðsfélögum. „Maður gat sett sig í þeirra spor,“ sagði hún en Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og féll úr leik er Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli á laugardagskvöldið. „Leikmenn voru búnir að setja sér markmið fyrir löngu og vinna lengi að því að ná þeim. Það er gríðarlegt svekkelsi þegar maður nær þeim ekki.“ Katrín hrósaði íslensku vörninni sérstaklega fyrir frammistöðuna gegn Frakklandi en Katrín var um langt árabil leiðtogi varnarinnar í íslenska landsliðinu. „Varnarleikurinn gegn Frakklandi var einn sá besti sem Ísland hefur spilað,“ sagði Katrín sem á 133 landsleiki að baki. Hún hætti að spila árið 2013. Það hefur verið talsverð umræða um íslenska liðið eftir að niðurstaðan var ljós en Katrín hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Ísland er ekki að dragast aftur úr. Liðum er almennt að fara fram og það er meiri breidd en áður.“ „Það má ekki gleyma því að það var ótrúleg meiðslasaga hjá íslenska liðinu og það getur skipt meira máli fyrir minni þjóðir en aðrar.“ Hún hrósaði þó mjög ungum og reynslulitlum leikmönnum sem hafa komið inn í liðið. „Þetta var ekki hægt fyrir 5-10 árum síðan, að fá leikmenn svo snöggt inn í liðið. Breiddin er því að aukast hjá okkur og ef maður lítur á heildina hefur þróunin hjá liðinu verið mjög góð.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira