Passalaus Sif kom ráðvilltum íslenskum blaðamanni til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 13:44 Freyr, Sif og Glódís hlæja með Elvari Geir sem þakkaði vel fyrir sig. Vísir/Kolbeinn Tumi Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira