Jon Jones með magnaða endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2017 07:06 Vísir/Getty UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Sjá meira
UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Sjá meira
Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45
Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00