Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 09:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg í Þýskalandi í júlí síðastliðnum. vísir/getty Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30