Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2017 15:30 Reykjavíkurdætur komu meðal annars fram á tónleikum á Arnórhóli um síðustu helgi og það á Menningarnótt. Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson Menningarnótt Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson
Menningarnótt Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira