Fjúkandi söngvarar, hverfult og frjálst málverk Magnús Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2017 10:30 Jóhannes Dagsson, myndlistarmaður og sýningarstjóri sýningarinnar Málverk – ekki miðill í Hafnarborg. Visir/Eyþór Annað kvöld verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg, í Sverrissal er það sýningin Erindi, innsetning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, en í aðalsal sýningin Málverk – ekki miðill, sem samanstendur af verkum níu listamanna. Síðarnefnda sýningin er haustsýning safnsins að þessu sinni en sá háttur hefur verið hafður á um nokkurt skeið að efnt er til hugmyndasamkeppni um nálgun hverju sinni en að þessu sinni varð umrædd tillaga Jóhannesar Dagssonar fyrir valinu. Jóhannes segir að hann hafi áður komið með hugmyndir að borðinu án þess að hafa erindi sem erfiði en nú sé loks komið að frumraun hans við sýningarstjórn. „Þetta er skemmtilegt konsept og þeir eiga hrós skilið fyrir að opna á möguleikann á að aðrir fái að reyna sig en hefðbundnir sýningarstjórar. Sjálfur er ég myndlistarmaður og heimspekingur og það hefur reynst mér alveg ágætlega að tvinna þetta saman.“ Aðspurður hvort hann vinni þá mikið út frá hugmyndalist tekur Jóhannes ekki fyrir það. „Já, heimspekin blandast í myndlistina hjá mér og öfugt.“Frjálst og fjölbreytt Jóhannes segir að hann hafi lagt fram að sýna málverk sem eitthvað annað en miðil. „Það er mikil gróska í málverkinu en að mínu mati er það á öðrum forsendum en verið hefur. Málverkið er að mörgu leyti hætt að vera upptekið af því að vera þessi málverkamiðill. Það er hætt að fást við spurninguna um dauða málverksins og hvað er rétt í sögulegu ljósi en þess í stað orðið enn ein aðferðin til þess að segja eitthvað um annað en sjálft sig. Þetta hefur ótvírætt fært málverkinu ákveðið frelsi og fyrir vikið er það líka í sókn. Ég held að málverkið njóti þess líka núna að það getur flakkað á milli ólíkra miðla, það á allt eins heima í vídeómiðli eða gjörningi samanber t.d. verk Kjartans Ragnarssonar í Feneyjum. Það er ágætt dæmi um nýja nálgun þar sem málverkið nýtur sín á öðrum forsendum og er notað til þess að koma einhverju á framfæri en er einmitt fólgið í þessum miðli. Er í senn bæði hverfulla og frjálsara.“ Á sýningunni er að finna verk eftir Fritz Hendrik Berndsen, Hildi Bjarnadóttur, Huldu Stefánsdóttur, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Jakob Veigar Sigurðsson, Magnús Helgason, Melanie Ubaldo, Sigurð Guðjónsson og Þorgerði Þórhallsdóttur. Jóhannes segir að það að velja inn verk hafi verið erfiðasti þátturinn í ferlinu. „Það sem ég gerði var að velja inn listamenn sem mér fannst að kæmi til með að segja eitthvað sérstakt að stilla verkunum þeirra saman. Þar hafði ég að leiðarljósi málverkið sem aðferð við að sjá og fást við hinn sýnilega heim. Síðan var fór ég í gegnum það ferli að máta saman og brátt varð til kjarni sem ég er mjög ánægður með.“ Jóhannes segir að verkin á sýningunni séu af ólíkum toga. „Hér eru vídeóverk, innstillingar og svo málverk, bæði hefðbundin olíumálverk á striga en eins líka aðrar nálganir. Þannig að ég reyni að nálgast málverkið sem fjölbreyttan miðil og held öllu eins opnu og frjálsu og ég mögulega get. Ég vona og held að þetta verði aðgengileg og skemmtileg sýning og markmiðið í sjálfu sér er að hugsa með sér um þessar spurningar: Hvað er málverk og hvers vegna hugsum við um það eins og við gerum?“Anna Júlía Friðbjörnsdóttir skoðar breytingar í vistkerfinu sem myndgerast í smáfuglum.Visir/EyþórFjúkandi söngvarar Sýningin Erindi, innsetning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, er ekki síður af forvitnilegum toga en þar er listamaðurinn að skoða breytingar í vistkerfinu sem myndgerast í smáfuglum sem reglulega finnast á Íslandi. Verkin bregða upp ólíkum kerfum sem tengjast skrásetningu tegunda og siglingafræði. Þau eru innblásin af evrópskum sönglögum 19. aldar og samfélagsmálefnum nútímans. „Árið 2005 las ég fréttir af flækingsfuglum sem hingað rata og mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég vissi ekki mikið um fugla en svo fyrir tveimur árum þá kom þetta aftur upp hjá mér en þá í öðru samhengi í tengslum við loftslagsbreytingar sem eru stór hluti af þessu. Það eru að sjást hérna fleiri tegundir og það bætist alltaf við. Þegar ég fór að fást við þetta þá ákvað ég að einangra verkefnið við söngvara, bæði er falin í því falleg vísun og síðan eru þeir líka frá Evrópu þar sem þeir eru kallaðir á ensku Old World warblers. Þessir söngvarar koma að austan til okkar – lenda í austanátt og fjúka hingað til okkar.“Hluti þeirra söngvara sem gefur að líta á sýningu Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur.Visir/EyþórAnna Júlía segir að bæði nú og í sinni síðustu sýningu hafi hún verið að skoða samhengi á milli vistkerfis og samfélagslegra málefna. „Ég er svona að skoða ákveðið mengi á milli menningarheimsins og lífheimsins ef svo má segja. Hugmyndin leggur áherslu á að við erum ekki einangruð í heiminum. Við erum að fá þessa gesti til okkar fyrir tilstilli vindsins og því tekst ég aðeins á við hann líka enda ferðast hann líka þvert á landamæri. Það er líka margt sem við erum að fá í okkar menningu, vísindum og lífsháttum sem berst til okkar austan að þannig að við erum ekki eyland í þeirri merkingu.“ Anna Júlía vinnur einnig með hina rómantísku sögn um söngfuglinn á ýmsan máta, meðal annars með því að spila fuglasönginn á hljómplötu auk þess sem verkin eru tengd og heita eftir ljóðum nítjándu aldar skálda. „Auk þessa er ég líka að vinna með efni sem eru ný og spennandi fyrir mér og ég held að sitthvað eigi eftir að koma fólki skemmtilega á óvart hvað það varðar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. ágúst. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Annað kvöld verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg, í Sverrissal er það sýningin Erindi, innsetning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, en í aðalsal sýningin Málverk – ekki miðill, sem samanstendur af verkum níu listamanna. Síðarnefnda sýningin er haustsýning safnsins að þessu sinni en sá háttur hefur verið hafður á um nokkurt skeið að efnt er til hugmyndasamkeppni um nálgun hverju sinni en að þessu sinni varð umrædd tillaga Jóhannesar Dagssonar fyrir valinu. Jóhannes segir að hann hafi áður komið með hugmyndir að borðinu án þess að hafa erindi sem erfiði en nú sé loks komið að frumraun hans við sýningarstjórn. „Þetta er skemmtilegt konsept og þeir eiga hrós skilið fyrir að opna á möguleikann á að aðrir fái að reyna sig en hefðbundnir sýningarstjórar. Sjálfur er ég myndlistarmaður og heimspekingur og það hefur reynst mér alveg ágætlega að tvinna þetta saman.“ Aðspurður hvort hann vinni þá mikið út frá hugmyndalist tekur Jóhannes ekki fyrir það. „Já, heimspekin blandast í myndlistina hjá mér og öfugt.“Frjálst og fjölbreytt Jóhannes segir að hann hafi lagt fram að sýna málverk sem eitthvað annað en miðil. „Það er mikil gróska í málverkinu en að mínu mati er það á öðrum forsendum en verið hefur. Málverkið er að mörgu leyti hætt að vera upptekið af því að vera þessi málverkamiðill. Það er hætt að fást við spurninguna um dauða málverksins og hvað er rétt í sögulegu ljósi en þess í stað orðið enn ein aðferðin til þess að segja eitthvað um annað en sjálft sig. Þetta hefur ótvírætt fært málverkinu ákveðið frelsi og fyrir vikið er það líka í sókn. Ég held að málverkið njóti þess líka núna að það getur flakkað á milli ólíkra miðla, það á allt eins heima í vídeómiðli eða gjörningi samanber t.d. verk Kjartans Ragnarssonar í Feneyjum. Það er ágætt dæmi um nýja nálgun þar sem málverkið nýtur sín á öðrum forsendum og er notað til þess að koma einhverju á framfæri en er einmitt fólgið í þessum miðli. Er í senn bæði hverfulla og frjálsara.“ Á sýningunni er að finna verk eftir Fritz Hendrik Berndsen, Hildi Bjarnadóttur, Huldu Stefánsdóttur, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Jakob Veigar Sigurðsson, Magnús Helgason, Melanie Ubaldo, Sigurð Guðjónsson og Þorgerði Þórhallsdóttur. Jóhannes segir að það að velja inn verk hafi verið erfiðasti þátturinn í ferlinu. „Það sem ég gerði var að velja inn listamenn sem mér fannst að kæmi til með að segja eitthvað sérstakt að stilla verkunum þeirra saman. Þar hafði ég að leiðarljósi málverkið sem aðferð við að sjá og fást við hinn sýnilega heim. Síðan var fór ég í gegnum það ferli að máta saman og brátt varð til kjarni sem ég er mjög ánægður með.“ Jóhannes segir að verkin á sýningunni séu af ólíkum toga. „Hér eru vídeóverk, innstillingar og svo málverk, bæði hefðbundin olíumálverk á striga en eins líka aðrar nálganir. Þannig að ég reyni að nálgast málverkið sem fjölbreyttan miðil og held öllu eins opnu og frjálsu og ég mögulega get. Ég vona og held að þetta verði aðgengileg og skemmtileg sýning og markmiðið í sjálfu sér er að hugsa með sér um þessar spurningar: Hvað er málverk og hvers vegna hugsum við um það eins og við gerum?“Anna Júlía Friðbjörnsdóttir skoðar breytingar í vistkerfinu sem myndgerast í smáfuglum.Visir/EyþórFjúkandi söngvarar Sýningin Erindi, innsetning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, er ekki síður af forvitnilegum toga en þar er listamaðurinn að skoða breytingar í vistkerfinu sem myndgerast í smáfuglum sem reglulega finnast á Íslandi. Verkin bregða upp ólíkum kerfum sem tengjast skrásetningu tegunda og siglingafræði. Þau eru innblásin af evrópskum sönglögum 19. aldar og samfélagsmálefnum nútímans. „Árið 2005 las ég fréttir af flækingsfuglum sem hingað rata og mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég vissi ekki mikið um fugla en svo fyrir tveimur árum þá kom þetta aftur upp hjá mér en þá í öðru samhengi í tengslum við loftslagsbreytingar sem eru stór hluti af þessu. Það eru að sjást hérna fleiri tegundir og það bætist alltaf við. Þegar ég fór að fást við þetta þá ákvað ég að einangra verkefnið við söngvara, bæði er falin í því falleg vísun og síðan eru þeir líka frá Evrópu þar sem þeir eru kallaðir á ensku Old World warblers. Þessir söngvarar koma að austan til okkar – lenda í austanátt og fjúka hingað til okkar.“Hluti þeirra söngvara sem gefur að líta á sýningu Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur.Visir/EyþórAnna Júlía segir að bæði nú og í sinni síðustu sýningu hafi hún verið að skoða samhengi á milli vistkerfis og samfélagslegra málefna. „Ég er svona að skoða ákveðið mengi á milli menningarheimsins og lífheimsins ef svo má segja. Hugmyndin leggur áherslu á að við erum ekki einangruð í heiminum. Við erum að fá þessa gesti til okkar fyrir tilstilli vindsins og því tekst ég aðeins á við hann líka enda ferðast hann líka þvert á landamæri. Það er líka margt sem við erum að fá í okkar menningu, vísindum og lífsháttum sem berst til okkar austan að þannig að við erum ekki eyland í þeirri merkingu.“ Anna Júlía vinnur einnig með hina rómantísku sögn um söngfuglinn á ýmsan máta, meðal annars með því að spila fuglasönginn á hljómplötu auk þess sem verkin eru tengd og heita eftir ljóðum nítjándu aldar skálda. „Auk þessa er ég líka að vinna með efni sem eru ný og spennandi fyrir mér og ég held að sitthvað eigi eftir að koma fólki skemmtilega á óvart hvað það varðar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. ágúst.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira