Þetta reddast ekki alltaf Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 12:00 Jólaverslun hefur vaxið þrefalt hraðar en einkaneysla undanfarin fimm ár. Á sama tíma hafa heimilin greitt niður skuldir og sparnaður þeirra hefur aukist. Einhverra hluta vegna hefur neyslugleði okkar aukist meira um jólahátíðina en á öðrum tímum ársins og mikilvægi hennar sömuleiðis í heimilisbókhaldinu.Allt í rétta átt Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu. Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.Dýr jól Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár. Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim. Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Jólaverslun hefur vaxið þrefalt hraðar en einkaneysla undanfarin fimm ár. Á sama tíma hafa heimilin greitt niður skuldir og sparnaður þeirra hefur aukist. Einhverra hluta vegna hefur neyslugleði okkar aukist meira um jólahátíðina en á öðrum tímum ársins og mikilvægi hennar sömuleiðis í heimilisbókhaldinu.Allt í rétta átt Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu. Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.Dýr jól Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár. Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim. Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun