Stjörnustríðsleikstjóri látinn fara Birgir Olgeirsson skrifar 5. september 2017 22:56 Colin Trevorrow. Vísir/Getty Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira