Atli Jamil varð annar á N-Evrópumótinu í torfæru Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 10:00 Atli Jamil á fleygiferð í keppni á Akureyri. Gunnlaugur Einar Briem Í síðasta mánuði fór fram N-Evrópumótið í torfæru og fór keppnin fram í Ler í Noregi. Atli Jamil Ásgeirsson á Thunderbolt var eini íslendingurinn sem fór með bíllinn sinn frá Íslandi til að keppa og stóð sig frábærlega. Hann lenti í öðru sæti. Eknar voru 6 brautir á laugardeginum og 6 brautir á sunnudeginum og allar brautir giltu í mótinu. Sextán keppendur voru mættir til leiks, 10 í sérútbúna flokknum og 6 í sérútbúnum götubílum. Keppendur komu frá 4 löndum. Flestir frá Noregi eða 12 keppendur en síðan voru keppendur frá Íslandi, Svíþjóð og Danmörku. Mikil rigning var á svæðinu alla helgina en keppendur, aðstoðarmenn og keppnishaldarar létu það ekki á sig fá og keppnin var mjög góð í alla staði.Leiddi keppnina eftir fyrri dagAtli leiddi keppnina eftir í lok fyrsta dags eftir frábæran akstur allan daginn. Á degi tvö var Atli óheppinn með rásröð og missti forskotið sitt niður en eins og áður segir hafnaði Atli Jamil í öðru sæti, sem er frábær árangur. Það var norðmaðurinn Tor Egil Thorland á Ugly Betty sem vann mótið. Atli Jamil í öðru sæti og norðmaðurinn Arne Johannessen varð í þriðja sæti. Þetta mót var líka hluti af Noregsmeistaramótinu og taldi til 4. og 5. umferðar þess móts. Þar af leiðandi sigraði Atli Jamil í 4. umferð Noregsmótsins sem fór fram á laugardeginum. Hann lenti svo í öðru sæti í 5. umferð þess sem fór fram á sunnudeginum. Atli nældi sér einnig í tilþrifaveðlaunin eftir góða björgun í síðustu braut sunnudagsins. Framundan hjá Atla Jamil á Thunderbolt er að halda áfram í Noregsmeistaramótinu. Bíllinn varð eftir í Noregi og ætlar Atli Jamil að taka þátt í næstu tveimur umferðum í mótinu, en þær fara fram í Skien sem er suður af Osló. Keppnin þar fer fram 2. og 3. september og verður forvitnilegt að sjá hvernig ganga mun hjá Atla þar. Í sérútbúna götubílaflokki sigraði Jorgen Poulsen en Sigurjón Guðmarsson, Íslendingur sem er búsettur í Noregi, hætti keppni eftir fyrsta dag vegna bilana.Atli Jamil á sínum uppáhaldsstað. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent
Í síðasta mánuði fór fram N-Evrópumótið í torfæru og fór keppnin fram í Ler í Noregi. Atli Jamil Ásgeirsson á Thunderbolt var eini íslendingurinn sem fór með bíllinn sinn frá Íslandi til að keppa og stóð sig frábærlega. Hann lenti í öðru sæti. Eknar voru 6 brautir á laugardeginum og 6 brautir á sunnudeginum og allar brautir giltu í mótinu. Sextán keppendur voru mættir til leiks, 10 í sérútbúna flokknum og 6 í sérútbúnum götubílum. Keppendur komu frá 4 löndum. Flestir frá Noregi eða 12 keppendur en síðan voru keppendur frá Íslandi, Svíþjóð og Danmörku. Mikil rigning var á svæðinu alla helgina en keppendur, aðstoðarmenn og keppnishaldarar létu það ekki á sig fá og keppnin var mjög góð í alla staði.Leiddi keppnina eftir fyrri dagAtli leiddi keppnina eftir í lok fyrsta dags eftir frábæran akstur allan daginn. Á degi tvö var Atli óheppinn með rásröð og missti forskotið sitt niður en eins og áður segir hafnaði Atli Jamil í öðru sæti, sem er frábær árangur. Það var norðmaðurinn Tor Egil Thorland á Ugly Betty sem vann mótið. Atli Jamil í öðru sæti og norðmaðurinn Arne Johannessen varð í þriðja sæti. Þetta mót var líka hluti af Noregsmeistaramótinu og taldi til 4. og 5. umferðar þess móts. Þar af leiðandi sigraði Atli Jamil í 4. umferð Noregsmótsins sem fór fram á laugardeginum. Hann lenti svo í öðru sæti í 5. umferð þess sem fór fram á sunnudeginum. Atli nældi sér einnig í tilþrifaveðlaunin eftir góða björgun í síðustu braut sunnudagsins. Framundan hjá Atla Jamil á Thunderbolt er að halda áfram í Noregsmeistaramótinu. Bíllinn varð eftir í Noregi og ætlar Atli Jamil að taka þátt í næstu tveimur umferðum í mótinu, en þær fara fram í Skien sem er suður af Osló. Keppnin þar fer fram 2. og 3. september og verður forvitnilegt að sjá hvernig ganga mun hjá Atla þar. Í sérútbúna götubílaflokki sigraði Jorgen Poulsen en Sigurjón Guðmarsson, Íslendingur sem er búsettur í Noregi, hætti keppni eftir fyrsta dag vegna bilana.Atli Jamil á sínum uppáhaldsstað.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent