Tómas á lágu plani Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. september 2017 07:00 Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. Fullyrt er í grein hans í Fréttablaðinu frá 30. ágúst að Hvalárvirkjun sé nafn sem er „úlfur í sauðargæru“ því virkjunin hafi stækkað frá því að hún var kynnt almenningi með því að bæta við áformum um að nýta vatn úr Eyvindarfjarðará og „að svo breyttri Hvalárvirkjun hafi verið laumað í gegnum“ Rammaáætlun 2. Fullyrt er í greininni að skort hafi á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar og þess er krafist að úr því verði bætt með nýju umhverfismati. Þarna er dylgjað um óheiðarleika og undirmál. Þeir sem verða fyrir dylgjunum eru framkvæmdaaðilarnir að virkjuninni, verkefnisstjórnin um Rammaáætlun, ráðherrarnir sem lagt hafa málið fyrir Alþingi og alþingismenn. Til þess að lauma röngum virkjunaráformum í gegnum Alþingi þarf samsæri allra þessara aðila. Þrátt fyrir framkomnar áskoranir um rökstuðning hefur Tómas ekki rökstutt mál sitt. Það mun seint verða því fullyrðingarnar eru allar rangar og dylgjurnar tilhæfulausar.Skýrslan frá 2007 Gögnin sem varða Hvalárvirkjun og Rammaáætlun eru öll opinber og eru til frá upphafi. Hver sem er getur kynnt sér þau. Upphafið er í skýrslu Almennu verkfræðistofunnar frá 2007 sem unnin er fyrir Orkustofnun. Þar strax er kynnt að nýting vatns úr Eyvindarfjarðará sé ráðgerð til viðbótar vatni úr Hvalá og Rjúkanda. Þetta er enn svo, þó með jarðgöngum og öðrum breytingum sem ætlaðar eru til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Þessi virkjunaráform hafa tvisvar farið í gegn um verkferla Rammaáætlunar og verið kynnt almenningi og umsagnir fengnar frá hverjum þeim sem þær vildi senda. Tvisvar hefur verkefnisstjórnin lagt til að Hvalárvirkjun verði í nýtingarflokki og Alþingi hefur fallist á það í fyrra sinnið ágreiningslaust að því er best verður séð í þingtíðindum, en seinni tillagan að Rammaáætlun er enn til meðferðar á Alþingi. Afl virkjunarinnar hefur aukist. Það var fyrst áætlað 35 MW og 259 GWh en er núna 55 MW og 320 GWh. Það er vegna þess að vatnið er nú talið meira en áður en ekki vegna breytinga á virkjuninni. Bæði verkefnisstjórnin og ráðherra segja breytingar á Hvalárvirkjun óverulegar milli áætlana. Þegar Landvernd gefur umsögn sína um Hvalárvirkjun vitna samtökin í skýrsluna frá 2007 sem sýnir að samtökunum var kunnugt um hana. Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. Fullyrt er í grein hans í Fréttablaðinu frá 30. ágúst að Hvalárvirkjun sé nafn sem er „úlfur í sauðargæru“ því virkjunin hafi stækkað frá því að hún var kynnt almenningi með því að bæta við áformum um að nýta vatn úr Eyvindarfjarðará og „að svo breyttri Hvalárvirkjun hafi verið laumað í gegnum“ Rammaáætlun 2. Fullyrt er í greininni að skort hafi á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar og þess er krafist að úr því verði bætt með nýju umhverfismati. Þarna er dylgjað um óheiðarleika og undirmál. Þeir sem verða fyrir dylgjunum eru framkvæmdaaðilarnir að virkjuninni, verkefnisstjórnin um Rammaáætlun, ráðherrarnir sem lagt hafa málið fyrir Alþingi og alþingismenn. Til þess að lauma röngum virkjunaráformum í gegnum Alþingi þarf samsæri allra þessara aðila. Þrátt fyrir framkomnar áskoranir um rökstuðning hefur Tómas ekki rökstutt mál sitt. Það mun seint verða því fullyrðingarnar eru allar rangar og dylgjurnar tilhæfulausar.Skýrslan frá 2007 Gögnin sem varða Hvalárvirkjun og Rammaáætlun eru öll opinber og eru til frá upphafi. Hver sem er getur kynnt sér þau. Upphafið er í skýrslu Almennu verkfræðistofunnar frá 2007 sem unnin er fyrir Orkustofnun. Þar strax er kynnt að nýting vatns úr Eyvindarfjarðará sé ráðgerð til viðbótar vatni úr Hvalá og Rjúkanda. Þetta er enn svo, þó með jarðgöngum og öðrum breytingum sem ætlaðar eru til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Þessi virkjunaráform hafa tvisvar farið í gegn um verkferla Rammaáætlunar og verið kynnt almenningi og umsagnir fengnar frá hverjum þeim sem þær vildi senda. Tvisvar hefur verkefnisstjórnin lagt til að Hvalárvirkjun verði í nýtingarflokki og Alþingi hefur fallist á það í fyrra sinnið ágreiningslaust að því er best verður séð í þingtíðindum, en seinni tillagan að Rammaáætlun er enn til meðferðar á Alþingi. Afl virkjunarinnar hefur aukist. Það var fyrst áætlað 35 MW og 259 GWh en er núna 55 MW og 320 GWh. Það er vegna þess að vatnið er nú talið meira en áður en ekki vegna breytinga á virkjuninni. Bæði verkefnisstjórnin og ráðherra segja breytingar á Hvalárvirkjun óverulegar milli áætlana. Þegar Landvernd gefur umsögn sína um Hvalárvirkjun vitna samtökin í skýrsluna frá 2007 sem sýnir að samtökunum var kunnugt um hana. Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar