Að refsa fólki fyrir að brjóta gegn sjálfu sér Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Kjartan Þór Ingason skrifar 14. september 2017 08:00 Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Kannabis er ekki hættulaust en réttlætir það að fólki sé refsað fyrir vörslu þess? Rannsóknir hafa bent til þess að endurtekin neysla kannabisefna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að fráhvarfseinkenni kunni að koma fram við lok langvarandi neyslu, það er alveg rétt. Við það ber þó að bæta að þótt kannabisefni séu ávanabindandi þá eru ýmis önnur efni leyfð sem eru bæði skaðleg og líklegri til að valda ávana. Þrátt fyrir að ýmis önnur skaðleg efni, á borð við tóbak og áfengi, séu leyfð er staðreyndin sú að meðferð kannabisefna er bönnuð með lögum og liggur sekt eða fangelsisvist við meðferð þeirra. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt er grunnsekt fyrir meðferð kannabisefna kr. 50.000, með undantekningu ef um er að ræða smávægilegt fyrsta brot ungmennis. Að öðrum kosti gildir grunnsektin, sem aðeins beitt við allra smæstu brot. Þegar brot rata fyrir dómstóla er miðað við sekt og 30 daga til 3 mánaða fangelsisvist, eftir magni efnanna, fyrir vörslu, kaup og öflun til eigin nota. Allir geta ánetjast fíkniefnum en rannsóknir hafa sýnt að félagsleg staða og fjárhagur þeirra sem eru í reglulegri neyslu er yfirleitt langt undir meðaltali heildarinnar. Refsingarnar sem kveðið er á um í lögum um ávana- og fíkniefni eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu fíkniefnaneytenda. Þegar sektir eru lagðar á þá sem eru fjárþurfi er hætta á að þær hrindi fólki dýpra ofan í vítahring skulda og ýti undir okurlánastarfsemi. Enn fremur gera sektir, sem lagðar eru á þá sem njóta fjárhagslegrar aðstoðar félagsyfirvalda, lítið annað en að færa fé úr einum vasa stjórnvalda yfir í annan, og skilja einstaklinginn eftir í verri stöðu en áður. Þá þarf varla að nefna hættuna sem fylgir því að sakborningur, sem situr inni fyrir smávægilegt brot, myndi sér skaðlegt tengslanet innan fangelsisins, eða langvinnan skaða sem brot á sakaskrá veldur atvinnumöguleikum fólks. Þótt kannabisefni séu skaðleg heilsu einstaklinga þá geta refsingar einnig haft víðtækar félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar. Í raun má færa rök fyrir því að skaðsemi efnanna blikni í samanburði við skaðsemi refsistefnu stjórnvalda. Hver eru þá markmið refsinga stjórnvalda? Varla er hægt að taka þessa umræðu án þess að vekja á því athygli að ýmsar rannsóknir hafa bent á jákvæð áhrif kannabisefna, til dæmis sem verkjastillandi lyf fyrir krabbameinssjúklinga og sem meðferðarúrræði fyrir flogaveika. Mögulegir kostir eða gallar kannabisefna eru þó ekki áhrifaþáttur í þessari umræðu heldur fyrst og fremst að skaðsemi refsinganna er í mörgum tilvikum þungbærari fyrir einstaklinga og samfélagið en efnin sjálf, auk þess að siðferðilega vafasamt er að refsa fólki fyrir skaðlegar athafnir sem bitna ekki á neinum nema einstaklingnum sjálfum. Hvernig væri að leyfa bara fullorðnu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur og formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur og viðburðastjóri Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar