Haustljóð Bergur Ebbi skrifar 29. september 2017 07:00 Harpa. Haustkvöld. Glerhöll gnæfir yfir ryðbrún steypustyrktarjárnin. Olíusvartur Faxaflói með hvítu fryssi. Úfnir túristar kastast til og frá, illa lagðir bílar, menn í gallabuxum og bleiserjökkum með Tommy Hilfiger rakspíra stíga úr leigubílum. Konur í þröngum leðurjökkum, þreytulegar um augun en glottandi yfir spennu augnabliksins. Gin og tónik í vélindanu. Blautir húsgrunnar allt um kring. Níðingafréttir óma í vitundinni. Stjórnarfall. Uppfærsluþreyta. Tikkið í fánastöngum við hafnarbakkann. Taktur maníunnar. Kvíðasvartur Faxaflói. Og þar rís hús: Harpa. Glerhöll góðærisins, hins gamla, demantsskreyting á fjallahringnum, nefnd eftir vorinu – ó vorinu sem kemur kannski einhvern tíma, kannski. Nýdönsk í Eldborg. Lágkolvetnalífsstíll streymir í salinn. Stöð 2 Sport áskrifendur upp um alla veggi. Selfís. Instagram story. Vinirnir sameinaðir. Framhjáhaldsneistar kvikna. The one that got away. Vinahópar sem gengið hafa í gegnum súrt og sætt, á sviði og í sal. Mýkt í miðjum stormi. Demantsskel í hráslaganum, tímabundið afdrep. En svo er gert hlé. Pissuskál. Hörð flúorlýsing. Boss úr Bláu húsunum með derring. Fyrsta gloppan í minninu. Brotin Egils Gull flaska. Pólsk kona með köld augu moppar upp. Ekkert í maganum nema keimur af dilli og svíðandi G&T bruni. Þú hefur orðið fyrir matarofbeldi, borðað yfir þig af lífsstíl, borðað yfir þig af millistéttar gastrópöbb vonleysi. En hljómsveitin missir ekki úr takti og þú mátt það ekki heldur. Út að reykja, djóka, hlæja, aldrei missa neistann. Þarna er glampi úr fyrra lífi, frá gleymdu vori. Snert Hörpu mína himinborna dís. Gullbringusýsluborna, leðurjakka kona. Frussandi óveður á gleri. Veipað úti. Kraumandi skeggbroddar. Ofbeldis-hjal. Naglaspýtur í nánd. Taktu mig sjöa. Myrkur, ljúktu mér fljótt af. Ég get ekki hauströkkrið yfir mér. Ég vil ekki djúpgula kirkjugarðsfegurðina. Þetta er ekki París, aulinn þinn. Þú röltir ekki með ástinni þinni í Père Lachaise til að vitja grafar skáldanna. Hér eru engar grafir, hér sefur enginn rótt, héðan hverfur enginn, hér svífa draugar um. Þó líkami Einars Ben hafi fengið að síga ofan í Þingvelli þá lifir manían enn góðu lífi. Þetta er óbrúuð Sundaborg, svört, sleip og svifryksblönduð. Ég vil myrkrið strax. Blautan húsgrunn, fjúkandi dokaplötur, myndlistarmaníugular dokaplötur og sendibílstjóra sem keyrir mig inn í svartholið með Harðsnúnu Hönnu með Ðe lónlí blú bojs í botni. Í BOTNI. Ég vil heyra Harðsnúnu Hönnu spilaða svo hátt að jafnvel þó tveir þotuhreyflar væru ræstir hálfum metra frá eyrum mínum myndi ég ekki heyra í neinu nema Hönnu. Búgí vúgí úr sjöunni, á repeat, þar til Guð yfirgefur þetta land endanlega. Naglaspýta í nára. Gangstéttarhellur merja. Volkswagen bjöllur eru of litlar fyrir lík. Fætur, klæddir öryggisskóm úr Vinnufatabúðinni stingast út um afturglugga og dingla lífvana. Harðsnúna Hanna í BOTNI. Ég er kominn í Álafoss-úlpu og við hliðina á mér situr mjór ræfill með barta. Við ætlum í snóker. Á Billann. Sjúss. Dúbl í horn. Forhlaup. Buxur. Logandi Winston í öllum öskubökkum. Og ef Bjargfastur lögreglufulltrúi kemur þá bara lemjum við hann í spað og stingum kjuðunum upp í rassgatið á honum. Það er ekki hægt að handjárna drauga hvort sem er. Þetta er óbyggilegt land. Þetta er óbyggilegt land nema maður taki myrkrinu fagnandi. Svartfryssandi kvíði. Ég nefni þig. Ég sé þig og hækka um einn. Hausverkur við prentarann. Tússtöflu-ýl. Nýdönsk í móðu. Frelsið er yndislegt. Remax fall af þriðju svölum. Mjaðmagrindarbrot. Uppköst í leigubíl með útvarp Sögu í botni. Hér eru ekki árstíðir. Hér er aðeins manían og kvíðinn, fánastangatikkið og svartur Faxaflóinn. Sættu þig við það drengur. Þú getur reynt að hafa hátt en Harðsnúna Hanna verður alltaf nokkrum desibelum hærri. Þú ert ekki í landi regnbogans. Diggi liggi læ læ. Þú ert í landi pepsídeildargrámans. Þú ert í landi verktaka í léttum dúnúlpum úr Bláu húsunum sem olnboga sig á undan þér í röðinni. Þar sem frekja er dyggð, hvaðan enginn sleppur, þar sem mórar og skot fortíðar dúkka upp með reglulegu millibili í reunion-showi í Hörpu. Diggi liggi læ læ. Diggi liggi ló. Fegurðin er alls staðar. Krítaðu snókerkjuðann, pússaðu skóna, smokraðu mölétinni Álafoss-úlpu yfir Kóróna-fötin og úðaðu yfir allt saman með DKNY ilmvatni. Þar sem kvíðahöllina ber við loft, þar ríkir fegurðin ein. Komdu haust. Komdu fryssandi olíusvarta haust. Af virðingu við þig leggst ég í blauta steypuna, legg mig í geymslu. En ég er ekki horfinn. Ekkert hverfur, nokkurn tíma. Allt kemur aftur, eins og haustið. Allt hrellir aftur, eins og haustið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Harpa. Haustkvöld. Glerhöll gnæfir yfir ryðbrún steypustyrktarjárnin. Olíusvartur Faxaflói með hvítu fryssi. Úfnir túristar kastast til og frá, illa lagðir bílar, menn í gallabuxum og bleiserjökkum með Tommy Hilfiger rakspíra stíga úr leigubílum. Konur í þröngum leðurjökkum, þreytulegar um augun en glottandi yfir spennu augnabliksins. Gin og tónik í vélindanu. Blautir húsgrunnar allt um kring. Níðingafréttir óma í vitundinni. Stjórnarfall. Uppfærsluþreyta. Tikkið í fánastöngum við hafnarbakkann. Taktur maníunnar. Kvíðasvartur Faxaflói. Og þar rís hús: Harpa. Glerhöll góðærisins, hins gamla, demantsskreyting á fjallahringnum, nefnd eftir vorinu – ó vorinu sem kemur kannski einhvern tíma, kannski. Nýdönsk í Eldborg. Lágkolvetnalífsstíll streymir í salinn. Stöð 2 Sport áskrifendur upp um alla veggi. Selfís. Instagram story. Vinirnir sameinaðir. Framhjáhaldsneistar kvikna. The one that got away. Vinahópar sem gengið hafa í gegnum súrt og sætt, á sviði og í sal. Mýkt í miðjum stormi. Demantsskel í hráslaganum, tímabundið afdrep. En svo er gert hlé. Pissuskál. Hörð flúorlýsing. Boss úr Bláu húsunum með derring. Fyrsta gloppan í minninu. Brotin Egils Gull flaska. Pólsk kona með köld augu moppar upp. Ekkert í maganum nema keimur af dilli og svíðandi G&T bruni. Þú hefur orðið fyrir matarofbeldi, borðað yfir þig af lífsstíl, borðað yfir þig af millistéttar gastrópöbb vonleysi. En hljómsveitin missir ekki úr takti og þú mátt það ekki heldur. Út að reykja, djóka, hlæja, aldrei missa neistann. Þarna er glampi úr fyrra lífi, frá gleymdu vori. Snert Hörpu mína himinborna dís. Gullbringusýsluborna, leðurjakka kona. Frussandi óveður á gleri. Veipað úti. Kraumandi skeggbroddar. Ofbeldis-hjal. Naglaspýtur í nánd. Taktu mig sjöa. Myrkur, ljúktu mér fljótt af. Ég get ekki hauströkkrið yfir mér. Ég vil ekki djúpgula kirkjugarðsfegurðina. Þetta er ekki París, aulinn þinn. Þú röltir ekki með ástinni þinni í Père Lachaise til að vitja grafar skáldanna. Hér eru engar grafir, hér sefur enginn rótt, héðan hverfur enginn, hér svífa draugar um. Þó líkami Einars Ben hafi fengið að síga ofan í Þingvelli þá lifir manían enn góðu lífi. Þetta er óbrúuð Sundaborg, svört, sleip og svifryksblönduð. Ég vil myrkrið strax. Blautan húsgrunn, fjúkandi dokaplötur, myndlistarmaníugular dokaplötur og sendibílstjóra sem keyrir mig inn í svartholið með Harðsnúnu Hönnu með Ðe lónlí blú bojs í botni. Í BOTNI. Ég vil heyra Harðsnúnu Hönnu spilaða svo hátt að jafnvel þó tveir þotuhreyflar væru ræstir hálfum metra frá eyrum mínum myndi ég ekki heyra í neinu nema Hönnu. Búgí vúgí úr sjöunni, á repeat, þar til Guð yfirgefur þetta land endanlega. Naglaspýta í nára. Gangstéttarhellur merja. Volkswagen bjöllur eru of litlar fyrir lík. Fætur, klæddir öryggisskóm úr Vinnufatabúðinni stingast út um afturglugga og dingla lífvana. Harðsnúna Hanna í BOTNI. Ég er kominn í Álafoss-úlpu og við hliðina á mér situr mjór ræfill með barta. Við ætlum í snóker. Á Billann. Sjúss. Dúbl í horn. Forhlaup. Buxur. Logandi Winston í öllum öskubökkum. Og ef Bjargfastur lögreglufulltrúi kemur þá bara lemjum við hann í spað og stingum kjuðunum upp í rassgatið á honum. Það er ekki hægt að handjárna drauga hvort sem er. Þetta er óbyggilegt land. Þetta er óbyggilegt land nema maður taki myrkrinu fagnandi. Svartfryssandi kvíði. Ég nefni þig. Ég sé þig og hækka um einn. Hausverkur við prentarann. Tússtöflu-ýl. Nýdönsk í móðu. Frelsið er yndislegt. Remax fall af þriðju svölum. Mjaðmagrindarbrot. Uppköst í leigubíl með útvarp Sögu í botni. Hér eru ekki árstíðir. Hér er aðeins manían og kvíðinn, fánastangatikkið og svartur Faxaflóinn. Sættu þig við það drengur. Þú getur reynt að hafa hátt en Harðsnúna Hanna verður alltaf nokkrum desibelum hærri. Þú ert ekki í landi regnbogans. Diggi liggi læ læ. Þú ert í landi pepsídeildargrámans. Þú ert í landi verktaka í léttum dúnúlpum úr Bláu húsunum sem olnboga sig á undan þér í röðinni. Þar sem frekja er dyggð, hvaðan enginn sleppur, þar sem mórar og skot fortíðar dúkka upp með reglulegu millibili í reunion-showi í Hörpu. Diggi liggi læ læ. Diggi liggi ló. Fegurðin er alls staðar. Krítaðu snókerkjuðann, pússaðu skóna, smokraðu mölétinni Álafoss-úlpu yfir Kóróna-fötin og úðaðu yfir allt saman með DKNY ilmvatni. Þar sem kvíðahöllina ber við loft, þar ríkir fegurðin ein. Komdu haust. Komdu fryssandi olíusvarta haust. Af virðingu við þig leggst ég í blauta steypuna, legg mig í geymslu. En ég er ekki horfinn. Ekkert hverfur, nokkurn tíma. Allt kemur aftur, eins og haustið. Allt hrellir aftur, eins og haustið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.