Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Urðunarstaður Stekkjarvíkur er í landi Sölvabakka. Frettabladid/pjetur vísir/pjetur Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira