3.000 hestafla Nissan GT-R slær kvartmíluheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 15:47 Nissan GT-R bíllinn tilbúinn til átaka í Oregon. Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent
Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent