Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson skrifar 27. september 2017 06:00 Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Kosningar 2017 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun